Arion banki tjáir sig ekki um mál Árna Odds Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. nóvember 2023 10:09 Benedikt Gíslason er bankastjóri Arion banka. Vísir/Vilhelm Engar skýringar fást á því frá Arion banka hvers vegna bankinn leysti til sín hlutabréf Árna Odds Þórðarsonar sem lét í gær af störfum sem forstjóri Marels. Þetta kemur fram í svörum frá bankanum. Árni Oddur tilkynnti í gær að hann hefði ákveðið að stíga til hliðar eftir tíu ár í stól forstjóra og átta ár þar á undan sem stjórnarformaður. Réttaróvissa væri uppi vegna aðgerða Arionbanka sem leysti til sín hlutabréf hans í félaginu Eyri Invest, sem heldur utan um hlut hans í Marel, vegna láns Árna Þórðar hjá bankanum. Verð á bréfum í Marel féllu um rúm þrjú prósent við opnun markaða í morgun. Kröfum bætt við á síðustu stundu Árni Oddur sagði í tilkynningunni í gær að Arionbanki hefði gripið til þessara aðgerða „þrátt fyrir að ákvæðum langtímalánasamnings míns við bankann hafi verið fullnægt af minni hálfu, en ég hef átt í viðræðum við bankann síðustu vikur, sem ég taldi vera í fullu trausti, og gekk svo langt að leggja allar mínar eigur undir til að tryggja að veðhlutfall lánsins næmi tvöfaldri fjárhæð í lánasamningi.“ Á síðustu stundu hefði Arion banki bætt við kröfum umfram skilmála lánasamnings sem hefðu verið óaðgengilegar. Bankinn hefði hafnað innágreiðslu upp á 335 milljónir króna og kosið að leysa bréfin til sín frekar en að efna lánasamninginn. „Bréfin leysti bankinn til sín á undirliggjandi virði eigna skv. lánasamningi 31.október, gjaldfelldi lánið en hefur enn ekki skilað umframvirði eigna.“ Arion banki tjáir sig ekki um einstaka viðskiptavini Árni Oddur sagði lögmenn sína hafa mótmælt þessu og kynnt Fjármálaeftirlitinu. Hann ætli að einbeita sér að því að fá skýrleika í málið og leysa úr þessari réttaróvissu. Því hafi hann ákveðið að stíga til hliðar sem forstjóri, til að lágmarka líkur á því að áðurnefnd staða skaði Marel. Fréttastofa óskaði eftir viðtali við Benedikt Gíslason bankastjóra Arion banka vegna málsins. Þeirri beiðni var hafnað. „Arion banki starfar eftir skýrum innri reglum og ferlum um lánveitingar og nauðsynlegar tryggingar hverju sinni í samræmi við gildandi lög og kröfur um góða viðskiptahætti. Við hins vegar tjáum okkur ekki um málefni einstakra viðskiptavina okkar og munum því ekki veita viðtal vegna þessa máls,“ segir í skriflegu svari Hlédísar Sigurðardóttur, staðgengill upplýsingafulltrúa, hjá Arion banka. Marel Kauphöllin Arion banki Íslenskir bankar Tengdar fréttir Árni Oddur hættir hjá Marel vegna deilna við Arion Árni Oddur Þórðarson er hættur sem forstjóri Marel eftir tíu ára starf. Það gerði hann vegna réttaróvissu eftir að Arionbanki leysti til sín hlutabréf hans í Eyri Invest, stórum hluthafa í Marel. 7. nóvember 2023 19:10 Mest lesið Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira
Árni Oddur tilkynnti í gær að hann hefði ákveðið að stíga til hliðar eftir tíu ár í stól forstjóra og átta ár þar á undan sem stjórnarformaður. Réttaróvissa væri uppi vegna aðgerða Arionbanka sem leysti til sín hlutabréf hans í félaginu Eyri Invest, sem heldur utan um hlut hans í Marel, vegna láns Árna Þórðar hjá bankanum. Verð á bréfum í Marel féllu um rúm þrjú prósent við opnun markaða í morgun. Kröfum bætt við á síðustu stundu Árni Oddur sagði í tilkynningunni í gær að Arionbanki hefði gripið til þessara aðgerða „þrátt fyrir að ákvæðum langtímalánasamnings míns við bankann hafi verið fullnægt af minni hálfu, en ég hef átt í viðræðum við bankann síðustu vikur, sem ég taldi vera í fullu trausti, og gekk svo langt að leggja allar mínar eigur undir til að tryggja að veðhlutfall lánsins næmi tvöfaldri fjárhæð í lánasamningi.“ Á síðustu stundu hefði Arion banki bætt við kröfum umfram skilmála lánasamnings sem hefðu verið óaðgengilegar. Bankinn hefði hafnað innágreiðslu upp á 335 milljónir króna og kosið að leysa bréfin til sín frekar en að efna lánasamninginn. „Bréfin leysti bankinn til sín á undirliggjandi virði eigna skv. lánasamningi 31.október, gjaldfelldi lánið en hefur enn ekki skilað umframvirði eigna.“ Arion banki tjáir sig ekki um einstaka viðskiptavini Árni Oddur sagði lögmenn sína hafa mótmælt þessu og kynnt Fjármálaeftirlitinu. Hann ætli að einbeita sér að því að fá skýrleika í málið og leysa úr þessari réttaróvissu. Því hafi hann ákveðið að stíga til hliðar sem forstjóri, til að lágmarka líkur á því að áðurnefnd staða skaði Marel. Fréttastofa óskaði eftir viðtali við Benedikt Gíslason bankastjóra Arion banka vegna málsins. Þeirri beiðni var hafnað. „Arion banki starfar eftir skýrum innri reglum og ferlum um lánveitingar og nauðsynlegar tryggingar hverju sinni í samræmi við gildandi lög og kröfur um góða viðskiptahætti. Við hins vegar tjáum okkur ekki um málefni einstakra viðskiptavina okkar og munum því ekki veita viðtal vegna þessa máls,“ segir í skriflegu svari Hlédísar Sigurðardóttur, staðgengill upplýsingafulltrúa, hjá Arion banka.
Marel Kauphöllin Arion banki Íslenskir bankar Tengdar fréttir Árni Oddur hættir hjá Marel vegna deilna við Arion Árni Oddur Þórðarson er hættur sem forstjóri Marel eftir tíu ára starf. Það gerði hann vegna réttaróvissu eftir að Arionbanki leysti til sín hlutabréf hans í Eyri Invest, stórum hluthafa í Marel. 7. nóvember 2023 19:10 Mest lesið Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira
Árni Oddur hættir hjá Marel vegna deilna við Arion Árni Oddur Þórðarson er hættur sem forstjóri Marel eftir tíu ára starf. Það gerði hann vegna réttaróvissu eftir að Arionbanki leysti til sín hlutabréf hans í Eyri Invest, stórum hluthafa í Marel. 7. nóvember 2023 19:10