Starfsmaður hótels dæmdur fyrir að nauðga gesti með þroskahömlun Atli Ísleifsson skrifar 21. nóvember 2023 08:14 Starfsmaður hótelsins hafði innritað brotaþola á hótelið fyrr um daginn, 8. október 2021. Brotin áttu sér svo stað um nóttina. Vísir/vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann, Philip Dugay Acob, í þriggja ára fangelsi og greiðslu miskabóta fyrir að hafa nauðgað manni með þroskahömlun á hótelherbergi í október 2021. Í ákæru kom fram að Acob hafi nýtt sér yfirburði sína og aðstöðumun gagnvart brotaþola sem sé með þroskahömlun og hafi ekki skilið þýðingu verknaðarins, auk þess að hann hafi verið undir áhrifum lyfja og fíkniefna þegar atburðurinn átti sér stað. Fram kemur að Acob, sem var starfsmaður hótelsins þar sem nauðgunin átti sér stað, hafi í heimildarleysi farið inn á hótelherbergið þar sem maðurinn hafði lagst til svefns, kysst hann á háls og geirvörtur og svo sett getnaðarlim mannsins í munn sinn og haft við hann munnmök. Fór í heimildarleysi inn á hótelherbergið Í dómnum er farið yfir málsatvik þar sem segir að ákærði hafi innritað manninn á hótelið fyrr um daginn. Um nóttina hafi brotaþoli farið út að reykja gras og tekið róandi, en á leið sinni aftur á hótelherbergið hafi hann mætt ákærða, heilsað og farið svo inn á herbergi. Skömmu síðar hafi ákærði svo bankað upp á og þeir rætt saman. Ákærði hafi þá tjáð brotaþola að hann vildi fara niður á hann en brotaþoli hafi neitað því og beðið hann að fara. Ákærði hafi svo í heimildarleysi komið aftur inn á herbergið þegar brotaþoli hafi verið að sofna og sagt að hann hefði gleymt að kyssa brotaþola. „Ákærði hefði kysst hann á kinnina og síðan fært sig niður og farið að totta brotaþola sem hefði ekki viljað það. Þetta hefði gerst án þess að hann áttaði sig á því þar sem hann hefði verið lyfjaður og að sofna. Brotaþoli hefði beðið ákærða að hætta þegar hann hefði rankað við sér og ýtt ákærða af sér. Í framhaldinu hefði ákærði farið út úr herberginu,“ segir í dómnum, en brotaþoli hringdi á lögreglu um tuttugu mínútum síðar. Með þroskahömlun Í dómnum kemur fram að samkvæmt geðheilbrigðismati og læknisvottorði sé brotaþoli með þroskahömlun, geðhvörf og annan geðrænan vanda, auk þess að vera haldinn fíkn. Þegar ákærði gaf skýrslu hjá lögreglu sagðist hann hafa farið að herbergi mannsins til að kanna hvort hann væri að reykja þar inni. Svo hefði ekki verið en Acob hafi þá spurt manninn hvort hann glímdi við eitthvert vandamál og boðið honum nudd. Hann hafi þá aðstoðað brotaþola að klæða sig úr skyrtunni og klórað honum á bakið og höfuðið. Acob sagðist hafa fundið fyrir „kynferðislegum straumum“ og spurt manninn hvort hann vildi meira. Sagði Acob að maðurinn hafi þá sagt: „já á morgun“. Acob sagðist hafa farið út úr herberginu en farið aftur inn þar sem hann sagðist hafa gleymt símanum sínum. Hann hafi þá notað masterlykil til að komast inn og svo byrjað að kyssa brotaþola. Acob kvað brotaþola ekki hafa gert neitt á móti, ekki snert hann og ekki andmælt neinu eða ýtt honum frá sér. Acob játaði því að hann hafi áttað sig á því að brotaþoli væri greindarskertur. Neitaði sök Acob neitaði sök í málinu. Hann gekkst við þeirri háttsemi sem lýst var í ákæru en kvað brotaþola ekki hafa verið mótfallinn henni. Fram kemur að framburður brotaþola hafi verið skýr um það að Acob hafi veitt honum munnmök gegn hans vilja. Framburðurinn hafi sömuleiðis verið í samræmi við framburð vitna og gögn í málinu. Dómara þótti fullsannað að Acob hafi gerst sekur um að hafa veitt brotaþola munnmök án hans samþykkis og nýtt sér þroskahömlun hans og vímuástand. Var hæfileg refsing metin þriggja ára fangelsi. Farið fram á þrjár milljónir króna í miskabætur en mat dómari hæfilega upphæð 1,8 milljónir króna. Acob var jafnframt dæmdur til greiðslu 1,5 milljónir króna í málsvarnarlaun til skipaðs verjanda, tæpa milljón króna þóknun til réttargæslumanns brotaþola og svo tæpa hálfa milljón í annan sakarkostnað. Reykjavík Kynferðisofbeldi Dómsmál Hótel á Íslandi Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Sjá meira
Í ákæru kom fram að Acob hafi nýtt sér yfirburði sína og aðstöðumun gagnvart brotaþola sem sé með þroskahömlun og hafi ekki skilið þýðingu verknaðarins, auk þess að hann hafi verið undir áhrifum lyfja og fíkniefna þegar atburðurinn átti sér stað. Fram kemur að Acob, sem var starfsmaður hótelsins þar sem nauðgunin átti sér stað, hafi í heimildarleysi farið inn á hótelherbergið þar sem maðurinn hafði lagst til svefns, kysst hann á háls og geirvörtur og svo sett getnaðarlim mannsins í munn sinn og haft við hann munnmök. Fór í heimildarleysi inn á hótelherbergið Í dómnum er farið yfir málsatvik þar sem segir að ákærði hafi innritað manninn á hótelið fyrr um daginn. Um nóttina hafi brotaþoli farið út að reykja gras og tekið róandi, en á leið sinni aftur á hótelherbergið hafi hann mætt ákærða, heilsað og farið svo inn á herbergi. Skömmu síðar hafi ákærði svo bankað upp á og þeir rætt saman. Ákærði hafi þá tjáð brotaþola að hann vildi fara niður á hann en brotaþoli hafi neitað því og beðið hann að fara. Ákærði hafi svo í heimildarleysi komið aftur inn á herbergið þegar brotaþoli hafi verið að sofna og sagt að hann hefði gleymt að kyssa brotaþola. „Ákærði hefði kysst hann á kinnina og síðan fært sig niður og farið að totta brotaþola sem hefði ekki viljað það. Þetta hefði gerst án þess að hann áttaði sig á því þar sem hann hefði verið lyfjaður og að sofna. Brotaþoli hefði beðið ákærða að hætta þegar hann hefði rankað við sér og ýtt ákærða af sér. Í framhaldinu hefði ákærði farið út úr herberginu,“ segir í dómnum, en brotaþoli hringdi á lögreglu um tuttugu mínútum síðar. Með þroskahömlun Í dómnum kemur fram að samkvæmt geðheilbrigðismati og læknisvottorði sé brotaþoli með þroskahömlun, geðhvörf og annan geðrænan vanda, auk þess að vera haldinn fíkn. Þegar ákærði gaf skýrslu hjá lögreglu sagðist hann hafa farið að herbergi mannsins til að kanna hvort hann væri að reykja þar inni. Svo hefði ekki verið en Acob hafi þá spurt manninn hvort hann glímdi við eitthvert vandamál og boðið honum nudd. Hann hafi þá aðstoðað brotaþola að klæða sig úr skyrtunni og klórað honum á bakið og höfuðið. Acob sagðist hafa fundið fyrir „kynferðislegum straumum“ og spurt manninn hvort hann vildi meira. Sagði Acob að maðurinn hafi þá sagt: „já á morgun“. Acob sagðist hafa farið út úr herberginu en farið aftur inn þar sem hann sagðist hafa gleymt símanum sínum. Hann hafi þá notað masterlykil til að komast inn og svo byrjað að kyssa brotaþola. Acob kvað brotaþola ekki hafa gert neitt á móti, ekki snert hann og ekki andmælt neinu eða ýtt honum frá sér. Acob játaði því að hann hafi áttað sig á því að brotaþoli væri greindarskertur. Neitaði sök Acob neitaði sök í málinu. Hann gekkst við þeirri háttsemi sem lýst var í ákæru en kvað brotaþola ekki hafa verið mótfallinn henni. Fram kemur að framburður brotaþola hafi verið skýr um það að Acob hafi veitt honum munnmök gegn hans vilja. Framburðurinn hafi sömuleiðis verið í samræmi við framburð vitna og gögn í málinu. Dómara þótti fullsannað að Acob hafi gerst sekur um að hafa veitt brotaþola munnmök án hans samþykkis og nýtt sér þroskahömlun hans og vímuástand. Var hæfileg refsing metin þriggja ára fangelsi. Farið fram á þrjár milljónir króna í miskabætur en mat dómari hæfilega upphæð 1,8 milljónir króna. Acob var jafnframt dæmdur til greiðslu 1,5 milljónir króna í málsvarnarlaun til skipaðs verjanda, tæpa milljón króna þóknun til réttargæslumanns brotaþola og svo tæpa hálfa milljón í annan sakarkostnað.
Reykjavík Kynferðisofbeldi Dómsmál Hótel á Íslandi Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Sjá meira