Kvennaverkfallið var ekki uppskeruhátíð Tatjana Latinovic skrifar 30. október 2023 12:30 Fjórðungur þjóðarinnar svaraði ákalli skipuleggjenda Kvennaverkfallsins í ár og safnaðist saman á baráttufundum á Arnarhóli og nítján öðrum stöðum um allt land þann 24. október síðastliðinn. Dagurinn heppnaðist með eindæmum vel – frá morgni til kvölds. Samstaðan var áþreifanleg, kynslóðir komu saman, börn, mæður og ömmur, til að krefjast jafnréttis á þessum sjöunda baráttufundi sem haldinn hefur verið síðan 1975. Margar mæðurnar og ömmurnar voru börn á kvennafrídegi árið 1975, þegar samstaða kvenna gjörbylti íslensku samfélagi. Kvennafrídagurinn 1975 olli straumhvörfum í jafnréttisbaráttunni á Íslandi og var upphafið af þeirri ímynd sem Ísland á í heiminum í dag, að vera jafnréttisparadís. Það ríkti gleði á þessum sólríka degi 48 árum seinna þegar konur og kvár fóru í kvennaverkfall, stolt að vera hluti af einhverju sögulegu, stærra en ein manneskja sjálf er. En það voru líka allskonar aðrar tilfinningar sem bærðust um innra með okkur á fundinum. Reiði, pirringur, svekkelsi - allar réttmætar tilfinningar, byggðar á upplifun okkar á óréttlæti sem við upplifum ennþá í dag, að standa ekki jafnfætis sökum kyns, kynhneigðar, uppruna eða fötlunar. Kvennaverkfallið í ár spratt upp úr reiði sem hefur kraumað lengi, reiði af því hve okkur miðar hægt áfram og að fyrir hvert skref sem við tökum fram á við í jafnréttisbaráttunni eru eitt til tvö skref tekin til baka. Kvennaverkfallið spratt upp úr reiði yfir því að feðraveldispýramídinn stendur ennþá styrkum stoðum í samfélaginu, velferð og velsæld samfélagsins er borin uppi á herðum ótal kvenna og kvára sem skipa botninn á pýramídanum. Og fyrir hverja konu sem klifrar upp pýramídann tekst feðraveldinu að troða annarri konu inn til að fylla hennar skarð, konu sem oftar en ekki tilheyrir einhverjum minnihlutahóp. Og pýramídinn stendur áfram stöðugur, þær sem ná að klifra upp pýramídann eru enn beittar ofbeldi, fá enn lægri laun en karlmenn í sömu stöðu og bera ennþá meiri ábyrgð á heimilishaldinu og ólaunuðum störfum tengdum þeim. Feðraveldispíramídinn stendur sem fastast, okkur hefur ekki enn tekist að brjóta hann niður. Kvennaverkfall 2023 var ekki uppskeruhátíð til að fagna góðum árangri í jafnréttisbaráttu síðan 1975, þó vissulega hefur okkur vegnað betur en mörgum öðrum þjóðum. Við boðuðum til Kvennaverkfalls 2023 af því að konur og kvár eru beitt óréttlæti og það er með öllu ólíðandi. Á útifundinum við Arnarhól var lesin upp yfirlýsing sem þátttakendur tóku kröftulega undir. Það var ánægjulegt að heyra forsætisráðherra segja að við á Íslandi höfum allar forsendur til að ná fullu jafnrétti fyrir árið 2030. Kröfur Kvennaverkfallsins verða að vera handrit að aðgerðum sem farið verður í, ekki seinna en núna, ef stjórnvöldum á að takast að ná þessum markmiðum. Ég hvet öll til að kynna sér kröfur Kvennaverkfallsins og taka þátt í að krefjast þess að stjórnvöld, stofnanir, atvinnurekendur og samfélagið allt geri þær að forgangsmáli – núna! https://kvennafri.is/yfirlysing-utifundar-vid-arnarhol-2023/ Höfundur er formaður Kvenréttindafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tatjana Latinovic Kvennaverkfall Jafnréttismál Kvennafrídagurinn Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Fjórðungur þjóðarinnar svaraði ákalli skipuleggjenda Kvennaverkfallsins í ár og safnaðist saman á baráttufundum á Arnarhóli og nítján öðrum stöðum um allt land þann 24. október síðastliðinn. Dagurinn heppnaðist með eindæmum vel – frá morgni til kvölds. Samstaðan var áþreifanleg, kynslóðir komu saman, börn, mæður og ömmur, til að krefjast jafnréttis á þessum sjöunda baráttufundi sem haldinn hefur verið síðan 1975. Margar mæðurnar og ömmurnar voru börn á kvennafrídegi árið 1975, þegar samstaða kvenna gjörbylti íslensku samfélagi. Kvennafrídagurinn 1975 olli straumhvörfum í jafnréttisbaráttunni á Íslandi og var upphafið af þeirri ímynd sem Ísland á í heiminum í dag, að vera jafnréttisparadís. Það ríkti gleði á þessum sólríka degi 48 árum seinna þegar konur og kvár fóru í kvennaverkfall, stolt að vera hluti af einhverju sögulegu, stærra en ein manneskja sjálf er. En það voru líka allskonar aðrar tilfinningar sem bærðust um innra með okkur á fundinum. Reiði, pirringur, svekkelsi - allar réttmætar tilfinningar, byggðar á upplifun okkar á óréttlæti sem við upplifum ennþá í dag, að standa ekki jafnfætis sökum kyns, kynhneigðar, uppruna eða fötlunar. Kvennaverkfallið í ár spratt upp úr reiði sem hefur kraumað lengi, reiði af því hve okkur miðar hægt áfram og að fyrir hvert skref sem við tökum fram á við í jafnréttisbaráttunni eru eitt til tvö skref tekin til baka. Kvennaverkfallið spratt upp úr reiði yfir því að feðraveldispýramídinn stendur ennþá styrkum stoðum í samfélaginu, velferð og velsæld samfélagsins er borin uppi á herðum ótal kvenna og kvára sem skipa botninn á pýramídanum. Og fyrir hverja konu sem klifrar upp pýramídann tekst feðraveldinu að troða annarri konu inn til að fylla hennar skarð, konu sem oftar en ekki tilheyrir einhverjum minnihlutahóp. Og pýramídinn stendur áfram stöðugur, þær sem ná að klifra upp pýramídann eru enn beittar ofbeldi, fá enn lægri laun en karlmenn í sömu stöðu og bera ennþá meiri ábyrgð á heimilishaldinu og ólaunuðum störfum tengdum þeim. Feðraveldispíramídinn stendur sem fastast, okkur hefur ekki enn tekist að brjóta hann niður. Kvennaverkfall 2023 var ekki uppskeruhátíð til að fagna góðum árangri í jafnréttisbaráttu síðan 1975, þó vissulega hefur okkur vegnað betur en mörgum öðrum þjóðum. Við boðuðum til Kvennaverkfalls 2023 af því að konur og kvár eru beitt óréttlæti og það er með öllu ólíðandi. Á útifundinum við Arnarhól var lesin upp yfirlýsing sem þátttakendur tóku kröftulega undir. Það var ánægjulegt að heyra forsætisráðherra segja að við á Íslandi höfum allar forsendur til að ná fullu jafnrétti fyrir árið 2030. Kröfur Kvennaverkfallsins verða að vera handrit að aðgerðum sem farið verður í, ekki seinna en núna, ef stjórnvöldum á að takast að ná þessum markmiðum. Ég hvet öll til að kynna sér kröfur Kvennaverkfallsins og taka þátt í að krefjast þess að stjórnvöld, stofnanir, atvinnurekendur og samfélagið allt geri þær að forgangsmáli – núna! https://kvennafri.is/yfirlysing-utifundar-vid-arnarhol-2023/ Höfundur er formaður Kvenréttindafélags Íslands.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun