Faðir sem ógnaði ítrekað lífi eiginkonu og barna sinna fær mildari dóm Jón Þór Stefánsson skrifar 6. október 2023 16:40 Landsréttur dæmdi manninn í átján mánaða fangelsi, en í héraði hafði hann fengið tveggja ára dóm. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur mildað dóm yfir karlmanni sem hefur verið sakfelldur fyrir stórfelld brot gegn þáverandi eiginkonu sinni og tveimur börnum. Í Héraðsdómi Reykaness hlaut maðurinn tveggja ára fangelsisdóm, en Landsréttur dæmir hann til að sæta átján mánaða fangelsisvist. Jafnframt voru miskabæturnar sem manninum er gert að greiða fyrrverandi eiginkonu sinni lækkaðar úr 3,5 milljónum niður í 2,5 milljónir. Miskabætur til barnanna voru óbreyttar, en þær voru 2,5 milljónir annars vegar og 1,5 milljón hins vegar. Brotin sem maðurinn var ákærður fyrir áttu sér stað frá árinu 2012 til 2020 og voru ákæruliðirnir þrettán talsins. Í ákærunni er margendurteknum ofbeldisbrotum mannsins lýst, en þau beindust að þáverandi eiginkonu hans, syni og dóttur. Þá fann móðir konunnar einnig fyrir ofbeldinu. Meinaði eiginkonu sinni að fara Ein lýsingin í ákærunni varðar brot sem átti sér stað í febrúar 2013, þegar maðurinn hrinti konunni þegar hún stóð upp úr sófa á heimili þeirra. Í kjölfarið hafi konan ætlað að yfirgefa heimilið, en hann svipt hana frelsi sínu, ýtt henni inn í svefnherbergi þeirra þar sem hann beitti henni líkamlegu ofbeldi á ýmsa vegu. Til dæmis með barsmíðum og með því að lemja höfði hennar ítrekað í rúm þeirra. Jafnframt er að finna lýsingar á ofbeldi mannsins þar sem hann misþyrmdi börnum sínum tveimur með líkamlegu og andlegu ofbeldi. Jafnframt kemur fram að börnin hafi verið stundum verið viðstödd þegar faðirinn beitti aðra fjölskyldumeðlimi ofbeldi. Ógnaði lífi þeirra ítrekað Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að maðurinn hafi ítrekað og á sérstaklega sársaukafullan hátt ógnað lífi og heilsu fjölskyldumeðlima sinna með ofbeldi sínu. Þáverandi eiginkona hans og börn hafi lifað við ógnarástand innan veggja heimilis síns í um tvö ár. Í dómnum segir að það sé langur tími fyrir þann sem verður fyrir ofbeldinu og því hafi faðirinn „misnotað freklega yfirburðastöðu sína í ljósi þess að hann hélt þáverandi eiginkonu sinni, móður hennar og tveimur börnum, í þessu ógnarástandi.“ Líkt og áður segir var dómurinn yfir manninum mildaður, úr tveimur árum yfir í átján mánuði. Í dómi Landsréttar er ekki farið sérstaklega yfir þá ákvörðun, en vísað er til dómaframkvæmdar. Þá voru miskabætur til fyrrverandi eiginkonunnar lækkaðar, en að öðru leiti var dómur héraðsdóms staðfestur. Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Erlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Fleiri fréttir Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Sjá meira
Jafnframt voru miskabæturnar sem manninum er gert að greiða fyrrverandi eiginkonu sinni lækkaðar úr 3,5 milljónum niður í 2,5 milljónir. Miskabætur til barnanna voru óbreyttar, en þær voru 2,5 milljónir annars vegar og 1,5 milljón hins vegar. Brotin sem maðurinn var ákærður fyrir áttu sér stað frá árinu 2012 til 2020 og voru ákæruliðirnir þrettán talsins. Í ákærunni er margendurteknum ofbeldisbrotum mannsins lýst, en þau beindust að þáverandi eiginkonu hans, syni og dóttur. Þá fann móðir konunnar einnig fyrir ofbeldinu. Meinaði eiginkonu sinni að fara Ein lýsingin í ákærunni varðar brot sem átti sér stað í febrúar 2013, þegar maðurinn hrinti konunni þegar hún stóð upp úr sófa á heimili þeirra. Í kjölfarið hafi konan ætlað að yfirgefa heimilið, en hann svipt hana frelsi sínu, ýtt henni inn í svefnherbergi þeirra þar sem hann beitti henni líkamlegu ofbeldi á ýmsa vegu. Til dæmis með barsmíðum og með því að lemja höfði hennar ítrekað í rúm þeirra. Jafnframt er að finna lýsingar á ofbeldi mannsins þar sem hann misþyrmdi börnum sínum tveimur með líkamlegu og andlegu ofbeldi. Jafnframt kemur fram að börnin hafi verið stundum verið viðstödd þegar faðirinn beitti aðra fjölskyldumeðlimi ofbeldi. Ógnaði lífi þeirra ítrekað Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að maðurinn hafi ítrekað og á sérstaklega sársaukafullan hátt ógnað lífi og heilsu fjölskyldumeðlima sinna með ofbeldi sínu. Þáverandi eiginkona hans og börn hafi lifað við ógnarástand innan veggja heimilis síns í um tvö ár. Í dómnum segir að það sé langur tími fyrir þann sem verður fyrir ofbeldinu og því hafi faðirinn „misnotað freklega yfirburðastöðu sína í ljósi þess að hann hélt þáverandi eiginkonu sinni, móður hennar og tveimur börnum, í þessu ógnarástandi.“ Líkt og áður segir var dómurinn yfir manninum mildaður, úr tveimur árum yfir í átján mánuði. Í dómi Landsréttar er ekki farið sérstaklega yfir þá ákvörðun, en vísað er til dómaframkvæmdar. Þá voru miskabætur til fyrrverandi eiginkonunnar lækkaðar, en að öðru leiti var dómur héraðsdóms staðfestur.
Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Erlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Fleiri fréttir Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent