Vill svör um afhendingu ríkisborgara vegna máls Eddu Bjarkar Árni Sæberg skrifar 29. nóvember 2023 23:03 Diljá Mist Einarsdóttir er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Diljá Mist Einarsdóttir hefur lagt fram fyrirspurn til dómsmálaráðherra um handtöku og afhendingu íslenskra ríkisborgara. Tilefnið er mál Eddu Bjarkar Arnardóttur, sem var handtekin í gær og til stendur að afhenda norskum yfirvöldum. Edda Björk var handtekin á grundvelli evrópskrar handtökuskipunar vegna forræðisdeilna hennar við eiginmann sinn fyrrverandi. Sá er íslenskur en býr í Noregi. Hann fer einn með forsjá sona þeirra þriggja og eru þeir með lögheimili hjá honum en Edda Björk flutti þá til Íslands. Diljá Mist telur mál Eddu Bjarkar mjög sjaldgæft og lagði því fram fyrirspurn til Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra í dag. Í fyrirspurninni spyr hún í fyrsta lagi hversu oft íslenskir ríkisborgarar hafi verið handteknir frá byrjun árs 2016 og afhentir öðru ríki á grundvelli handtökuskipunar vegna fyrirhugaðra réttarhalda og í hversu mörgum slíkum tilfellum dagsetning réttarhalda hafi ekki legið fyrir. Edda Björk sagði í yfirlýsingu í gær að hún hefði ekki gefið sig fram við lögreglu hér á landi þar sem dagsetning mögulegra réttarhalda í Noregi hefði ekki verið ákveðin og hún vildi ekki vera framseld í gæsluvarðhald í óskilgreindan tíma. Spyr hvort ríkissaksóknari hafi frestað afhendingu Í öðru lagi spyr Diljá Mist hvort ríkissaksóknari hafi frestað afhendingu íslenskra ríkisborgara. Í lögum um handtöku og afhendingu manna til og frá Íslandi vegna refsiverðra verknaða á grundvelli handtökuskipunar segir að þegar endanleg ákvörðun um afhendingu á grundvelli norrænnar handtökuskipunar liggur fyrir skuli afhenda eftirlýstan mann innan fimm sólarhringa. Ef eftirlýstur maður hefur ekki samþykkt afhendingu getur hann krafist úrskurðar héraðsdóms um hvort skilyrði laga fyrir afhendingu séu fyrir hendi. Ekki liggur fyrir hvort Edda Björk hafi farið fram á úrskurð héraðsdóms en úrskurður héraðsdóms um gæsluvarðhald yfir henni var kveðinn upp í gærkvöldi. Þá segir í lögunum að ríkissaksóknara sé heimilt að fresta afhendingu ef ríkar mannúðarástæður mæla með því. Loks spyr Diljá Mist hvort afhending íslenskra ríkisborgara hafi verið tímabundin samkvæmt umsömdum skilyrðum. Fyrirspurn Diljár Mistar í heild sinni: Hversu oft hafa íslenskir ríkisborgarar verið handteknir frá byrjun árs 2016 og afhentir öðru ríki á grundvelli handtökuskipunar vegna fyrirhugaðra réttarhalda? Í hversu mörgum þessara tilfella lá dagsetning réttarhalda ekki fyrir? Svar óskast sundurliðað eftir ríkjum, þeim afbrotum sem viðkomandi aðilar voru grunaðir um og eftir því hvort dagsetning réttarhalda lá fyrir eða ekki. Hefur ríkissaksóknari frestað afhendingu íslenskra ríkisborgara? Svar óskast sundurliðað eftir ástæðum og eftir ríkjum og afbrotum sem lágu til grundvallar. Hefur afhending íslenskra ríkisborgara verið tímabundin samkvæmt umsömdum skilyrðum? Svar óskast sundurliðað eftir skilyrðum og eftir ríkjum og afbrotum sem lágu til grundvallar. Þingið hefur áhuga á málinu Diljá Mist er ekki fyrst þingmanna til þess að vekja athygli á málinu. Tómas A. Tómasson, þingmaður Flokks fólksins beindi fyrirspurn til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í þinginu í dag þar sem hann vildi fá að vita eitt og annað um handtöku Eddu Bjarkar. Katrín þakkaði Tómasi fyrir spurningarnar og kvaðst munu kynna sér málið betur í ljósi fyrirspurnar hans. Þá tók hún undir með honum að mikilvægt væri að hagsmunir barnanna væru í fyrirrúmi sem og barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna. Alþingi Lögreglumál Dómsmál Noregur Börn og uppeldi Mál Eddu Bjarkar Tengdar fréttir Mál Eddu Bjarkar ratar í pontu Alþingis Tómas A. Tómasson Flokki fólksins beindi fyrirspurn til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra þar sem hann vildi fá að vita eitt og annað um handtöku Eddu Bjarkar Arnardóttur, en forræðisdeila hennar hefur verið mjög í fréttum undanfarna daga. 29. nóvember 2023 15:55 Fólk sem hýsi drengina megi búast við kæru Leifur Runólfsson, lögmaður barnsföður Eddu Bjarkar Arnardóttur segir að mikilvægt sé að drengirnir þeirra finnist sem fyrst. Í yfirlýsingu biðlar hann til almennings sem kunni að hafa vitneskju um þá að hafa samband við lögreglu. 29. nóvember 2023 13:19 Lýsa eftir Eddu Björk Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Eddu Björk Arnardóttur vegna norrænnar handtökuskipunar. 27. nóvember 2023 16:55 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Sjá meira
