Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Árni Sæberg skrifar 6. febrúar 2025 11:38 Guðmundur Fertram Sigurjónsson, stofnandi og forstjóri Kerecis. Aðsend Í desember síðastliðnum seldi Kerecis hugverkaréttindi félagsins til danska móðurfélagsins Coloplast. 180 milljarða kaup Coloplast á íslensku hugviti eru að fullu skattskyld hér á landi og áætlaðar skattgreiðslur nema hátt í fjörutíu milljörðum króna. Í fréttatilkynningu frá Kerecis segir að salan sé til samræmis við stefnu Coloplast að hugverkaréttindi samstæðunnar séu í eigu móðurfélagsins. Um sé að ræða hátt í tvö hundruð einkaleyfi í eigu Kerecis, sem varði uppfinningar Guðmundar Fertrams Sigurjónssonar og samstarfsmanna hans í Kerecis. Jafnast á við söluna Söluandvirði hugverkaréttindanna hafi numið 1,3 milljörðum dollara eða ígildi um 180 milljörðum íslenskra króna miðað við núverandi gengi gjaldmiðla. Salan sé að fullu leyti skattskyld á Íslandi og áætlaðar skattgreiðslur séu hátt í fjörutíu milljarðar króna. Samkvæmt íslenskum skattareglum sé mögulegt að dreifa skattgreiðslunni yfir sjö ára tímabil. Kerecis hafi verið selt árið 2023 fyrir um 180 milljarðar króna og 113 millljarðar króna hafi runnið til íslenskra hluthafa og þar af 22 milljarðar króna til hluthafa á Vestfjörðum. Styrkir skilað sér og vel það Verðmætasköpun Kerecis í formi sölutekna á heimsvísu á árunum 2013 til 2025 nemi um níutíu milljörðum króna, sem sé 125 sinnum meira en fyrirtækið hefur þegið í styrki. 130 manns starfi hjá fyrirtækinu á Íslandi. Áttatíu á Ísafirði og fimmtíu í Reykjavík. Kerecis hafi verið stofnað sem ráðgjafafyrirtæki undir nafninu FnF árið 2007 af Guðmundi Fertram Sigurjónssyni en fljótlega hafi nafninu verið breytt í Kerecis. Frá árinu 2010 hafi fyrirtækið einblínt á þróun sáraroðs, sem framleitt sé í höfuðstöðvum fyrirtækisins á Ísafirði. Flutningur á eignarhaldi hugverkanna hafi engin áhrif á starfsemi Kerecis á Íslandi og höfuðstðvar Kerecis verði áfram á Íslandi. Talsverður vöxtur hafi verið í starfsmannahaldi og umsvifum Kerecis á Íslandi síðan félagið var selt til Coloplast. „Það er afskaplega góð tilfinning að sjá núna svart á hvítu þau verðmæti sem stafsmenn Kerecis hafa skapað undanfarin ár. Hér er um háar upphæðir að ræða sem sannanlega sýna að nýsköpun, frumkvöðlastarf og hvetjandi starfsskilyrði knýja verðmætasköpun, fjölbreytni og velsæld fyrir okkur öll á Íslandi,“ er haft eftir Guðmundi Fertram. Nýsköpun Ísafjarðarbær Heilbrigðismál Danmörk Skattar og tollar Mest lesið Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Fleiri fréttir Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Sjá meira
Í fréttatilkynningu frá Kerecis segir að salan sé til samræmis við stefnu Coloplast að hugverkaréttindi samstæðunnar séu í eigu móðurfélagsins. Um sé að ræða hátt í tvö hundruð einkaleyfi í eigu Kerecis, sem varði uppfinningar Guðmundar Fertrams Sigurjónssonar og samstarfsmanna hans í Kerecis. Jafnast á við söluna Söluandvirði hugverkaréttindanna hafi numið 1,3 milljörðum dollara eða ígildi um 180 milljörðum íslenskra króna miðað við núverandi gengi gjaldmiðla. Salan sé að fullu leyti skattskyld á Íslandi og áætlaðar skattgreiðslur séu hátt í fjörutíu milljarðar króna. Samkvæmt íslenskum skattareglum sé mögulegt að dreifa skattgreiðslunni yfir sjö ára tímabil. Kerecis hafi verið selt árið 2023 fyrir um 180 milljarðar króna og 113 millljarðar króna hafi runnið til íslenskra hluthafa og þar af 22 milljarðar króna til hluthafa á Vestfjörðum. Styrkir skilað sér og vel það Verðmætasköpun Kerecis í formi sölutekna á heimsvísu á árunum 2013 til 2025 nemi um níutíu milljörðum króna, sem sé 125 sinnum meira en fyrirtækið hefur þegið í styrki. 130 manns starfi hjá fyrirtækinu á Íslandi. Áttatíu á Ísafirði og fimmtíu í Reykjavík. Kerecis hafi verið stofnað sem ráðgjafafyrirtæki undir nafninu FnF árið 2007 af Guðmundi Fertram Sigurjónssyni en fljótlega hafi nafninu verið breytt í Kerecis. Frá árinu 2010 hafi fyrirtækið einblínt á þróun sáraroðs, sem framleitt sé í höfuðstöðvum fyrirtækisins á Ísafirði. Flutningur á eignarhaldi hugverkanna hafi engin áhrif á starfsemi Kerecis á Íslandi og höfuðstðvar Kerecis verði áfram á Íslandi. Talsverður vöxtur hafi verið í starfsmannahaldi og umsvifum Kerecis á Íslandi síðan félagið var selt til Coloplast. „Það er afskaplega góð tilfinning að sjá núna svart á hvítu þau verðmæti sem stafsmenn Kerecis hafa skapað undanfarin ár. Hér er um háar upphæðir að ræða sem sannanlega sýna að nýsköpun, frumkvöðlastarf og hvetjandi starfsskilyrði knýja verðmætasköpun, fjölbreytni og velsæld fyrir okkur öll á Íslandi,“ er haft eftir Guðmundi Fertram.
Nýsköpun Ísafjarðarbær Heilbrigðismál Danmörk Skattar og tollar Mest lesið Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Fleiri fréttir Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Sjá meira