Ofnotkun á nefspreyi geti endað í vítahring Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 20. október 2023 22:22 Vilborg Halldórsdóttir er lyfjafræðingur hjá Lyfju. Vísir/Getty Nefúði getur verið ávanabindandi og notkun hans getur orðið að ákveðnum vítahring. Lyfja gaf nýlega út bækling þar sem þeir, sem nota úðann of mikið, er varaðir við og hjálpað að hætta. Lyfjafræðingur segir að ofnotkun geti orðið að krónísku vandamáli. Nefsprey, nefúði eða nefdropar eru ólyfseðilsskyldir en notkun þeirra hefur aukist undanfarin ár. Fréttastofa ræddi til að mynda við háls-, nef- og eyrnalækni fyrir sjö árum síðan og sagði hann þá fjölda leita sér hjálpar vegna fíknar í nefsprey. Vandamálið virðist alls ekki úr sögunni en rætt var við lyfjafræðinginn Vilborgu Halldórsdóttur hjá Lyfju í Reykjavík síðdegis í dag. Tilefnið var útgáfa nýs bæklings Lyfju, þar sem farið er yfir leiðir til að hætta að nota nefúða. „Ég hef ekki tölulegar upplýsingar [um það, hversu margir eru háðir nefúða] en þetta er að minnsta kosti það algengt að við sáum ástæðu til hjá Lyfju, bæði að búa til bækling um hvernig þú getur losað þig við þennan ávana, og eins að setja það inn í okkar þjálfun að vara fólk við því í hvert skipti sem það kaupir úða. Þetta losar ákveðna bólgu en svo myndast í raun líka ákveðin bólga. Svo ef þetta gengur í nógu langan tíma þá verður í rauninni krónísk bólga í nefslímhúðinni.“ segir Vilborg. Verði að krónískum vanda Hún segir að nota eigi úðann í hámarki viku, tíu daga í senn, en margir geri sér hreinlega ekki grein fyrir því að ofnotkun geti endað illa. „Þetta er náttúrulega notað yfirleitt sem einkennameðferð í kvefi eða einhverjum svona flensum. Þannig þetta er í rauninni bara til að bæta líðan þangað til að veikindin ganga yfir. Þetta í rauninni minnkar slímmyndun í nefinu og síðan verður þetta að krónískum vanda, að það verða bólgur og eftir langan tíma getur þetta farið að valda breytingum á starfsemi nefsins sem er svona okkar loftræstikerfi.“ Bataferli geti tekið allt að þrjá mánuði Hún segir einstaklingsbundið hve langan tíma það taki að hætta notkun nefspreysins. Það fari eftir því hversu slæmt ástandið er, en geti jafnvel tekið allt að þrjá mánuði. Standi bataferlið lengur yfir mælir Vilborg með því að fólk leiti til læknis. „Þetta er ekki ávanabindandi efni líkamlega en það er í raun og veru notkunin á því sem verður ávanabindandi. Þú myndar ekki líkamlega fíkn en þú myndar ávana af því þú ert alltaf stíflaður [...] Þér finnst þú fara að þurfa að nota það oftar og oftar og ert kominn langt yfir ráðlagða notkun og tímann. Og í rauninni upplifir alltaf styttra á milli þess sem nefið er stíflað. Þetta er vítahringur, þetta er ekki beint fíkn en þetta verður svona vítahringur.“ Fólk verði hissa Fyrir þá sem ætla að hætta að nota nefsprey segir Vilborg að ýmsar leiðir standi til boða. Það séu ákveðin steralyf í nefúðaformi sem reynst geti vel og þá geti saltvatnssprey, náttúrulegar lausnir, hjálpað. „Maður verður stundum var við það þegar maður er að tala við fólk að það er eins og það átti sig ekki á því að það, að það sé alltaf að nota spreyið, sé vandamál. Af því þetta hefur auðvitað engin áhrif á frammistöðu eða neitt slíkt. Svo þegar einhver nefnir að þú megir ekki nota þetta af því þú getur orðið háð notkuninni þá verður fólk jafnvel hissa.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Reykjavík síðdegis Heilsa Heilbrigðismál Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Sjá meira
Nefsprey, nefúði eða nefdropar eru ólyfseðilsskyldir en notkun þeirra hefur aukist undanfarin ár. Fréttastofa ræddi til að mynda við háls-, nef- og eyrnalækni fyrir sjö árum síðan og sagði hann þá fjölda leita sér hjálpar vegna fíknar í nefsprey. Vandamálið virðist alls ekki úr sögunni en rætt var við lyfjafræðinginn Vilborgu Halldórsdóttur hjá Lyfju í Reykjavík síðdegis í dag. Tilefnið var útgáfa nýs bæklings Lyfju, þar sem farið er yfir leiðir til að hætta að nota nefúða. „Ég hef ekki tölulegar upplýsingar [um það, hversu margir eru háðir nefúða] en þetta er að minnsta kosti það algengt að við sáum ástæðu til hjá Lyfju, bæði að búa til bækling um hvernig þú getur losað þig við þennan ávana, og eins að setja það inn í okkar þjálfun að vara fólk við því í hvert skipti sem það kaupir úða. Þetta losar ákveðna bólgu en svo myndast í raun líka ákveðin bólga. Svo ef þetta gengur í nógu langan tíma þá verður í rauninni krónísk bólga í nefslímhúðinni.“ segir Vilborg. Verði að krónískum vanda Hún segir að nota eigi úðann í hámarki viku, tíu daga í senn, en margir geri sér hreinlega ekki grein fyrir því að ofnotkun geti endað illa. „Þetta er náttúrulega notað yfirleitt sem einkennameðferð í kvefi eða einhverjum svona flensum. Þannig þetta er í rauninni bara til að bæta líðan þangað til að veikindin ganga yfir. Þetta í rauninni minnkar slímmyndun í nefinu og síðan verður þetta að krónískum vanda, að það verða bólgur og eftir langan tíma getur þetta farið að valda breytingum á starfsemi nefsins sem er svona okkar loftræstikerfi.“ Bataferli geti tekið allt að þrjá mánuði Hún segir einstaklingsbundið hve langan tíma það taki að hætta notkun nefspreysins. Það fari eftir því hversu slæmt ástandið er, en geti jafnvel tekið allt að þrjá mánuði. Standi bataferlið lengur yfir mælir Vilborg með því að fólk leiti til læknis. „Þetta er ekki ávanabindandi efni líkamlega en það er í raun og veru notkunin á því sem verður ávanabindandi. Þú myndar ekki líkamlega fíkn en þú myndar ávana af því þú ert alltaf stíflaður [...] Þér finnst þú fara að þurfa að nota það oftar og oftar og ert kominn langt yfir ráðlagða notkun og tímann. Og í rauninni upplifir alltaf styttra á milli þess sem nefið er stíflað. Þetta er vítahringur, þetta er ekki beint fíkn en þetta verður svona vítahringur.“ Fólk verði hissa Fyrir þá sem ætla að hætta að nota nefsprey segir Vilborg að ýmsar leiðir standi til boða. Það séu ákveðin steralyf í nefúðaformi sem reynst geti vel og þá geti saltvatnssprey, náttúrulegar lausnir, hjálpað. „Maður verður stundum var við það þegar maður er að tala við fólk að það er eins og það átti sig ekki á því að það, að það sé alltaf að nota spreyið, sé vandamál. Af því þetta hefur auðvitað engin áhrif á frammistöðu eða neitt slíkt. Svo þegar einhver nefnir að þú megir ekki nota þetta af því þú getur orðið háð notkuninni þá verður fólk jafnvel hissa.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan.
Reykjavík síðdegis Heilsa Heilbrigðismál Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Sjá meira