Fjölmiðlamaður snýr sér að útförum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. nóvember 2023 10:18 Guðmundur Örn Jóhannsson ætlar að snúa sér að útfararþjónustu. Guðmundur Örn Jóhannsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Torgi og sjónvarpsstjóri ÍNN, hefur ákveðið að kveðja fjölmiðlabransann í bili og snúa sér að útförum. Hann hefur gengið til liðs við Úfararstofu Íslands. Guðmundur var síðast framkvæmdastjóri sölu, markaðsmála og dagskrárgerðar hjá Torgi sem gaf út Fréttablaðið. Fyrirtækið varð gjaldþrota í vor og var útgáfu Fréttablaðsins hætt. „Eftir að hafa tekið mér gott frí í sumar eftir fjölmiðlabransann tók ég ákvörðun um að ganga til liðs við félaga minn Sverri Einarsson (Lelli) hjá Útfararstofu Íslands,“ segir Guðmundur Örn í færslu á Facebook. Sverrir og Guðmundur Örn eiga báðir sterka tengingu við knattspyrnuna. Sverrir var á sínum tíma formaður knattspyrnudeildar Fram en Guðmundur er faðir Jóhanns Berg Guðmundssonar, fyrirliða karlalandsliðsins í knattspyrnu. „Sverrir hefur sinnt útfararstjórn af alúð og fagmennsku í yfir 40 ár. Ég mun sinna framkvæmdastjórn auk þess að aðstoða við útfarir. Ég ber mikla virðingu fyrir þessu starfi en þar reynir á að vera til staðar fyrir aðstandendur á erfiðum tímum og halda utan um allan undirbúning er við kemur útför,“ segir Guðmundur Örn. „Ég mun sinna þessu starfi, með þá lífsreynslu sem ég hef úr lífi og starfi, af alúð og virðingu fyrir aðstandendum og hinum látna.“ Guðmundur Örn var á sínum tíma framkvæmdastjóri Landsbjargar og síðar sjónvarpsstjóri hjá ÍNN. Þar hætti hann eftir níu mánuði í starfi. Aðalástæða brotthvarfsins var sú að dóttir Guðmundar og sonur Ingva Hrafns Jónssonar, stofnanda stöðvarinnar, áttu í ástarsambandi. „Við töldum ekki vænlegt að tveir tengdapabbar væru að vinna saman en starfslok mín voru gerð í mesta bróðerni,“ sagði Guðmundur Örn á þeim tímamótum. Ingvi Hrafn tók við starfi sjónvarpsstjóra en útsendingum á stöðinni var svo hætt í nóvember 2017. Guðmundur Örn stofnaði síðar sjónvarpsstöðina Hringbraut með Sigmundi Erni Rúnarssyni og Sigurði K. Kolbeinssyni. Hann varð stjórnarformaður og var stærsti hluthafi í fjölmiðlafyrirtækinu sem sameinaðist Fréttablaðinu árið 2019. Fjölmiðlar Vistaskipti Kirkjugarðar Tengdar fréttir Framsókn, Sjálfstæðismenn og Viðreisn fengu umfjöllun með auglýsingakaupum Fjölmiðlanefnd er með til athugunar hvort Hringbraut hafi brotið gegn reglum um hlutlægni í fréttum og fréttatengdu efni með umfjöllun sinni um stjórnmálaflokka í aðdraganda kosninga. 2. maí 2017 07:00 Breytinga að vænta hjá ÍNN Nýr sjónvarpsstjóri segir aðstöðin verði tekin á næsta stig. 26. apríl 2014 13:31 Jón Svanberg verður framkvæmdastjóri Landsbjargar Jón Svanberg Hjartarson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Jón hefur verið félagi í Björgunarsveitinni Sæbjörgu á Flateyri frá 1986 og sat í stjórn hennar frá 1989- 2002, þar af sem formaður 1996-2002. Hann var umsjónarmaður unglingadeildar sveitarinnar 1989-2003 og var kjörinn í stjórn SL árið 2011. 29. nóvember 2012 14:26 Mest lesið „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Atvinnulíf Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Sjá meira
Guðmundur var síðast framkvæmdastjóri sölu, markaðsmála og dagskrárgerðar hjá Torgi sem gaf út Fréttablaðið. Fyrirtækið varð gjaldþrota í vor og var útgáfu Fréttablaðsins hætt. „Eftir að hafa tekið mér gott frí í sumar eftir fjölmiðlabransann tók ég ákvörðun um að ganga til liðs við félaga minn Sverri Einarsson (Lelli) hjá Útfararstofu Íslands,“ segir Guðmundur Örn í færslu á Facebook. Sverrir og Guðmundur Örn eiga báðir sterka tengingu við knattspyrnuna. Sverrir var á sínum tíma formaður knattspyrnudeildar Fram en Guðmundur er faðir Jóhanns Berg Guðmundssonar, fyrirliða karlalandsliðsins í knattspyrnu. „Sverrir hefur sinnt útfararstjórn af alúð og fagmennsku í yfir 40 ár. Ég mun sinna framkvæmdastjórn auk þess að aðstoða við útfarir. Ég ber mikla virðingu fyrir þessu starfi en þar reynir á að vera til staðar fyrir aðstandendur á erfiðum tímum og halda utan um allan undirbúning er við kemur útför,“ segir Guðmundur Örn. „Ég mun sinna þessu starfi, með þá lífsreynslu sem ég hef úr lífi og starfi, af alúð og virðingu fyrir aðstandendum og hinum látna.“ Guðmundur Örn var á sínum tíma framkvæmdastjóri Landsbjargar og síðar sjónvarpsstjóri hjá ÍNN. Þar hætti hann eftir níu mánuði í starfi. Aðalástæða brotthvarfsins var sú að dóttir Guðmundar og sonur Ingva Hrafns Jónssonar, stofnanda stöðvarinnar, áttu í ástarsambandi. „Við töldum ekki vænlegt að tveir tengdapabbar væru að vinna saman en starfslok mín voru gerð í mesta bróðerni,“ sagði Guðmundur Örn á þeim tímamótum. Ingvi Hrafn tók við starfi sjónvarpsstjóra en útsendingum á stöðinni var svo hætt í nóvember 2017. Guðmundur Örn stofnaði síðar sjónvarpsstöðina Hringbraut með Sigmundi Erni Rúnarssyni og Sigurði K. Kolbeinssyni. Hann varð stjórnarformaður og var stærsti hluthafi í fjölmiðlafyrirtækinu sem sameinaðist Fréttablaðinu árið 2019.
Fjölmiðlar Vistaskipti Kirkjugarðar Tengdar fréttir Framsókn, Sjálfstæðismenn og Viðreisn fengu umfjöllun með auglýsingakaupum Fjölmiðlanefnd er með til athugunar hvort Hringbraut hafi brotið gegn reglum um hlutlægni í fréttum og fréttatengdu efni með umfjöllun sinni um stjórnmálaflokka í aðdraganda kosninga. 2. maí 2017 07:00 Breytinga að vænta hjá ÍNN Nýr sjónvarpsstjóri segir aðstöðin verði tekin á næsta stig. 26. apríl 2014 13:31 Jón Svanberg verður framkvæmdastjóri Landsbjargar Jón Svanberg Hjartarson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Jón hefur verið félagi í Björgunarsveitinni Sæbjörgu á Flateyri frá 1986 og sat í stjórn hennar frá 1989- 2002, þar af sem formaður 1996-2002. Hann var umsjónarmaður unglingadeildar sveitarinnar 1989-2003 og var kjörinn í stjórn SL árið 2011. 29. nóvember 2012 14:26 Mest lesið „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Atvinnulíf Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Sjá meira
Framsókn, Sjálfstæðismenn og Viðreisn fengu umfjöllun með auglýsingakaupum Fjölmiðlanefnd er með til athugunar hvort Hringbraut hafi brotið gegn reglum um hlutlægni í fréttum og fréttatengdu efni með umfjöllun sinni um stjórnmálaflokka í aðdraganda kosninga. 2. maí 2017 07:00
Breytinga að vænta hjá ÍNN Nýr sjónvarpsstjóri segir aðstöðin verði tekin á næsta stig. 26. apríl 2014 13:31
Jón Svanberg verður framkvæmdastjóri Landsbjargar Jón Svanberg Hjartarson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Jón hefur verið félagi í Björgunarsveitinni Sæbjörgu á Flateyri frá 1986 og sat í stjórn hennar frá 1989- 2002, þar af sem formaður 1996-2002. Hann var umsjónarmaður unglingadeildar sveitarinnar 1989-2003 og var kjörinn í stjórn SL árið 2011. 29. nóvember 2012 14:26