Mögulegt tilboð ekki í þágu hagsmuna hluthafa Marel Atli Ísleifsson skrifar 28. nóvember 2023 07:52 Stjórn Marels samþykkti einróma að viljayfirlýsingin væri ekki í þágu hagsmuna hluthafa félagsins. Vísir/Vilhelm Stjórn Marel hefur hafnað óskuldbindandi viljayfirlýsingu JBT Corporation varðandi mögulegt tilboð í öll hlutabréf í Marel. Frá þessu segir í tilkynningu Marel til Kauphallarinnar. Þar segir að lagt hafi verið mat á óskuldbindandi viljayfirlýsingu JBT Corporation sem tilkynnt var um 24. nóvember 2023. Stjórnin hafi samþykkti einróma að viljayfirlýsingin sé ekki í þágu hagsmuna hluthafa Marel. Hún taki hvorki tillit til innra virðis rekstrar Marel, né þeirrar áhættu sem fælist í framkvæmd viðskiptanna. „Yfirlýst stefna Marel er skýr hvað varðar ytri vöxt og tækifæri til frekari samþjöppunar (e. consolidation) innan geirans eins og framkvæmd stefnu félagsins ber vitni um. Í samræmi við hlutverk sitt og ábyrgð er stjórn Marel tilbúin að leggja mat á vel ígrundaðar tillögur sem endurspegla að fullu virði Marel,“ segir í tilkynningunni. Ekki lagalega bindandi Sagt var frá því í síðustu viku að í viljayfirlýsingunni hafi komið skýrt fram að ekki væri um að ræða lagalega bindandi skuldbindingu. Yrði valkvætt yfirtökutilboð lagt fram á síðari stigum, yrði slíkt tilboð háð margvíslegum skilyrðum. „Viljayfirlýsingunni fylgdi óafturkallanleg yfirlýsing Eyris Invest hf., eiganda 24,7% hlutafjár í Marel, um samþykki Eyris Invest hf. verði tilboð lagt fram í tengslum við viljayfirlýsinguna,“ sagði í tilkynningu Marels til Kauphallar í síðustu viku. Arnar Þór Másson er stjórnarformaður Marel og Ólafur S. Guðmundsson varaformaður stjórnar. Aðrir í stjórn eru Svafa Grönfeldt, Ástvaldur Jóhannsson, Ton van der Laan, Ann Savage og Lillie Li Valeur. Gustað um félagið Greint var frá því á dögunum að Árni Oddur Þórðarson væri hættur sem forstjóri Marel vegna réttaróvissu eftir að Arion banki leysti til sín hlutabréf hans í Eyri Invest, sem á stóran hlut í Marel. Árni Oddur var stjórnarformaður Marel í átta ár og forstjóri í tíu ár. Arion banki gerði veðkall í hlutabréf Árna Odds þar sem hlutabréf í Marel höfðu fallið um 60 prósent á tveimur árum. Árni Oddur fékk í kjölfarið samþykkta greiðslustöðvun. Marel Kauphöllin Tengdar fréttir Tilboðið í Marel í lægri kantinum Bandarískt fyrirtæki hefur greint frá áhuga sínum á að kaupa Marel. Er mögulegt tilboð 38 prósent hærra en verðmat Marel á íslenskum markaði. Greinandi segir tilboðið þó vera í lægri kantinum. 24. nóvember 2023 11:57 Hugsanlegt tilboð JBT níu prósentum lægra en mat erlendra greinenda Matvælatæknifyrirtækið John Bean Technologies Corporation býður níu prósent lægra verð í Marel en erlendir greinendur meta íslenska félagið á að meðaltali. Verði af tilboðinu myndi JBT greiða 25 prósent í reiðufé og 75 prósent í formi eigin bréfa. Kauphöllin hefur opnað fyrir viðskipti með bréf Marels á nýjan leik. 24. nóvember 2023 11:06 Bandarískur tilboðsgjafi metur Marel á 363 milljarða króna Marel hefur tilkynnt að John Bean Technologies Corporation (JBT) sé fyrirtækið sem lagði fram óskuldbindandi viljayfirlýsingu, varðandi mögulegt tilboð í öll hlutabréf í Marel. 24. nóvember 2023 10:38 Marel tilkynnir um mögulegt tilboð í öll hlutabréf í félaginu Marel hefur borist óskuldbindandi viljayfirlýsing varðandi mögulegt tilboð í öll hlutabréf í félaginu. Frá þessu er greint á vef Kauphallar Íslands. 24. nóvember 2023 06:31 Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Sjá meira
Frá þessu segir í tilkynningu Marel til Kauphallarinnar. Þar segir að lagt hafi verið mat á óskuldbindandi viljayfirlýsingu JBT Corporation sem tilkynnt var um 24. nóvember 2023. Stjórnin hafi samþykkti einróma að viljayfirlýsingin sé ekki í þágu hagsmuna hluthafa Marel. Hún taki hvorki tillit til innra virðis rekstrar Marel, né þeirrar áhættu sem fælist í framkvæmd viðskiptanna. „Yfirlýst stefna Marel er skýr hvað varðar ytri vöxt og tækifæri til frekari samþjöppunar (e. consolidation) innan geirans eins og framkvæmd stefnu félagsins ber vitni um. Í samræmi við hlutverk sitt og ábyrgð er stjórn Marel tilbúin að leggja mat á vel ígrundaðar tillögur sem endurspegla að fullu virði Marel,“ segir í tilkynningunni. Ekki lagalega bindandi Sagt var frá því í síðustu viku að í viljayfirlýsingunni hafi komið skýrt fram að ekki væri um að ræða lagalega bindandi skuldbindingu. Yrði valkvætt yfirtökutilboð lagt fram á síðari stigum, yrði slíkt tilboð háð margvíslegum skilyrðum. „Viljayfirlýsingunni fylgdi óafturkallanleg yfirlýsing Eyris Invest hf., eiganda 24,7% hlutafjár í Marel, um samþykki Eyris Invest hf. verði tilboð lagt fram í tengslum við viljayfirlýsinguna,“ sagði í tilkynningu Marels til Kauphallar í síðustu viku. Arnar Þór Másson er stjórnarformaður Marel og Ólafur S. Guðmundsson varaformaður stjórnar. Aðrir í stjórn eru Svafa Grönfeldt, Ástvaldur Jóhannsson, Ton van der Laan, Ann Savage og Lillie Li Valeur. Gustað um félagið Greint var frá því á dögunum að Árni Oddur Þórðarson væri hættur sem forstjóri Marel vegna réttaróvissu eftir að Arion banki leysti til sín hlutabréf hans í Eyri Invest, sem á stóran hlut í Marel. Árni Oddur var stjórnarformaður Marel í átta ár og forstjóri í tíu ár. Arion banki gerði veðkall í hlutabréf Árna Odds þar sem hlutabréf í Marel höfðu fallið um 60 prósent á tveimur árum. Árni Oddur fékk í kjölfarið samþykkta greiðslustöðvun.
Marel Kauphöllin Tengdar fréttir Tilboðið í Marel í lægri kantinum Bandarískt fyrirtæki hefur greint frá áhuga sínum á að kaupa Marel. Er mögulegt tilboð 38 prósent hærra en verðmat Marel á íslenskum markaði. Greinandi segir tilboðið þó vera í lægri kantinum. 24. nóvember 2023 11:57 Hugsanlegt tilboð JBT níu prósentum lægra en mat erlendra greinenda Matvælatæknifyrirtækið John Bean Technologies Corporation býður níu prósent lægra verð í Marel en erlendir greinendur meta íslenska félagið á að meðaltali. Verði af tilboðinu myndi JBT greiða 25 prósent í reiðufé og 75 prósent í formi eigin bréfa. Kauphöllin hefur opnað fyrir viðskipti með bréf Marels á nýjan leik. 24. nóvember 2023 11:06 Bandarískur tilboðsgjafi metur Marel á 363 milljarða króna Marel hefur tilkynnt að John Bean Technologies Corporation (JBT) sé fyrirtækið sem lagði fram óskuldbindandi viljayfirlýsingu, varðandi mögulegt tilboð í öll hlutabréf í Marel. 24. nóvember 2023 10:38 Marel tilkynnir um mögulegt tilboð í öll hlutabréf í félaginu Marel hefur borist óskuldbindandi viljayfirlýsing varðandi mögulegt tilboð í öll hlutabréf í félaginu. Frá þessu er greint á vef Kauphallar Íslands. 24. nóvember 2023 06:31 Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Sjá meira
Tilboðið í Marel í lægri kantinum Bandarískt fyrirtæki hefur greint frá áhuga sínum á að kaupa Marel. Er mögulegt tilboð 38 prósent hærra en verðmat Marel á íslenskum markaði. Greinandi segir tilboðið þó vera í lægri kantinum. 24. nóvember 2023 11:57
Hugsanlegt tilboð JBT níu prósentum lægra en mat erlendra greinenda Matvælatæknifyrirtækið John Bean Technologies Corporation býður níu prósent lægra verð í Marel en erlendir greinendur meta íslenska félagið á að meðaltali. Verði af tilboðinu myndi JBT greiða 25 prósent í reiðufé og 75 prósent í formi eigin bréfa. Kauphöllin hefur opnað fyrir viðskipti með bréf Marels á nýjan leik. 24. nóvember 2023 11:06
Bandarískur tilboðsgjafi metur Marel á 363 milljarða króna Marel hefur tilkynnt að John Bean Technologies Corporation (JBT) sé fyrirtækið sem lagði fram óskuldbindandi viljayfirlýsingu, varðandi mögulegt tilboð í öll hlutabréf í Marel. 24. nóvember 2023 10:38
Marel tilkynnir um mögulegt tilboð í öll hlutabréf í félaginu Marel hefur borist óskuldbindandi viljayfirlýsing varðandi mögulegt tilboð í öll hlutabréf í félaginu. Frá þessu er greint á vef Kauphallar Íslands. 24. nóvember 2023 06:31