Greindi frá árás Steinþórs á sofandi Tómas nokkrum vikum fyrr Jón Þór Stefánsson skrifar 12. desember 2023 11:26 Steinþór Einarsson, sakborningur málsins skoðar gögn áður en aðalmeðferð hófst í gærmorgun. Á móti honum situr Kolbrún Benediktsdóttir, saksóknari málsins. Vísir Frændi Tómasar Waagfjörð segir Steinþór Einarsson hafa ráðist á frænda sinn sofandi um tveimur mánuðum áður en Tómas lést af völdum stungusára. Steinþór sætir ákæru fyrir manndrápið en málið er til meðferðar hjá Héraðsdómi Norðurlands eystra. Í vitnisburði sínum í gær hélt Steinþór því fram að umræddur frændi Tómasar hefði getað komið í veg fyrir atburði kvöldsins. „Hann hefði vel getað komið í veg fyrir þetta allt saman. Hann hefði getað látið okkur vita hvernig Tómas væri, brýnandi hnífa og eitthvað,“ sagði Steinþór. Frændinn bjó hjá Tómasi á Ólafsfirði og lýsir aðdraganda andlátsins. Tómas og eiginkona hans hefðu átt í stormasömu sambandi. Daginn fyrir andlátið hefði eiginkona Tómasar ákveðið að fá inni hjá vinkonu sinni í íbúðinni á Ólafsfirði þar sem Tómas átti eftir að láta lífið. Tómas hefði umrætt kvöld sent frændann að ná í eiginkonuna en án árangurs. „Tommi varð mjög reiður, en ég sagði honum að hætta þessu kjaftæði. Hann fór inn í herbergi og kveikti á sjónvarpinu og ég hélt að þetta væri búið.“ Síðan segist frændinn hafa farið að sofa en vaknað til að sækja sér eitthvað í ísskápinn. Hann hafi þá orðið var við sjúkrabíla í götunni. Lögregla hafi handtekið hann og greint honum frá andláti Tómasar. „Ég brotnaði niður við það.“ Aðspurður út í hnífasafn Tómasar og hvort hann hafi verið duglegur að brýna hnífana svaraði frændinn: „Hann var mikill kokkur og var með einhvern kjöthníf sem hann var búinn að brýna nokkrum dögum áður, en það var ekkert þannig,“ sagði hann og gaf til kynna að brýningarnar hafi ekki verið í annarlegum tilgangi. „Ég hefði aldrei hleypt honum af stað hefði hann verið með hnífa með sér,“ sagði frændinn. Frændinn greindi fyrir dómi frá því að Steinþór hefði ráðist á Tómas um verslunarmannahelgina, tveimur mánuðum fyrr. Tómas hefði sagt honum frá árásinni en hann ekki sjálfur orðið vitni að henni. Lýsingin var á þá leið að Steinþór hafi ráðist á Tómas á meðan hann lá uppi í rúmi. Manndráp á Ólafsfirði Dómsmál Fjallabyggð Tengdar fréttir Stungusárin líklega ekki fyrir slysni Læknir sem fór yfir krufningarskýrslu Tómasar Waagfjörð í Ólafsfjarðarmálinu svokallaða segir ólíklegt að tvö stungusár sem eru talin hafa orðið Tómasi að bana hafi orðið fyrir tilstilli slysni. 12. desember 2023 11:12 Dularfulls blóðugs jógabolta sárt saknað Jógabolti hefur verið miðlægur í aðalmeðferð Ólafsfjarðamálsins svokallaða, sem varðar andlát Tómasar Waagfjörð sem Steinþór Einarsson er grunaður um að hafa orðið að bana í Ólafsfirði í október á síðasta ári. Fyrri hluti aðalmeðferðarinnar fór fram í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. 11. desember 2023 21:01 „Eins og að ganga inn í sláturhús“ Myndbandupptökur af tveimur lögregluskýrslum sem lögregla tók í fangelsinu Hólmsheiði af eiginkonu Tómasar Waagfjörð voru spilaðar í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag þar sem aðalmeðferð í Ólafsfjarðarmálinu svonefnda hófst. 11. desember 2023 16:18 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Fleiri fréttir Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Sjá meira
Í vitnisburði sínum í gær hélt Steinþór því fram að umræddur frændi Tómasar hefði getað komið í veg fyrir atburði kvöldsins. „Hann hefði vel getað komið í veg fyrir þetta allt saman. Hann hefði getað látið okkur vita hvernig Tómas væri, brýnandi hnífa og eitthvað,“ sagði Steinþór. Frændinn bjó hjá Tómasi á Ólafsfirði og lýsir aðdraganda andlátsins. Tómas og eiginkona hans hefðu átt í stormasömu sambandi. Daginn fyrir andlátið hefði eiginkona Tómasar ákveðið að fá inni hjá vinkonu sinni í íbúðinni á Ólafsfirði þar sem Tómas átti eftir að láta lífið. Tómas hefði umrætt kvöld sent frændann að ná í eiginkonuna en án árangurs. „Tommi varð mjög reiður, en ég sagði honum að hætta þessu kjaftæði. Hann fór inn í herbergi og kveikti á sjónvarpinu og ég hélt að þetta væri búið.“ Síðan segist frændinn hafa farið að sofa en vaknað til að sækja sér eitthvað í ísskápinn. Hann hafi þá orðið var við sjúkrabíla í götunni. Lögregla hafi handtekið hann og greint honum frá andláti Tómasar. „Ég brotnaði niður við það.“ Aðspurður út í hnífasafn Tómasar og hvort hann hafi verið duglegur að brýna hnífana svaraði frændinn: „Hann var mikill kokkur og var með einhvern kjöthníf sem hann var búinn að brýna nokkrum dögum áður, en það var ekkert þannig,“ sagði hann og gaf til kynna að brýningarnar hafi ekki verið í annarlegum tilgangi. „Ég hefði aldrei hleypt honum af stað hefði hann verið með hnífa með sér,“ sagði frændinn. Frændinn greindi fyrir dómi frá því að Steinþór hefði ráðist á Tómas um verslunarmannahelgina, tveimur mánuðum fyrr. Tómas hefði sagt honum frá árásinni en hann ekki sjálfur orðið vitni að henni. Lýsingin var á þá leið að Steinþór hafi ráðist á Tómas á meðan hann lá uppi í rúmi.
Manndráp á Ólafsfirði Dómsmál Fjallabyggð Tengdar fréttir Stungusárin líklega ekki fyrir slysni Læknir sem fór yfir krufningarskýrslu Tómasar Waagfjörð í Ólafsfjarðarmálinu svokallaða segir ólíklegt að tvö stungusár sem eru talin hafa orðið Tómasi að bana hafi orðið fyrir tilstilli slysni. 12. desember 2023 11:12 Dularfulls blóðugs jógabolta sárt saknað Jógabolti hefur verið miðlægur í aðalmeðferð Ólafsfjarðamálsins svokallaða, sem varðar andlát Tómasar Waagfjörð sem Steinþór Einarsson er grunaður um að hafa orðið að bana í Ólafsfirði í október á síðasta ári. Fyrri hluti aðalmeðferðarinnar fór fram í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. 11. desember 2023 21:01 „Eins og að ganga inn í sláturhús“ Myndbandupptökur af tveimur lögregluskýrslum sem lögregla tók í fangelsinu Hólmsheiði af eiginkonu Tómasar Waagfjörð voru spilaðar í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag þar sem aðalmeðferð í Ólafsfjarðarmálinu svonefnda hófst. 11. desember 2023 16:18 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Fleiri fréttir Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Sjá meira
Stungusárin líklega ekki fyrir slysni Læknir sem fór yfir krufningarskýrslu Tómasar Waagfjörð í Ólafsfjarðarmálinu svokallaða segir ólíklegt að tvö stungusár sem eru talin hafa orðið Tómasi að bana hafi orðið fyrir tilstilli slysni. 12. desember 2023 11:12
Dularfulls blóðugs jógabolta sárt saknað Jógabolti hefur verið miðlægur í aðalmeðferð Ólafsfjarðamálsins svokallaða, sem varðar andlát Tómasar Waagfjörð sem Steinþór Einarsson er grunaður um að hafa orðið að bana í Ólafsfirði í október á síðasta ári. Fyrri hluti aðalmeðferðarinnar fór fram í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. 11. desember 2023 21:01
„Eins og að ganga inn í sláturhús“ Myndbandupptökur af tveimur lögregluskýrslum sem lögregla tók í fangelsinu Hólmsheiði af eiginkonu Tómasar Waagfjörð voru spilaðar í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag þar sem aðalmeðferð í Ólafsfjarðarmálinu svonefnda hófst. 11. desember 2023 16:18