Jólavefur Vísis

Jólavefur Vísis

Allt um undirbúninginn, aðventuna, uppskriftir, jólalög og margt fleira.

Fréttamynd

Jóla­gjafir ís­lenskra vinnu­staða

Nú styttist óðum í að flestir landsmenn tylli sér við jólatréð og opni jólagjafir. Líkt og síðustu ár eru gjafabréfin vinsælust en miðað við samantekt Vísis verður brjálað að gera í Kringlunni á næstunni.

Lífið

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Hvar er opið á að­fanga­dag?

Aðfangadagur jóla er runninn upp en oftar en ekki þarf að skreppa út í búð að græja rjómann í sósuna eða jafnvel síðustu jólagjafirnar. Þá er gott að vita hvar er opið og hversu lengi.

Innlent
Fréttamynd

Jólin verða rauð eftir allt saman

Sunnan hvassviðri eða stormur er í fullum gangi á landinu í dag. Hvassast er á norðanverðu landinu. Auk þess er spáð talsverðri eða mikilli rigningu á sunnan- og vestanverðu landinu.

Veður
Fréttamynd

Glæ­nýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi

Söguleg tíðindi er að finna í síðasta bóksölulista Fíbút fyrir þessi jólin. Kvöldsónata Ólafs Jóhanns Ólafssonar er komin í efsta sætið eftir stærstu bóksöluviku ársins. Hann skákar þar Arnaldi Indriðasyni sem hefur verið óskoraður konungur bóksölulistans undanfarin þrjátíu árin eða svo.

Menning
Fréttamynd

Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þor­lákur

Þorláksmessan er mörgum dagur síðustu handtaka og óyfirstrikaðra lista. Verslanir borgarinnar eru opnar og fullar af fólki langt fram eftir kvöldi. Klakalagðar götur miðbæjarins eru troðnar og slabbið spýtist upp undan hjólbörðunum á helstu umferðaræðum, enda jólin á morgun og alltaf er eitthvað sem eftir á að gera. Í öllu áreitinu ber nafn Þorláks helga oft á góma, oft bara lesið upp af Vísindavefnum af símaskjám sem svar við spurningunni: „Hver var þessi Þorlákur eiginlega sem gaf deginum í dag nafn sitt?“

Lífið
Fréttamynd

Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu?

Jólin virðast svo sjálfsagður hluti af íslenskri menningu að maður gæti haldið að við hefðum alltaf haldið þau hátíðleg eins og við gerum í dag. Við tengjum þau við laufabrauð, smákökur, skammdegi, kirkjuferðir og ljós í gluggum í bæjum og þorpum um land allt.

Skoðun
Fréttamynd

Hiti geti mest náð á­tján stigum

Veðurviðvaranir munu einkenna jólahátíðina í flestum landshlutum og munu þær fyrstu taka gildi eftir hádegi á morgun á Breiðafirði og Vestfjörðum. Í kjölfarið dreifast þær yfir landið og ná hámæli á aðfangadag. Hiti getur hæst náð átján stigum, að sögn Veðurstofunnar. 

Veður
Fréttamynd

Lík­legt að hitamet verði slegið um jólin

Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur telur líklegt að hitamet verði slegið á aðfangadag og jóladag. Það sé klárt að það verði rauð jól. Í stað þess að ökumenn þurfi að hafa varann á vegna snjókomu og hálku þurfa þeir frekar að huga að vindhviðum og rigningu.

Veður
Fréttamynd

Skemmdir í kirkju­görðum vegna aksturs utan vegar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu minnir fólk á að leggja í sérmerkt bílastæði í kirkjugörðum höfuðborgarsvæðisins og að aka aðeins á malbikuðum vegum ætli það að heimsækja látna ástvini sína um hátíðarnar. Kirkjugarðarnir verða opnir allar hátíðarnar og má búast við mikilli umferð. 

Innlent
Fréttamynd

Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleði­legra jóla

Nú eru bara tveir dagar í jól, fólk ýmist í jólastresskasti eða komið í jólakósý. Tónlistarmenn landsins eru alveg að klára sína jólatónleikatörn til að eiga salt í möndlugrautinn og áhrifavaldar keppast við að fanga myrkrið á filmu.

Lífið
Fréttamynd

Færir nýársboðið fram á þrettándann

Nýársboð forseta verður haldið á þrettánda degi jóla frekar en á nýársdag eins og hefð gerir ráð fyrir. Forsetaritari segir þetta gert til þess að komast til móts við ábendingar gesta sem vilji frekar verja nýársdegi með fjölskyldu sinni.

Innlent
Fréttamynd

„Við byrjuðum að hlusta á jóla­lög í júlí“

Þrjár vinkonur til tuttugu ára segjast taka því alvarlega að sjá um að gera klæði fyrir jólasveina sem eru á leiðinni til byggða í mátun enda verkefnið frá Grýlu sjálfri. Búningar á börn rjúka út eins og heitar lummur hjá kempunum. 

Lífið
Fréttamynd

Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa

Neytendasamtökunum berast í hverri viku kvartanir vegna gildistíma gjafabréfa og flestar eru vegna fyrirtækjanna Dineout og Óskaskríns. Formaður samtakanna segir gjafabréfin ekkert annað en fjárkröfu sem eigi að gilda í fjögur ár.

Neytendur
Fréttamynd

Mikils virði að gefa fólki frelsi til að velja

„Það á að vera einfalt að gefa og þiggja og það er okkar nálgun, einföld að öllu leiti og notendavæn,“ segir Una María Unnarsdóttir, sölu og markaðsstjóri splunkunýrra rafrænna gjafabréfa sem komu á markaðinn í lok nóvember.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Fjöl­breyttir jóla­smáréttir frá Kjarnafæði

Eitt af því sem við öll elskum við jólin er lokkandi ilmur úr eldhúsinu af hefðbundnum réttum sem vekja upp ljúfar minningar. En það er alltaf pláss fyrir spennandi nýjungar á jólaborðum landsmanna, bæði í aðdraganda jóla og yfir hátíðirnar.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana

Jólabækurnar eru oftast ódýrastar í Bónus en þar er líka minnsta úrvalið. Ef lágvöruverslanirnar Bónus og Nettó eru undanskildar, var lægsta verðið oftast að finna í Bóksölu Stúdenta. Allt að 1500 krónu munur getur verið á kaupverði bóka milli verslana.

Neytendur
Fréttamynd

Stormur gæti skollið á landið á að­fanga­dag

Veðurfræðingur segir of snemmt að segja til um hvort jólin í ár verði rauð eða hvít. Hann tekur þó fram að hæð verður yfir landinu með rólindis veðri eftir jóladag en búast megi við því að hvöss suðvestanátt lendi á landinu á aðfangadag.

Innlent
Fréttamynd

Snéru upp á klassískt jóla­lag

„Þessi fyrirsögn kom til mín í draumi og mér fannst hún henta einstaklega vel,“ segir Haukur Viðar Alfreðsson glottandi en hann er hugmyndasmiðurinn á bak við sniðugt slagorð jólalínu Essie þessi jólin sem hefur vakið athygli; „Ég lakka svo til“.

Lífið samstarf