„Sorglegt“ ef pökkunum undir trénu fer ekki að fjölga Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. desember 2023 13:47 Pakkarnir undir trénu eru færri en þeir hafa verið á sama tíma síðustu ár. Árleg jólagjafasöfnun Kringlunnar fyrir börn sem búa við bágan kost fer mjög illa af stað. Markaðsstjóri Kringlunnar segir það verða sorglega niðurstöðu ef söfnunin taki ekki við sér. „Þetta kom strax í ljós þegar við vorum að kveikja á trénu fyrir viku,“ segir Baldvina Snælaugsdóttir, markaðsstjóri Kringlunnar. Mbl greindi fyrst frá dræmri þátttöku í söfnuninni. „Það er svona flott athöfn sem við höldum og mjög vel sótt. Það hefur verið svona upphafið, og við byrjum pakkasöfnunina um leið. Margar fjölskyldur sem koma með pakka, börnin fara með, kaupa gjafir, pakka inn og setja undir tréð. Þarna sáum við bara strax að það var eitthvað mjög skrýtið í gangi, og mjög lítið sem kom þann dag. Svo hefur öll þessi vika bara verið mjög róleg,“ segir Baldvina. Nokkrir pakkar séu komnir undir tréð og hún sé auðvitað þakklát fyrir hvern og einn þeirra. Þeir séu þó mun færri en á sama tíma flest undanfarin ár. Baldvina Snælaugsdóttir er markaðsstjóri Kringlunnar. Ekki óvænt Baldvina segist geta getið sér til um ástæður dræmrar þátttöku í söfnuninni þetta árið. „Eins og staðan er núna á vaxtamálum, fólk finnur mikið fyrir því og þarf meira að halda að sér höndum, hugsa um hverja krónu og vera skynsöm um því hverju er eytt og hvernig er verslað. Svo hefur fólk kannski áhyggjur af framtíðinni, það er auðvitað ekki gott hljóð í forystumönnum verkalýðshreyfingarinnar, og það gæti stefnt í erfiðan vetur,“ segir Baldvina. Þegar fólk fari að spara séu safnanir eins og þessi oftar en ekki efst á niðurskurðarlistanum. „Því miður. En það þarf svo lítið til þess að gera svo mikið. En ég vona bara að þetta taki kipp. Þetta hefur áður farið rólega af stað og tekið kipp en þetta er óvenjulegt, þess vegna hefur maður áhyggjur.“ Dræm þátttaka hafi ekki komið sérstaklega á óvart. „Ég var hrædd um þetta. Þær hjálparstofnanir sem við erum í miklu samstarfi við, Fjölskylduhjálp, Mæðrastyrksnefnd og Hjálparstarf kirkjunnar, eru byrjaðar að minna vel á sig. Hvort það verði ekki örugglega munað eftir þeim þegar við erum að deila út, eins og síðustu ár. Maður finnur að þau hafi áhyggjur. Þannig að þetta var viðbúið, en kannski ekki að þetta yrði svona slæmt,“ segir Baldvina. Jólaálfar á vegum Kringlunnar taka að sér að kaupa gjafir fyrir þau framlög sem berast á vefsíðu Kringlunnar. Bendir á jólaálfana Baldvina bendir á að einnig sé tekið á móti frjálsum framlögum á vefsíðu Kringlunnar. „Þá erum við með svona jólaálfa sem fara fyrir okkur og kaupa gjafir fyrir það sem safnast. Þetta safnast allt saman þannig að fimmhundruðkall er bara hellingur. Þegar allt kemur saman þá getur þetta orðið ansi stórt.“ Samtakamáttur Íslendinga hafi sýnt sig og sannað áður, og geri það vonandi núna. „Við erum að tala um jólagjafir fyrir börn. Jólin eru hátíð barnanna og mér finnst sorglegt ef okkur tekst ekki að styðja við bakið á þeim sem minnst mega sín,“ segir Baldvina. „En, við vonum það besta og ég trúi því að það rætist úr þessu.“ Kringlan Jól Reykjavík Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Fleiri fréttir Fossvogsbrúin álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Sjá meira
