Áróðursblekkingar um Borgarlínu Þórarinn Hjaltason skrifar 19. desember 2023 09:01 Þann 6. maí 2022 birtist hér á Vísi greinin „Óskhyggja og sjálfsblekkingar í skipulagsmálum” eftir undirritaðan og Dr. Harald Sigþórsson, samgönguverkfræðing, sem nú er látinn. Við töldum að Svæðisskipilag höfuðborgarsvæðisins væri verulega gallað og að það sem hafi ráðið för við gerð þess hafi verið sambland af óskhyggju og sjálfsblekkingum. Síðan hafi mál þróast á þann veg að Borgarlínan og ofurþétting byggðar verða trúarbrögð þar sem ekki er tekið mark á efasemdarröddum og hálfsannleikur og hreinar rangfærslur taka völdin. Áhugasamir geta lesið greinina hér: Óskhyggja og sjálfsblekkingar í skipulagsmálum - Vísir (visir.is) Þann 6. þ.m. birtist grein hér á Vísi eftir Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóra Betri samgangna ohf (BS), þar sem hann ber saman áætlun um Borgarlínu á höfuðborgarsvæðinu með sína 250 þúsund íbúa saman við hágæða almenningssamgöngukerfi (eða áætlanir um þau) í meðalstórum borgum á Norðurlöndunum: Er of vont veður á höfuðborgarsvæðinu fyrir almenningssamgöngur? - Vísir (visir.is) Hann bendir á að flestar ef ekki allar þessar borgir séu með hærra hlutfall ferða með almenningssamgöngum og stefni á hærra hlutfall. Enn eina ferðina er Davíð Þorláksson með hálfsannleik og rangfærslur. Í þessum samanburði er hálfsannleikur einkum fólginn í því að framkvæmdastjórinn getur þess ekki að eftirfarandi aðstæður á höfuðborgarsvæðinu eru mjög frábrugðnar aðstæðum í norrænu borgunum: Höfuðborgarsvæðið er með miklu hærri bílaeign en þessar norrænu borgir. Það er staðreynd að há bílaeign þýðir að samkeppnishæfni almenningssamgangna gagnvart einkabílnum er mun lakari. Hinar norrænu borgirnar eru eldri og flestar með mjög gamlan og þröngan borgarkjarna sem byggðist að miklu leyti upp áður en bíllinn kom til sögunnar. Þar er því minna rými fyrir bíla í þröngum götum miðborganna og því meiri ástæða til að þjóna miðborg með góðum almenningssamgöngum. Reykjavík er bílaborg þar sem hin eiginlega miðborg er dreifð um mjög víðfeðmt svæði, allt frá Kvosinni upp í Ártúnshöfða. Auk þess má nefna stór miðsvæði eins og Mjóddina og Smárann í Kópavogi. Fyrir almenningssamgöngur er betra að miðborg sé ekki of dreifð landfræðilega séð. Norrænu löndin eru með góðar lestarsamgöngur með lestarstöð í miðborgunum. Það stuðlar að sjálfsögðu að því að þeir sem koma með lest utan af landi eiga auðvelt með að skipta yfir í strætó, hraðvagnakerfi (BRT) eða léttlest á aðallestarstöðinni. Framkvæmdastjóri BS hefði líka átt að geta þess að umfang væntanlegs Borgarlínukerfisins á höfuðborgarsvæðinu er tæplega 60 km og að hágæðakerfi hinna norrænu borganna munu ekki komast með tærnar þar sem höfuðborgarsvæðið er með hælana, nema Stavanger þar sem áætlað er hraðvagnakerfi (Bussveien) upp á 50 km. Það verður líklega Evrópumet í lengd hraðvagnakerfis þangað til Borgarlínan slær það kannski þó síðar verði. Ekki hefði sakað að geta þess að Norðmenn eiga digran olíusjóð og vita ekki aura sinna tal. Það sem telja verður að falli undir hreinar rangfærslur er að framkvæmdastjóri BS gefur í flestum tilvikum upp íbúafjölda hinna norrænu borganna í stað þess að gefa upp íbúafjölda viðkomandi borgarsvæða eða atvinnusvæða svo samanburðurinn verði raunhæfur. Eftirfarandi eru mestu frávikin: Lundur með sína 82.000 íbúa er á Malmösvæðinu sem telur nálægt 700.000 íbúa. Bergenborg er með 260.000 íbúa en á Bergensvæðinu búa 420.000 manns. Uppsalaborg er með 168.000 íbúa en á Uppsalasvæðinu búa um 300.000 manns. Í Álaborg (Ålborg by) búa 134.000 manns, en í öllu sveitarfélaginu (Ålborg kommune) búa 223.000 manns. Á Norður-Jótlandssvæðinu búa nálægt 600.000 manns skv. Wikipedia: Norður-Jótland - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið Í Odense búa rúmlega 200.000 manns en á Fjóni, sem er eitt atvinnusvæði, búa um 500.000 manns skv. Wikipedia: Odense - Wikipedia Það er til háborinnar skammar að framkvæmdastjóri opinbers fyrirtækins beri svona blekkingar á borð fyrir almenning. Í stuttu máli þá eru þessar norrænu borgir langt frá því að vera sambærilegar við höfuðborgarsvæðið. Höfundur er samgönguverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarlína Samgöngur Þórarinn Hjaltason Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þann 6. maí 2022 birtist hér á Vísi greinin „Óskhyggja og sjálfsblekkingar í skipulagsmálum” eftir undirritaðan og Dr. Harald Sigþórsson, samgönguverkfræðing, sem nú er látinn. Við töldum að Svæðisskipilag höfuðborgarsvæðisins væri verulega gallað og að það sem hafi ráðið för við gerð þess hafi verið sambland af óskhyggju og sjálfsblekkingum. Síðan hafi mál þróast á þann veg að Borgarlínan og ofurþétting byggðar verða trúarbrögð þar sem ekki er tekið mark á efasemdarröddum og hálfsannleikur og hreinar rangfærslur taka völdin. Áhugasamir geta lesið greinina hér: Óskhyggja og sjálfsblekkingar í skipulagsmálum - Vísir (visir.is) Þann 6. þ.m. birtist grein hér á Vísi eftir Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóra Betri samgangna ohf (BS), þar sem hann ber saman áætlun um Borgarlínu á höfuðborgarsvæðinu með sína 250 þúsund íbúa saman við hágæða almenningssamgöngukerfi (eða áætlanir um þau) í meðalstórum borgum á Norðurlöndunum: Er of vont veður á höfuðborgarsvæðinu fyrir almenningssamgöngur? - Vísir (visir.is) Hann bendir á að flestar ef ekki allar þessar borgir séu með hærra hlutfall ferða með almenningssamgöngum og stefni á hærra hlutfall. Enn eina ferðina er Davíð Þorláksson með hálfsannleik og rangfærslur. Í þessum samanburði er hálfsannleikur einkum fólginn í því að framkvæmdastjórinn getur þess ekki að eftirfarandi aðstæður á höfuðborgarsvæðinu eru mjög frábrugðnar aðstæðum í norrænu borgunum: Höfuðborgarsvæðið er með miklu hærri bílaeign en þessar norrænu borgir. Það er staðreynd að há bílaeign þýðir að samkeppnishæfni almenningssamgangna gagnvart einkabílnum er mun lakari. Hinar norrænu borgirnar eru eldri og flestar með mjög gamlan og þröngan borgarkjarna sem byggðist að miklu leyti upp áður en bíllinn kom til sögunnar. Þar er því minna rými fyrir bíla í þröngum götum miðborganna og því meiri ástæða til að þjóna miðborg með góðum almenningssamgöngum. Reykjavík er bílaborg þar sem hin eiginlega miðborg er dreifð um mjög víðfeðmt svæði, allt frá Kvosinni upp í Ártúnshöfða. Auk þess má nefna stór miðsvæði eins og Mjóddina og Smárann í Kópavogi. Fyrir almenningssamgöngur er betra að miðborg sé ekki of dreifð landfræðilega séð. Norrænu löndin eru með góðar lestarsamgöngur með lestarstöð í miðborgunum. Það stuðlar að sjálfsögðu að því að þeir sem koma með lest utan af landi eiga auðvelt með að skipta yfir í strætó, hraðvagnakerfi (BRT) eða léttlest á aðallestarstöðinni. Framkvæmdastjóri BS hefði líka átt að geta þess að umfang væntanlegs Borgarlínukerfisins á höfuðborgarsvæðinu er tæplega 60 km og að hágæðakerfi hinna norrænu borganna munu ekki komast með tærnar þar sem höfuðborgarsvæðið er með hælana, nema Stavanger þar sem áætlað er hraðvagnakerfi (Bussveien) upp á 50 km. Það verður líklega Evrópumet í lengd hraðvagnakerfis þangað til Borgarlínan slær það kannski þó síðar verði. Ekki hefði sakað að geta þess að Norðmenn eiga digran olíusjóð og vita ekki aura sinna tal. Það sem telja verður að falli undir hreinar rangfærslur er að framkvæmdastjóri BS gefur í flestum tilvikum upp íbúafjölda hinna norrænu borganna í stað þess að gefa upp íbúafjölda viðkomandi borgarsvæða eða atvinnusvæða svo samanburðurinn verði raunhæfur. Eftirfarandi eru mestu frávikin: Lundur með sína 82.000 íbúa er á Malmösvæðinu sem telur nálægt 700.000 íbúa. Bergenborg er með 260.000 íbúa en á Bergensvæðinu búa 420.000 manns. Uppsalaborg er með 168.000 íbúa en á Uppsalasvæðinu búa um 300.000 manns. Í Álaborg (Ålborg by) búa 134.000 manns, en í öllu sveitarfélaginu (Ålborg kommune) búa 223.000 manns. Á Norður-Jótlandssvæðinu búa nálægt 600.000 manns skv. Wikipedia: Norður-Jótland - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið Í Odense búa rúmlega 200.000 manns en á Fjóni, sem er eitt atvinnusvæði, búa um 500.000 manns skv. Wikipedia: Odense - Wikipedia Það er til háborinnar skammar að framkvæmdastjóri opinbers fyrirtækins beri svona blekkingar á borð fyrir almenning. Í stuttu máli þá eru þessar norrænu borgir langt frá því að vera sambærilegar við höfuðborgarsvæðið. Höfundur er samgönguverkfræðingur.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun