Innlent

Sérsveitaraðgerð á Sel­fossi

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Sérsveit ríkislögreglustjóra við störf. Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki með beinum hætti.
Sérsveit ríkislögreglustjóra við störf. Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki með beinum hætti. Vísir/Vilhelm

Sérsveit ríkislögreglustjóra er að störfum á Selfossi að beiðni lögreglunnar á Suðurlandi. 

Þetta segir Jón Gunnar Þórhallsson, aðalvarðstjóri lögreglunnar á Selfossi, í samtali við fréttastofu.

„Það eru aðgerðir í gangi, og sérsveitin er að störfum. Ég get ekki sagt meira á þessu stigi máls,“ segir Jón.

Samkvæmt heimildum fréttastofu sáust þrír sérsveitarbílar bruna austur Hellisheiðina klukkan hálf sex í kvöld.

Veistu meira? Þú getur sent okkur fréttaskot hér eða sent okkur á ritstjorn@visir.is




Fleiri fréttir

Sjá meira


×