Edda Björk var handtekin á grundvelli evrópskrar handtökuskipunar vegna forræðisdeilna hennar við eiginmann sinn fyrrverandi. Sá er íslenskur en býr í Noregi. Hann fer einn með forsjá sona þeirra þriggja og eru þeir með lögheimili hjá honum en Edda Björk flutti þá til Íslands. Diljá Mist telur mál Eddu Bjarkar mjög sjaldgæft og lagði því fram fyrirspurn til Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra í dag. Í fyrirspurninni spyr hún í fyrsta lagi hversu oft íslenskir ríkisborgarar hafi verið handteknir frá byrjun árs 2016 og afhentir öðru ríki á grundvelli handtökuskipunar vegna fyrirhugaðra réttarhalda og í hversu mörgum slíkum tilfellum dagsetning réttarhalda hafi ekki legið fyrir. Edda Björk sagði í yfirlýsingu í gær að hún hefði ekki gefið sig fram við lögreglu hér á landi þar sem dagsetning mögulegra réttarhalda í Noregi hefði ekki verið ákveðin og hún vildi ekki vera framseld í gæsluvarðhald í óskilgreindan tíma. Spyr hvort ríkissaksóknari hafi frestað afhendingu Í öðru lagi spyr Diljá Mist hvort ríkissaksóknari hafi frestað afhendingu íslenskra ríkisborgara. Í lögum um handtöku og afhendingu manna til og frá Íslandi vegna refsiverðra verknaða á grundvelli handtökuskipunar segir að þegar endanleg ákvörðun um afhendingu á grundvelli norrænnar handtökuskipunar liggur fyrir skuli afhenda eftirlýstan mann innan fimm sólarhringa. Ef eftirlýstur maður hefur ekki samþykkt afhendingu getur hann krafist úrskurðar héraðsdóms um hvort skilyrði laga fyrir afhendingu séu fyrir hendi. Ekki liggur fyrir hvort Edda Björk hafi farið fram á úrskurð héraðsdóms en úrskurður héraðsdóms um gæsluvarðhald yfir henni var kveðinn upp í gærkvöldi. Þá segir í lögunum að ríkissaksóknara sé heimilt að fresta afhendingu ef ríkar mannúðarástæður mæla með því. Loks spyr Diljá Mist hvort afhending íslenskra ríkisborgara hafi verið tímabundin samkvæmt umsömdum skilyrðum. Fyrirspurn Diljár Mistar í heild sinni: Hversu oft hafa íslenskir ríkisborgarar verið handteknir frá byrjun árs 2016 og afhentir öðru ríki á grundvelli handtökuskipunar vegna fyrirhugaðra réttarhalda? Í hversu mörgum þessara tilfella lá dagsetning réttarhalda ekki fyrir? Svar óskast sundurliðað eftir ríkjum, þeim afbrotum sem viðkomandi aðilar voru grunaðir um og eftir því hvort dagsetning réttarhalda lá fyrir eða ekki. Hefur ríkissaksóknari frestað afhendingu íslenskra ríkisborgara? Svar óskast sundurliðað eftir ástæðum og eftir ríkjum og afbrotum sem lágu til grundvallar. Hefur afhending íslenskra ríkisborgara verið tímabundin samkvæmt umsömdum skilyrðum? Svar óskast sundurliðað eftir skilyrðum og eftir ríkjum og afbrotum sem lágu til grundvallar. Þingið hefur áhuga á málinu Diljá Mist er ekki fyrst þingmanna til þess að vekja athygli á málinu. Tómas A. Tómasson, þingmaður Flokks fólksins beindi fyrirspurn til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í þinginu í dag þar sem hann vildi fá að vita eitt og annað um handtöku Eddu Bjarkar. Katrín þakkaði Tómasi fyrir spurningarnar og kvaðst munu kynna sér málið betur í ljósi fyrirspurnar hans. Þá tók hún undir með honum að mikilvægt væri að hagsmunir barnanna væru í fyrirrúmi sem og barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna.
Alþingi Lögreglumál Dómsmál Noregur Börn og uppeldi Mál Eddu Bjarkar Tengdar fréttir Mál Eddu Bjarkar ratar í pontu Alþingis Tómas A. Tómasson Flokki fólksins beindi fyrirspurn til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra þar sem hann vildi fá að vita eitt og annað um handtöku Eddu Bjarkar Arnardóttur, en forræðisdeila hennar hefur verið mjög í fréttum undanfarna daga. 29. nóvember 2023 15:55 Fólk sem hýsi drengina megi búast við kæru Leifur Runólfsson, lögmaður barnsföður Eddu Bjarkar Arnardóttur segir að mikilvægt sé að drengirnir þeirra finnist sem fyrst. Í yfirlýsingu biðlar hann til almennings sem kunni að hafa vitneskju um þá að hafa samband við lögreglu. 29. nóvember 2023 13:19 Lýsa eftir Eddu Björk Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Eddu Björk Arnardóttur vegna norrænnar handtökuskipunar. 27. nóvember 2023 16:55 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Sjá meira
Mál Eddu Bjarkar ratar í pontu Alþingis Tómas A. Tómasson Flokki fólksins beindi fyrirspurn til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra þar sem hann vildi fá að vita eitt og annað um handtöku Eddu Bjarkar Arnardóttur, en forræðisdeila hennar hefur verið mjög í fréttum undanfarna daga. 29. nóvember 2023 15:55
Fólk sem hýsi drengina megi búast við kæru Leifur Runólfsson, lögmaður barnsföður Eddu Bjarkar Arnardóttur segir að mikilvægt sé að drengirnir þeirra finnist sem fyrst. Í yfirlýsingu biðlar hann til almennings sem kunni að hafa vitneskju um þá að hafa samband við lögreglu. 29. nóvember 2023 13:19
Lýsa eftir Eddu Björk Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Eddu Björk Arnardóttur vegna norrænnar handtökuskipunar. 27. nóvember 2023 16:55