Rafmyntakóngurinn fundinn sekur um fjársvik og peningaþvott Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. nóvember 2023 07:57 Bankman-Fried verður gerð refsing á næsta ári. AP/Seth Wenig Sam Bankman-Fried, stofnandi rafmyntafyrirtækisins FTX, hefur verið fundinn sekur um fjársvik og peningaþvott. Það tók kviðdóminn aðeins fimm klukkustundir að komast að niðurstöðu. Hinn 31 árs gamli milljarðamæringur var handtekinn í gær eftir að FTX varð gjaldþrota. Hann á yfir höfði sér margra áratuga fangelsi en verður ekki gerð refsing fyrr en 28. mars á næsta ári. Eftir að niðurstaða í málinu lá fyrir sagði ríkissaksóknarinn Damian Williams í yfirlýsingu að Bankman-Fried hefði orðið uppvís að einum stærsta fjármálaglæpnum í sögu Bandaríkjanna, sem hefði miðað að því að gera hann að „konungi rafmyntanna“. Málið snérist um lygar og svik og þjófnað. Bankman-Fried var sakaður um að hafa logið að fjárfestum og lánastofnunum og stolið milljörðum dala í gegnum FTX, sem varð fyrirtækinu á endanum að falli. Hann sagðist saklaus af öllum ákæruliðum; hann hefði gert mistök en í góðri trú. Lögmaður Bankman-Fried sagðist virða niðurstöðu kviðdómsins en hún hefði engu að síður valdið vonbrigðum. Því hefur ekki verið svarað beint út hvort niðurstöðunni verði áfrýjað en lögmaðurinn sagði hins vegar að baráttunni væri ekki lokið. Þrír nánir vinir og samstarfsmenn Bankman-Fried, þeirra á meðal fyrrverandi kærasta hans, játuðu og samþykktu að bera vitni í málinu í von um vægari dóma. Þeim verður gerð refsing síðar. Gjaldþrot FTX Rafmyntir Erlend sakamál Bandaríkin Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira
Hinn 31 árs gamli milljarðamæringur var handtekinn í gær eftir að FTX varð gjaldþrota. Hann á yfir höfði sér margra áratuga fangelsi en verður ekki gerð refsing fyrr en 28. mars á næsta ári. Eftir að niðurstaða í málinu lá fyrir sagði ríkissaksóknarinn Damian Williams í yfirlýsingu að Bankman-Fried hefði orðið uppvís að einum stærsta fjármálaglæpnum í sögu Bandaríkjanna, sem hefði miðað að því að gera hann að „konungi rafmyntanna“. Málið snérist um lygar og svik og þjófnað. Bankman-Fried var sakaður um að hafa logið að fjárfestum og lánastofnunum og stolið milljörðum dala í gegnum FTX, sem varð fyrirtækinu á endanum að falli. Hann sagðist saklaus af öllum ákæruliðum; hann hefði gert mistök en í góðri trú. Lögmaður Bankman-Fried sagðist virða niðurstöðu kviðdómsins en hún hefði engu að síður valdið vonbrigðum. Því hefur ekki verið svarað beint út hvort niðurstöðunni verði áfrýjað en lögmaðurinn sagði hins vegar að baráttunni væri ekki lokið. Þrír nánir vinir og samstarfsmenn Bankman-Fried, þeirra á meðal fyrrverandi kærasta hans, játuðu og samþykktu að bera vitni í málinu í von um vægari dóma. Þeim verður gerð refsing síðar.
Gjaldþrot FTX Rafmyntir Erlend sakamál Bandaríkin Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira