Innlent

Þrír hand­teknir vegna gruns um í­kveikju

Lovísa Arnardóttir skrifar
Aðstoðarvarðstjóri segir slökkvilið hafa náð að slökkva eldinn nokkuð fljótt.
Aðstoðarvarðstjóri segir slökkvilið hafa náð að slökkva eldinn nokkuð fljótt. Vísir/Anton Brink

Þrír voru handteknir vegna gruns um íkveikju í einbýlishúsi í Breiðholti. Málið er til rannsóknar hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem tók við vettvanginum eftir að Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins slökkti allan eld. Frá þessu er greint í dagbók lögreglunnar og tilkynningu frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. 

Slökkvilið sinnti einnig útkalli í Háaleitishverfi samkvæmt tilkynningu á Facebook. Þar var bruni í fjölbýlishúsi og komst fimm manna fjölskylda úr íbúðinni. Samkvæmt tilkynningu er íbúðin mikið skemmd. Tveir voru fluttir á slysadeild vegna reykeitrunar.

Samkvæmt tilkynningu Slökkviliðs voru auk þess 57 sjúkraflutningar í nótt og 49 í gær þannig hjá vaktinni var töluverður erill.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×