Segir séra Friðrik hafa leitað á dreng og káfað á honum Lovísa Arnardóttir skrifar 25. október 2023 21:53 Guðmundur segir að honum hafi þótt margt við skrif bókarinnar óþægilegt. RÚV Guðmundur Magnússon sagnfræðingur greinir í nýrri bók sinni um séra Friðrik Friðriksson, stofnanda KFUM, Hauka og Vals, frá því að séra Friðrik hafi leitað á og káfað á ungum dreng. Þá lýsir fjöldi drengja því að hafa ekki líkað við atlot hans. Hann segist næstum hafa hætt við verkið, honum hafi þótt þetta svo óþægilegt. Guðmundur Magnússon sagnfræðingur var gestur Kiljunnar á RÚV í kvöld til að ræða nýútgefna bók sína Séra Friðrik og drengirnir hans: Saga Æskulýðsleiðtoga. „Ég er að fara á ókunnar lendur, að minnsta kosti miðað við það sem ég hafði verið að sinna áður, og stundum fannst mér þetta mjög óþægilegt. Og ég viðurkenni að á tímabili var þetta svo óþægilegt í mínum huga að ég íhugaði það að leggja verkið frá mér,“ sagði Guðmundur í Kiljunni á RÚV í kvöld. Þar greindi hann frá því að séra Friðrik Friðriksson hafi leitað á ungan dreng og káfað á honum. Hann hafi svo ákveðið að það hefði verið hugleysi að ljúka ekki verkinu og hafi því ákveðið að ljúka því og grandskoða þetta. Sr. Friðrik Friðriksson - 7 staðreyndir! from Risamyndir ehf on Vimeo. Guðmundur útskýrði svo í þættinum að upphaf þess að hann ákvað að skrifa bókina voru bréf sem hann fann frá Friðriki til Eggerts Claessen og að bréfin hafi borið ásýnd ástarbréfa. Þau voru skrifuð á tímabilinu 1889 til 1895 en Guðmundur skrifaði einnig ævisögu Eggerts. Hann segir að bréfin hafi komið honum á óvart og að hafi kveikt í honum áhuga að skoða málið betur. Hann hafi í kjölfarið fengið aðgang að bréfasafni Friðriks sem var í umsjá KFUM. Hann segir að það hafi komið sér á óvart við lesturinn að bréfin og það hvernig Friðrik skrifaði um drengina sína og drengi almennt hafi ekki vakið upp einhverja umræðu í samfélaginu. „Þetta þjóðfélag sem að Friðrik starfar í. Öll svona mál eru algjört taboo. Það mátti ekki minnast á neitt sem að snýr að svona hlutum.“ Spurður hvort að Friðrik hafi misnotað unga drengi segist Guðmundur vona ekki, en að þó sé frásögn í bókinni, sem hafi komið óvænt til hans. Það sé frásögn manns á áttræðisaldri sem var í KFUM sem ungur drengur. Hann lýsir því að hafa verið tekinn og leiddur út af samkomu í KFUM og á fund Friðriks. Hann hafi verið skilinn einn eftir inni í stofu með Friðriki sem hóf svo að kjassa hann og káfar á honum á ósæmilegan hátt. Guðmundur segir að manninum hafi verið brugðið og að atvikið hafi setið í honum alla ævi. Hann hafi leitað til Stígamóta árið 2018 þegar afmælis Friðriks var minnst og svo síðar ákveðið að segja Guðmundi frá þessu. Guðmundur segir að það megi velta því fyrir sér hvort að Friðrik hafi verið með elliglöp á þessum tíma og ekki verið sjálfrátt. En að það sem mæli á móti því er að á sama tíma fór hann í viðtöl og þar virtist í lagi við hann. Þá kemur fram í viðtalinu að í bókinni séu einnig frásagnir manna sem lýsi því að hafa ekki líkað við atlot Friðriks og hafi þótt þau of mikil. Hægt er að horfa á allt viðtalið hér í spilara RÚV. Mál séra Friðriks Friðrikssonar Kynferðisofbeldi Réttindi barna Trúmál Félagasamtök Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Sjá meira
Guðmundur Magnússon sagnfræðingur var gestur Kiljunnar á RÚV í kvöld til að ræða nýútgefna bók sína Séra Friðrik og drengirnir hans: Saga Æskulýðsleiðtoga. „Ég er að fara á ókunnar lendur, að minnsta kosti miðað við það sem ég hafði verið að sinna áður, og stundum fannst mér þetta mjög óþægilegt. Og ég viðurkenni að á tímabili var þetta svo óþægilegt í mínum huga að ég íhugaði það að leggja verkið frá mér,“ sagði Guðmundur í Kiljunni á RÚV í kvöld. Þar greindi hann frá því að séra Friðrik Friðriksson hafi leitað á ungan dreng og káfað á honum. Hann hafi svo ákveðið að það hefði verið hugleysi að ljúka ekki verkinu og hafi því ákveðið að ljúka því og grandskoða þetta. Sr. Friðrik Friðriksson - 7 staðreyndir! from Risamyndir ehf on Vimeo. Guðmundur útskýrði svo í þættinum að upphaf þess að hann ákvað að skrifa bókina voru bréf sem hann fann frá Friðriki til Eggerts Claessen og að bréfin hafi borið ásýnd ástarbréfa. Þau voru skrifuð á tímabilinu 1889 til 1895 en Guðmundur skrifaði einnig ævisögu Eggerts. Hann segir að bréfin hafi komið honum á óvart og að hafi kveikt í honum áhuga að skoða málið betur. Hann hafi í kjölfarið fengið aðgang að bréfasafni Friðriks sem var í umsjá KFUM. Hann segir að það hafi komið sér á óvart við lesturinn að bréfin og það hvernig Friðrik skrifaði um drengina sína og drengi almennt hafi ekki vakið upp einhverja umræðu í samfélaginu. „Þetta þjóðfélag sem að Friðrik starfar í. Öll svona mál eru algjört taboo. Það mátti ekki minnast á neitt sem að snýr að svona hlutum.“ Spurður hvort að Friðrik hafi misnotað unga drengi segist Guðmundur vona ekki, en að þó sé frásögn í bókinni, sem hafi komið óvænt til hans. Það sé frásögn manns á áttræðisaldri sem var í KFUM sem ungur drengur. Hann lýsir því að hafa verið tekinn og leiddur út af samkomu í KFUM og á fund Friðriks. Hann hafi verið skilinn einn eftir inni í stofu með Friðriki sem hóf svo að kjassa hann og káfar á honum á ósæmilegan hátt. Guðmundur segir að manninum hafi verið brugðið og að atvikið hafi setið í honum alla ævi. Hann hafi leitað til Stígamóta árið 2018 þegar afmælis Friðriks var minnst og svo síðar ákveðið að segja Guðmundi frá þessu. Guðmundur segir að það megi velta því fyrir sér hvort að Friðrik hafi verið með elliglöp á þessum tíma og ekki verið sjálfrátt. En að það sem mæli á móti því er að á sama tíma fór hann í viðtöl og þar virtist í lagi við hann. Þá kemur fram í viðtalinu að í bókinni séu einnig frásagnir manna sem lýsi því að hafa ekki líkað við atlot Friðriks og hafi þótt þau of mikil. Hægt er að horfa á allt viðtalið hér í spilara RÚV.
Mál séra Friðriks Friðrikssonar Kynferðisofbeldi Réttindi barna Trúmál Félagasamtök Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Sjá meira