Söfnunin tók kipp: „Greinilegt að þetta snerti einhvern streng“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 4. desember 2023 18:22 Pökkunum hefur sýnilega fjölgað mikið síðan um helgina. Vísir/Silja Jólagjafasöfnun mæðrastyrksnefndar hefur svo sannarlega tekið kipp eftir umfjöllun helgarinnar um dræma þátttöku í söfnuninni. Markaðsstjóri Kringlunnar segir nú 2,5 milljónir hafa safnast af fjárframlögum auk fjölda pakka sem komið hefur verið fyrir undir jólatrénu í Kringlunni. Athygli vakti um helgina þegar Baldvina Snælaugsdóttir markaðsstjóri Kringlunnar lýsti yfir áhyggjum af dræmri þátttöku í söfnuninni, sem fer fram ár hvert í verslunarmiðstöðinni. „Ég vona bara að þetta taki kipp. Þetta hefur áður farið rólega af stað og tekið kipp en þetta er óvenjulegt, þess vegna hefur maður áhyggjur,“ sagði Baldvina í samtali við Vísi á laugardag. Nú segir Baldvina horfurnar mun betri. „Það er greinilegt að þetta snerti einhvern streng, að það væri að ganga svona illa að safna jólagjöfum handa börnunum okkar,“ segir hún. „Það fór allt af stað strax á laugardaginn. Þá fóru að myndast raðir við innpökkunarborðin,“ segir Baldvina, og segir pökkunum hafa fjölgað ört og fjárframlögum líka. Raunhæft að metinu verði náð Auk pakkasöfnunarinnar er hægt að styrkja verkefnið með frjálsum framlögum á vefsíðu Kringlunnar. Baldvina segir að í morgun hafi ótrúlegar tölur komið upp úr bókhaldinu þegar staða söfnunarinnar var skoðuð. „Það voru 2,5 milljónir sem komu á laugardag og sunnudag, þetta er alveg ótrúlegt,“ segir Baldvina. Baldvina Snælaugsdóttir er markaðsstjóri Kringlunnar. Aðspurð segir Baldvina að þegar best lét hafi framlögin numið um þrjár milljónir króna, þá fyrir allan desembermánuð. Hún segir því raunhæft markmið að metið verði slegið í ár. Baldvina segist himinlifandi yfir árangrinum og að skipuleggjendur verkefnisins hafi tekið gleði sína á ný eftir helgina. „Bara vá, ég trúi þessu varla,“ segir Baldvina að lokum. Kringlan Jól Góðverk Reykjavík Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Sjá meira
Athygli vakti um helgina þegar Baldvina Snælaugsdóttir markaðsstjóri Kringlunnar lýsti yfir áhyggjum af dræmri þátttöku í söfnuninni, sem fer fram ár hvert í verslunarmiðstöðinni. „Ég vona bara að þetta taki kipp. Þetta hefur áður farið rólega af stað og tekið kipp en þetta er óvenjulegt, þess vegna hefur maður áhyggjur,“ sagði Baldvina í samtali við Vísi á laugardag. Nú segir Baldvina horfurnar mun betri. „Það er greinilegt að þetta snerti einhvern streng, að það væri að ganga svona illa að safna jólagjöfum handa börnunum okkar,“ segir hún. „Það fór allt af stað strax á laugardaginn. Þá fóru að myndast raðir við innpökkunarborðin,“ segir Baldvina, og segir pökkunum hafa fjölgað ört og fjárframlögum líka. Raunhæft að metinu verði náð Auk pakkasöfnunarinnar er hægt að styrkja verkefnið með frjálsum framlögum á vefsíðu Kringlunnar. Baldvina segir að í morgun hafi ótrúlegar tölur komið upp úr bókhaldinu þegar staða söfnunarinnar var skoðuð. „Það voru 2,5 milljónir sem komu á laugardag og sunnudag, þetta er alveg ótrúlegt,“ segir Baldvina. Baldvina Snælaugsdóttir er markaðsstjóri Kringlunnar. Aðspurð segir Baldvina að þegar best lét hafi framlögin numið um þrjár milljónir króna, þá fyrir allan desembermánuð. Hún segir því raunhæft markmið að metið verði slegið í ár. Baldvina segist himinlifandi yfir árangrinum og að skipuleggjendur verkefnisins hafi tekið gleði sína á ný eftir helgina. „Bara vá, ég trúi þessu varla,“ segir Baldvina að lokum.
Kringlan Jól Góðverk Reykjavík Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Sjá meira