Segir sviptingu Árna Tómasar mögulega ekki hugsaða til enda Helena Rós Sturludóttir og Jón Þór Stefánsson skrifa 15. desember 2023 08:30 Kristín Davíðsdóttir, verkefnastjóri skaðaminnkunar á Landspítalanum, segir ákvörðun sem þessa hafa hræðilegar afleiðingar fyrir viðkvæman hóp fólks. Vísir/Einar Greint var frá því í gær að Árni Tómas Ragnarsson gigtarlæknir hafi verið sviptur læknaleyfi sínu að hluta og gæti ekki lengur ávísað lyfjum til sjúklinga sinna. Árni hefur aðstoðað hóp fíkla en hann aðhyllist skaðaminnkandi úrúrræði. „Þetta hefur hræðilegar afleiðingar fyrir þennan hóp fólks því þetta þýðir einfaldlega það að þau þurfa að verða sér úti um lyfin annars staðar og beita til þess aðferðum sem eru oft á tíðum mjög tíðum skaðlegar bæði fyrir þau sjálf og ekki síður samfélagið,“ segir Kristín Davíðsdóttir, verkefnastjóri skaðaminnkunar á Landspítalanum, um málið. Einstaklingarnir komi sennilega ekki til með að geta snúið sér annað. Vogur og SÁÁ sé ekki endilega raunhæfur kostur vegna mikillar vanfjármögnunar. Þá eigi þeir sjúklingar sem Árni hefur aðstoðað að baki tugi meðferða á Vogi og í langtímameðferðum. „Það er eitthvað sem hefur ekki verið að virka og það að við höfum meðferð eins og þessa sem hjálpar fólki að vera á fótum og lifa svona sæmilega góðu lífi. Margir eru með íbúð og ágætlega fúnkerandi í samfélaginu. Það er mjög mikilvægt fyrir fólk sem er í þessari stöðu,“ segir Kristín. Hún segist alla sem starfa í málaflokknum vita að það séu fleiri læknar sem geri þetta. „Það vita það allir sem starfa í þessum málaflokki, landlæknisembættið og eftirlitsaðilar líka að það eru fleiri læknar sem gera þetta. Mér finnst mjög bagalegt að það sé enginn sem komi fram og tjái sig um mikilvægi þess að sinna þessum hópi.“ Að sögn Kristínar sé Landlæknir vissulega að sinna sínu eftirlitshlutverki en hún segist velta því fyrir sér hvers vegna ákvörðunin sé tekin núna og hvort dæmið hafi verið hugsað til enda. „Þetta er sá sjúkdómur sem tekur hvað flest mannslíf af ungu fólki. Mér finnst algjört glapræði að ætla ekki að grípa inn í, að vera ekki búið að hugsa málið til enda.“ Heilbrigðismál Fíkn Lyf Landspítalinn Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Fleiri fréttir Veðurspáin fyrir helgina að skána FJallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Sjá meira
„Þetta hefur hræðilegar afleiðingar fyrir þennan hóp fólks því þetta þýðir einfaldlega það að þau þurfa að verða sér úti um lyfin annars staðar og beita til þess aðferðum sem eru oft á tíðum mjög tíðum skaðlegar bæði fyrir þau sjálf og ekki síður samfélagið,“ segir Kristín Davíðsdóttir, verkefnastjóri skaðaminnkunar á Landspítalanum, um málið. Einstaklingarnir komi sennilega ekki til með að geta snúið sér annað. Vogur og SÁÁ sé ekki endilega raunhæfur kostur vegna mikillar vanfjármögnunar. Þá eigi þeir sjúklingar sem Árni hefur aðstoðað að baki tugi meðferða á Vogi og í langtímameðferðum. „Það er eitthvað sem hefur ekki verið að virka og það að við höfum meðferð eins og þessa sem hjálpar fólki að vera á fótum og lifa svona sæmilega góðu lífi. Margir eru með íbúð og ágætlega fúnkerandi í samfélaginu. Það er mjög mikilvægt fyrir fólk sem er í þessari stöðu,“ segir Kristín. Hún segist alla sem starfa í málaflokknum vita að það séu fleiri læknar sem geri þetta. „Það vita það allir sem starfa í þessum málaflokki, landlæknisembættið og eftirlitsaðilar líka að það eru fleiri læknar sem gera þetta. Mér finnst mjög bagalegt að það sé enginn sem komi fram og tjái sig um mikilvægi þess að sinna þessum hópi.“ Að sögn Kristínar sé Landlæknir vissulega að sinna sínu eftirlitshlutverki en hún segist velta því fyrir sér hvers vegna ákvörðunin sé tekin núna og hvort dæmið hafi verið hugsað til enda. „Þetta er sá sjúkdómur sem tekur hvað flest mannslíf af ungu fólki. Mér finnst algjört glapræði að ætla ekki að grípa inn í, að vera ekki búið að hugsa málið til enda.“
Heilbrigðismál Fíkn Lyf Landspítalinn Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Fleiri fréttir Veðurspáin fyrir helgina að skána FJallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Sjá meira