Fjórir millistjórnendur fá ekki krónu eftir uppsögn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. nóvember 2023 06:33 Landspítalinn við Hringbraut. Vísir/Vilhelm Landsréttur sýknaði í dag íslenska ríkið af því að hafa staðið ólöglega að uppsögnum fjögurra fyrrverandi millistjórnenda spítalans í tengslum við skipulagsbreytingar. Starfsmennirnir kröfðust tuttugu til þrjátíu milljóna króna hver í bætur. Það var í september 2020 sem Landspítalinn ákvað að sameina tvær starfseiningar í eldhúsi spítalans. Úr varð að nokkrir millistjórnendur misstu starfið og fengu uppsagnarfrest til þriggja mánaða. Millistjórnendurnir fjórir sem stefndu spítalanum töldu ákvörðun um að leggja niður starfið ólögmæta. Brotið hefði verið gegn meðalhófs-, rannsóknar- og réttmælisreglu stjórnsýsluréttar. Í dómi Landsréttar kom fram að almennt væri það á forræði forstöðumanna ríkisstofnana að ákveða hvaða viðfangsefnum einstakir starfsmenn skyldu sinna innan þeirra, svo framarlega sem önnur lagaákvæði mæltu ekki beinlínis fyrir um annað. Horfa þyrfti til þess að í dómaframkvæmd hefði ítrekað verið lagt til grundvallar að játa yrði forstöðumönnum ríkisstofnana rúmar heimildir til að taka ákvarðanir um hagræðingu í rekstri. Talið var að ákvörðun stjórnenda Landspítalans um að breyta skipulagi og leggja niður störf hefði verið tekin í kjölfar heildstæðrar greiningar á því að unnt yrði að hagræða í starfseminni og nýta fjármuni Landspítalans á árangursríkari hátt. Voru ekki talin efni til að hrófla við því mati, enda hefði starfsfólkinu ekki tekist að sýna fram á að ákvörðunin um að leggja störfin niður hefði byggt á ómálefnalegum sjónarmiðum. Jafnframt var ekki fallist á með starfsfólkinu að Landspítalanum hefði borið skylda til að rannsaka sérstaklega hvort unnt hefði verið að segja upp öðrum starfsmönnum en þeim með tilliti til hagræðingar. Þá var ekki fallist á að ákvörðunin hefði verið ólögmæt, andstæð réttmætisreglu eða rannsóknarreglu stjórnsýslulaga. Að virtum atvikum málsins varð ekki heldur séð að Landspítalinn hefði farið strangar í sakirnar en nauðsyn bar til við uppsagnirnar og brotið þannig gegn meðalhófsreglu. Var ríkið því sýknað af kröfu millistjórnendanna fyrrverandi. Landspítalinn Vinnumarkaður Dómsmál Tengdar fréttir Sameyki stéttarfélag undirbýr dómsmál gegn Landpítalanum vegna ólögmætra uppsagna Sameyki stéttarfélag undirbýr dómsmál gegn Landpítalanum vegna ólögmætra uppsagna þriggja stjórnenda hjá eldhúsi spítalans. Alls var sex konum og tveimur körlum sagt upp með samtals um hundrað og fjörutíu ára starfsaldur. Þrír karlar voru ráðnir í stað þeirra. 21. apríl 2021 20:01 Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Það var í september 2020 sem Landspítalinn ákvað að sameina tvær starfseiningar í eldhúsi spítalans. Úr varð að nokkrir millistjórnendur misstu starfið og fengu uppsagnarfrest til þriggja mánaða. Millistjórnendurnir fjórir sem stefndu spítalanum töldu ákvörðun um að leggja niður starfið ólögmæta. Brotið hefði verið gegn meðalhófs-, rannsóknar- og réttmælisreglu stjórnsýsluréttar. Í dómi Landsréttar kom fram að almennt væri það á forræði forstöðumanna ríkisstofnana að ákveða hvaða viðfangsefnum einstakir starfsmenn skyldu sinna innan þeirra, svo framarlega sem önnur lagaákvæði mæltu ekki beinlínis fyrir um annað. Horfa þyrfti til þess að í dómaframkvæmd hefði ítrekað verið lagt til grundvallar að játa yrði forstöðumönnum ríkisstofnana rúmar heimildir til að taka ákvarðanir um hagræðingu í rekstri. Talið var að ákvörðun stjórnenda Landspítalans um að breyta skipulagi og leggja niður störf hefði verið tekin í kjölfar heildstæðrar greiningar á því að unnt yrði að hagræða í starfseminni og nýta fjármuni Landspítalans á árangursríkari hátt. Voru ekki talin efni til að hrófla við því mati, enda hefði starfsfólkinu ekki tekist að sýna fram á að ákvörðunin um að leggja störfin niður hefði byggt á ómálefnalegum sjónarmiðum. Jafnframt var ekki fallist á með starfsfólkinu að Landspítalanum hefði borið skylda til að rannsaka sérstaklega hvort unnt hefði verið að segja upp öðrum starfsmönnum en þeim með tilliti til hagræðingar. Þá var ekki fallist á að ákvörðunin hefði verið ólögmæt, andstæð réttmætisreglu eða rannsóknarreglu stjórnsýslulaga. Að virtum atvikum málsins varð ekki heldur séð að Landspítalinn hefði farið strangar í sakirnar en nauðsyn bar til við uppsagnirnar og brotið þannig gegn meðalhófsreglu. Var ríkið því sýknað af kröfu millistjórnendanna fyrrverandi.
Landspítalinn Vinnumarkaður Dómsmál Tengdar fréttir Sameyki stéttarfélag undirbýr dómsmál gegn Landpítalanum vegna ólögmætra uppsagna Sameyki stéttarfélag undirbýr dómsmál gegn Landpítalanum vegna ólögmætra uppsagna þriggja stjórnenda hjá eldhúsi spítalans. Alls var sex konum og tveimur körlum sagt upp með samtals um hundrað og fjörutíu ára starfsaldur. Þrír karlar voru ráðnir í stað þeirra. 21. apríl 2021 20:01 Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Sameyki stéttarfélag undirbýr dómsmál gegn Landpítalanum vegna ólögmætra uppsagna Sameyki stéttarfélag undirbýr dómsmál gegn Landpítalanum vegna ólögmætra uppsagna þriggja stjórnenda hjá eldhúsi spítalans. Alls var sex konum og tveimur körlum sagt upp með samtals um hundrað og fjörutíu ára starfsaldur. Þrír karlar voru ráðnir í stað þeirra. 21. apríl 2021 20:01