„Þetta kom strax í ljós þegar við vorum að kveikja á trénu fyrir viku,“ segir Baldvina Snælaugsdóttir, markaðsstjóri Kringlunnar. Mbl greindi fyrst frá dræmri þátttöku í söfnuninni. „Það er svona flott athöfn sem við höldum og mjög vel sótt. Það hefur verið svona upphafið, og við byrjum pakkasöfnunina um leið. Margar fjölskyldur sem koma með pakka, börnin fara með, kaupa gjafir, pakka inn og setja undir tréð. Þarna sáum við bara strax að það var eitthvað mjög skrýtið í gangi, og mjög lítið sem kom þann dag. Svo hefur öll þessi vika bara verið mjög róleg,“ segir Baldvina. Nokkrir pakkar séu komnir undir tréð og hún sé auðvitað þakklát fyrir hvern og einn þeirra. Þeir séu þó mun færri en á sama tíma flest undanfarin ár. Baldvina Snælaugsdóttir er markaðsstjóri Kringlunnar. Ekki óvænt Baldvina segist geta getið sér til um ástæður dræmrar þátttöku í söfnuninni þetta árið. „Eins og staðan er núna á vaxtamálum, fólk finnur mikið fyrir því og þarf meira að halda að sér höndum, hugsa um hverja krónu og vera skynsöm um því hverju er eytt og hvernig er verslað. Svo hefur fólk kannski áhyggjur af framtíðinni, það er auðvitað ekki gott hljóð í forystumönnum verkalýðshreyfingarinnar, og það gæti stefnt í erfiðan vetur,“ segir Baldvina. Þegar fólk fari að spara séu safnanir eins og þessi oftar en ekki efst á niðurskurðarlistanum. „Því miður. En það þarf svo lítið til þess að gera svo mikið. En ég vona bara að þetta taki kipp. Þetta hefur áður farið rólega af stað og tekið kipp en þetta er óvenjulegt, þess vegna hefur maður áhyggjur.“ Dræm þátttaka hafi ekki komið sérstaklega á óvart. „Ég var hrædd um þetta. Þær hjálparstofnanir sem við erum í miklu samstarfi við, Fjölskylduhjálp, Mæðrastyrksnefnd og Hjálparstarf kirkjunnar, eru byrjaðar að minna vel á sig. Hvort það verði ekki örugglega munað eftir þeim þegar við erum að deila út, eins og síðustu ár. Maður finnur að þau hafi áhyggjur. Þannig að þetta var viðbúið, en kannski ekki að þetta yrði svona slæmt,“ segir Baldvina. Jólaálfar á vegum Kringlunnar taka að sér að kaupa gjafir fyrir þau framlög sem berast á vefsíðu Kringlunnar. Bendir á jólaálfana Baldvina bendir á að einnig sé tekið á móti frjálsum framlögum á vefsíðu Kringlunnar. „Þá erum við með svona jólaálfa sem fara fyrir okkur og kaupa gjafir fyrir það sem safnast. Þetta safnast allt saman þannig að fimmhundruðkall er bara hellingur. Þegar allt kemur saman þá getur þetta orðið ansi stórt.“ Samtakamáttur Íslendinga hafi sýnt sig og sannað áður, og geri það vonandi núna. „Við erum að tala um jólagjafir fyrir börn. Jólin eru hátíð barnanna og mér finnst sorglegt ef okkur tekst ekki að styðja við bakið á þeim sem minnst mega sín,“ segir Baldvina. „En, við vonum það besta og ég trúi því að það rætist úr þessu.“
Kringlan Jól Reykjavík Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Fleiri fréttir Fossvogsbrúin álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Sjá meira