Atvikið í Breiðagerðisskóla sé áminning til foreldra Jón Þór Stefánsson skrifar 18. október 2023 20:12 Unnur Freyja Víðisdóttir, sérfræðingur í miðlalæsi segir að atvikið í Breiðagerisskóla geta verið foreldrum áminning. Vísir/Vilhelm Unnur Freyja Víðisdóttir, sérfræðingur í miðlalæsi hjá Fjölmiðlanefnd, segir að atvik þar sem stíflueyðisdufti var skvett í andlit grunnskólastúlku vera áminningu til foreldra um að fylgjast með netnotkun barnanna sinna. Þau beri ábyrgð á börnunum sínum. Greint hefur verið frá því að stúlkan hafi dvalið lengi fram eftir nóttu á bráðadeild þar sem að unnið hafi verið að því að bjarga sjón hennar. Ekki liggur fyrir hvort stúlkan muni hljóta varanlegan skaða af. Drengirnir sem köstuðu duftinu byggðu verknaðinn á einhverju sem þeir höfðu séð á netinu. „Hugur minn er hjá þolanda, gerendum og foreldrum þessara barna,“ sagði Unnur í viðtali hjá Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag. Hún bendir á að atvikið sé ekki það fyrsta þar sem krakkar hermi eftir einhverju sem þau sjái á samfélagsmiðlum. „Eins hræðilegt og þetta atvik var þá er það góð áminning um það að við foreldrar og forráðamenn fylgjumst með netnotkun barnanna okkar. Það er hvað þau eru að gera á netinu og skoða þar,“ Aðspurð um hvort foreldrar geti fylgst vel með í ljósi þess hve hraðir netheimar séu segir Unnur svo vera. Foreldrar þurfi þó að hafa viljan til. Hún nefnir til að mynda að hægt sé að fræða börnin áður en þau fái aðgang að samfélagsmiðlum. „Við ættum ekki að vera að veita börnum sem hafa ekki þroska til eftirlitslausan aðgang að samfélagsmiðlum án viðeigandi fræðslu. Við erum ekkert að vera „leiðinlega foreldrið“ að aðstoða börnin okkar og passa upp á þau,“ Unnur veltir fyrir sér hvort aldurstakmarkið sem gildi um samfélagsmiðlana sé „of ungt“ en miðað er við þrettán ára aldur. „Rannsóknir sýna að mikill meirihluti barna sem hefur ekki aldur til er inni á þessum miðlum. Og mjög hátt hlutfall foreldra voru þau sem aðstoðuðu þau að setja upp aðganga að þessum samfélagsmiðlum.“ segir Unnur. „Því miður þá fylgjast alltof fáir foreldrar með notkun barnanna sinna á þessum miðlum,“ bætir hún við. Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Grunnskólar Reykjavík Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Greint hefur verið frá því að stúlkan hafi dvalið lengi fram eftir nóttu á bráðadeild þar sem að unnið hafi verið að því að bjarga sjón hennar. Ekki liggur fyrir hvort stúlkan muni hljóta varanlegan skaða af. Drengirnir sem köstuðu duftinu byggðu verknaðinn á einhverju sem þeir höfðu séð á netinu. „Hugur minn er hjá þolanda, gerendum og foreldrum þessara barna,“ sagði Unnur í viðtali hjá Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag. Hún bendir á að atvikið sé ekki það fyrsta þar sem krakkar hermi eftir einhverju sem þau sjái á samfélagsmiðlum. „Eins hræðilegt og þetta atvik var þá er það góð áminning um það að við foreldrar og forráðamenn fylgjumst með netnotkun barnanna okkar. Það er hvað þau eru að gera á netinu og skoða þar,“ Aðspurð um hvort foreldrar geti fylgst vel með í ljósi þess hve hraðir netheimar séu segir Unnur svo vera. Foreldrar þurfi þó að hafa viljan til. Hún nefnir til að mynda að hægt sé að fræða börnin áður en þau fái aðgang að samfélagsmiðlum. „Við ættum ekki að vera að veita börnum sem hafa ekki þroska til eftirlitslausan aðgang að samfélagsmiðlum án viðeigandi fræðslu. Við erum ekkert að vera „leiðinlega foreldrið“ að aðstoða börnin okkar og passa upp á þau,“ Unnur veltir fyrir sér hvort aldurstakmarkið sem gildi um samfélagsmiðlana sé „of ungt“ en miðað er við þrettán ára aldur. „Rannsóknir sýna að mikill meirihluti barna sem hefur ekki aldur til er inni á þessum miðlum. Og mjög hátt hlutfall foreldra voru þau sem aðstoðuðu þau að setja upp aðganga að þessum samfélagsmiðlum.“ segir Unnur. „Því miður þá fylgjast alltof fáir foreldrar með notkun barnanna sinna á þessum miðlum,“ bætir hún við.
Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Grunnskólar Reykjavík Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira