Fæðuöryggi á krossgötum Ingibjörg Isaksen skrifar 25. október 2023 14:00 Íslenskur landbúnaður, matarkista þjóðarinnar stendur um margt á krossgötum. Hann hefur gengið í gegnum miklar breytingar á undanförnum áratugum. Tæknibylting hefur gjörbreytt framleiðslu aðstæðum, ekki síst vegna aukinna krafna um aðbúnað dýra og eins kröfu markaðarins um lægra verð á matvælum. Breytt umhverfi Síðustu ár hefur orðið mikil hagræðing í landbúnaði þar sem búum hefur fækkað og stækkað. Framleiðsla í mjólk, hvítu kjöti og eggjum líklega aldrei verið keyrð á jafn hagkvæman máta, með stærri einingum án þess að mannskap hafi fjölgað mikið við vinnu á hverju búi og framleiðslan hefur aldrei verið meiri. Allt eins og áður segir er þetta gert til þess að framleiða gæða matvöru við sem bestar og hagkvæmastar aðstæður, enda staðreyndin að fá lönd geta státað sig af jafn hreinum landbúnaði og gæða afurðum eins og Íslendingar gera nú. En til þess að komast á þennan stað hefur landbúnaður þurft að fjárfesta verulega á undanförnum 15-20 árum. Þetta er fjárfesting til framtíðar, hús, vélar, tæki og ræktun sem munu nýtast næstu áratugina. Aukin skuldsetning Krossgöturnar eru þær að með stærri og meiri fjárfestingu hefur skuldsetning búanna líka aukist verulega og þegar vaxtarstig er með þeim ætti sem nú er mikil hætta á að illa fari. Það þarf þolinmótt fjármagn því það er hagur okkar allra að við búum að blómlegum landbúnaði til lengri tíma. Fjármagn sem þetta hefur tæplega verið í boði hjá lánastofnunum á þeim kjörum og þeim lánstíma sem hefði þurft. Íslenskur landbúnaður snýst um fæðuöryggi þjóðarinnar. Það hefur sannarlega sýnt sig í þeim átökum sem hafa átt sér stað í Austur Evrópu hversu mikilvægt fæðuöryggi er hverri þjóð. Því er mikilvægt að við stöndum í fæturna og styðjum þessa grein eins og best verður á kosið svo íslenskir bændur geti sinnt sínu hlutverki hvernig sem árar. Ný nálgun Íslendingar þurfa að fara hugsa landbúnað með nýrri nálgun á framtíð hans og vaxtarmöguleika. Snýr það bæði að fjármögnun atvinnu greinarinnar og ekki síður endurskoðun á fyrirkomulagi tolla og innflutnings á afurðum erlendis frá. Ný nálgun sem Þórarinn Ingi Pétursson þingmaður Framsóknar og formaður atvinnuveganefndar kom inn á í grein nýlega gæti verið áhugaverð. Þar sem hann varpar því fram að við höfum tækifæri til þess að nota í ríkari mæli Byggðastofnun sem útlánaaðila til kynslóðaskipta í landbúnaði. Ásamt því sem hann veltir því upp hvort hægt væri að nýta hugmyndafræði sem búin var til með hlutdeildarlánum fyrir fyrstu kaupendur fasteigna til þess að hjálpa ungu fólki að komast inn í landbúnað, þar sem ríkið myndi leggja til 20-30% í formi hlutdeildarlána við jarðakaup. Í landbúnaði þar sem þarf þolinmótt fjármagn þurfa lán sem þessi helst að vera til a.m.k. 50 ára á lágum vöxtum. Með þessum aðgerðum væri hægt að skapa umhverfi þar sem eðlileg fjárfesting getur átt sér stað, þar sem búin geta fjárfest og hagrætt án þess að vera sokkin í fen skulda og vaxta og þegar hriktir í stoðum efnahagslífsins geta orðið stórslys með tilheyrandi gjaldþrotum og flótta úr landbúnaði. Íslendingar hafa einfaldlega ekki efni á að eiga ekki blómlegan landbúnað til að sinna grundvallarþörfum þjóðarinnar. Höfundur er þingflokksformaður Framsóknar og 1. þingmaður Norðausturkjördæmis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingibjörg Ólöf Isaksen Framsóknarflokkurinn Matvælaframleiðsla Alþingi Landbúnaður Mest lesið Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Sjá meira
Íslenskur landbúnaður, matarkista þjóðarinnar stendur um margt á krossgötum. Hann hefur gengið í gegnum miklar breytingar á undanförnum áratugum. Tæknibylting hefur gjörbreytt framleiðslu aðstæðum, ekki síst vegna aukinna krafna um aðbúnað dýra og eins kröfu markaðarins um lægra verð á matvælum. Breytt umhverfi Síðustu ár hefur orðið mikil hagræðing í landbúnaði þar sem búum hefur fækkað og stækkað. Framleiðsla í mjólk, hvítu kjöti og eggjum líklega aldrei verið keyrð á jafn hagkvæman máta, með stærri einingum án þess að mannskap hafi fjölgað mikið við vinnu á hverju búi og framleiðslan hefur aldrei verið meiri. Allt eins og áður segir er þetta gert til þess að framleiða gæða matvöru við sem bestar og hagkvæmastar aðstæður, enda staðreyndin að fá lönd geta státað sig af jafn hreinum landbúnaði og gæða afurðum eins og Íslendingar gera nú. En til þess að komast á þennan stað hefur landbúnaður þurft að fjárfesta verulega á undanförnum 15-20 árum. Þetta er fjárfesting til framtíðar, hús, vélar, tæki og ræktun sem munu nýtast næstu áratugina. Aukin skuldsetning Krossgöturnar eru þær að með stærri og meiri fjárfestingu hefur skuldsetning búanna líka aukist verulega og þegar vaxtarstig er með þeim ætti sem nú er mikil hætta á að illa fari. Það þarf þolinmótt fjármagn því það er hagur okkar allra að við búum að blómlegum landbúnaði til lengri tíma. Fjármagn sem þetta hefur tæplega verið í boði hjá lánastofnunum á þeim kjörum og þeim lánstíma sem hefði þurft. Íslenskur landbúnaður snýst um fæðuöryggi þjóðarinnar. Það hefur sannarlega sýnt sig í þeim átökum sem hafa átt sér stað í Austur Evrópu hversu mikilvægt fæðuöryggi er hverri þjóð. Því er mikilvægt að við stöndum í fæturna og styðjum þessa grein eins og best verður á kosið svo íslenskir bændur geti sinnt sínu hlutverki hvernig sem árar. Ný nálgun Íslendingar þurfa að fara hugsa landbúnað með nýrri nálgun á framtíð hans og vaxtarmöguleika. Snýr það bæði að fjármögnun atvinnu greinarinnar og ekki síður endurskoðun á fyrirkomulagi tolla og innflutnings á afurðum erlendis frá. Ný nálgun sem Þórarinn Ingi Pétursson þingmaður Framsóknar og formaður atvinnuveganefndar kom inn á í grein nýlega gæti verið áhugaverð. Þar sem hann varpar því fram að við höfum tækifæri til þess að nota í ríkari mæli Byggðastofnun sem útlánaaðila til kynslóðaskipta í landbúnaði. Ásamt því sem hann veltir því upp hvort hægt væri að nýta hugmyndafræði sem búin var til með hlutdeildarlánum fyrir fyrstu kaupendur fasteigna til þess að hjálpa ungu fólki að komast inn í landbúnað, þar sem ríkið myndi leggja til 20-30% í formi hlutdeildarlána við jarðakaup. Í landbúnaði þar sem þarf þolinmótt fjármagn þurfa lán sem þessi helst að vera til a.m.k. 50 ára á lágum vöxtum. Með þessum aðgerðum væri hægt að skapa umhverfi þar sem eðlileg fjárfesting getur átt sér stað, þar sem búin geta fjárfest og hagrætt án þess að vera sokkin í fen skulda og vaxta og þegar hriktir í stoðum efnahagslífsins geta orðið stórslys með tilheyrandi gjaldþrotum og flótta úr landbúnaði. Íslendingar hafa einfaldlega ekki efni á að eiga ekki blómlegan landbúnað til að sinna grundvallarþörfum þjóðarinnar. Höfundur er þingflokksformaður Framsóknar og 1. þingmaður Norðausturkjördæmis.
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun