Verða stundum pirraðar á hvor annarri í Vestmannaeyjum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 9. október 2023 20:31 Systrunum líður vel í Vestmannaeyjum en verða þó stunduð aðeins pirraðar á hvor annarri. Aðsend Mjaltrasysturnar Litla Hvít og Litla Grá í Vestmannaeyjum þurfa ekki að kvarta undan svengd því þær fá 60 kíló af fisk á hverjum degi. Þær eru orðnar 15 ára og leika við hvern sinn fingur í Vestmannaeyjum þó þær verði stundum pirraðar á hvor annarri. Það fer vel um Litlu Hvít og Litlu Grá á safninu í Vestmannaeyjum og það er alltaf mikill fjöldi ferðamanna, sem fer sérstaklega í safnið til að sjá þær. Vel er hugsað um þær af sérfræðingum til að gæta að vellíðan þeirra. En systrunum líður mjög vel á safninu en þær þurfa mikið að borða en hvor þeirra fær 30 kíló af fisk á hverjum einasta degi. Já, þær fá 60 kíló saman af fiski, aðallega síld, loðnu, kolmunna og makríl. „Þær eru bara voðalega kátar alltaf. Litla Grá var að glíma við smá magasár, sem olli því að við urðum að taka þær inn til okkar aftur. Hún er öll að koma til, hún er orðinn miklu frískari og þær eru bara voðalega kátar. Fólki finnst þær náttúrulega alveg ótrúlegar. Þær eru náttúrulega stórar og þær eru svo leikglaðar, það eru allir, sem falla fyrir þeim, allir, sem koma hingað,“ segir Þóra Gísladóttir, framkvæmdastjóri Sea Life Trust í Vestmannaeyjum. Systurnar fá samtal 60 kíló af fiski á dag til að éta.Aðsend Þóra segir systurnar vera táninga því þær séu ekki nema 15 ára gamlar en þær geti vel orðið 60 til 70 ára. En verða þær þá í Vestmannaeyjum þar til yfir lýkur? „Við reiknum með því. Það er náttúrlega þannig að þú getur aldrei sleppt dýrum, sem hafa verið í haldi lengi hjá mannfólki, það gengur bara ekki að sleppa þeim fyllilega aftur endilega en draumurinn væri auðvitað að geta leyft þeim að fara en það er kannski ekkert raunsær draumur en vonandi geta þær verið út í Klettsvík, sem mest,“ segir Þóra. En eru Litla Hvít og Lita Grá miklar vinkonur eða pirraðar á hvor annarri ? „Þær eru rosalega miklar vinkonur. Þær eiga erfitt þegar annarri líður illa og þannig en það kemur alveg upp á að þær verði svolítið pirraðar kannski eins og gerist hjá vinum eða systkinum. Þær eru aldar upp eins og systkini, það kemur alveg upp hjá þeim svona pirringur en þær eru fljótar að sættast,“ segir Þóra að lokum. Þóra Gísladóttir, sem er framkvæmdastjóri Sea Life Trust í Vestmannaeyjum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Vestmannaeyjar Mjaldrar í Eyjum Hvalir Dýr Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Það fer vel um Litlu Hvít og Litlu Grá á safninu í Vestmannaeyjum og það er alltaf mikill fjöldi ferðamanna, sem fer sérstaklega í safnið til að sjá þær. Vel er hugsað um þær af sérfræðingum til að gæta að vellíðan þeirra. En systrunum líður mjög vel á safninu en þær þurfa mikið að borða en hvor þeirra fær 30 kíló af fisk á hverjum einasta degi. Já, þær fá 60 kíló saman af fiski, aðallega síld, loðnu, kolmunna og makríl. „Þær eru bara voðalega kátar alltaf. Litla Grá var að glíma við smá magasár, sem olli því að við urðum að taka þær inn til okkar aftur. Hún er öll að koma til, hún er orðinn miklu frískari og þær eru bara voðalega kátar. Fólki finnst þær náttúrulega alveg ótrúlegar. Þær eru náttúrulega stórar og þær eru svo leikglaðar, það eru allir, sem falla fyrir þeim, allir, sem koma hingað,“ segir Þóra Gísladóttir, framkvæmdastjóri Sea Life Trust í Vestmannaeyjum. Systurnar fá samtal 60 kíló af fiski á dag til að éta.Aðsend Þóra segir systurnar vera táninga því þær séu ekki nema 15 ára gamlar en þær geti vel orðið 60 til 70 ára. En verða þær þá í Vestmannaeyjum þar til yfir lýkur? „Við reiknum með því. Það er náttúrlega þannig að þú getur aldrei sleppt dýrum, sem hafa verið í haldi lengi hjá mannfólki, það gengur bara ekki að sleppa þeim fyllilega aftur endilega en draumurinn væri auðvitað að geta leyft þeim að fara en það er kannski ekkert raunsær draumur en vonandi geta þær verið út í Klettsvík, sem mest,“ segir Þóra. En eru Litla Hvít og Lita Grá miklar vinkonur eða pirraðar á hvor annarri ? „Þær eru rosalega miklar vinkonur. Þær eiga erfitt þegar annarri líður illa og þannig en það kemur alveg upp á að þær verði svolítið pirraðar kannski eins og gerist hjá vinum eða systkinum. Þær eru aldar upp eins og systkini, það kemur alveg upp hjá þeim svona pirringur en þær eru fljótar að sættast,“ segir Þóra að lokum. Þóra Gísladóttir, sem er framkvæmdastjóri Sea Life Trust í Vestmannaeyjum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Vestmannaeyjar Mjaldrar í Eyjum Hvalir Dýr Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira