Ekki ljóst hvort veitingastaðir eða aðrir hafi keypt heilsuspillandi matvörur Helena Rós Sturludóttir skrifar 5. október 2023 12:53 Óskar Ísfeld Sigurðsson, deildarstjóri matvælaeftirlits heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur. Bylgjan Matvælaeftirlit heilbrigðiseftirlits Reykjavíkurborgar hefur látið farga nokkrum tonnum af matvælum sem lagt var hald á í síðustu viku. Matvælin voru geymt á ólöglegum stað án tilskylinna leyfa og segir deildarstjóri matvælaeftirlitsins málið fordæmalaust. Matvörurnar sem lagt var hald á voru geymd í húsnæði á höfuðborgarsvæðinu og voru þetta ýmiss konar tegundir matvæla líkt og frystivara, kjöt, allskyns þurrvörur og sósur. Morgunblaðið greindi fyrst frá málinu. Óskar Ísfeld Sigurðsson, deildarstjóri matvælaeftirlits Reykjavíkurborgar, segir enn óljóst hvort til hafi staðið að selja matvælin til veitingastaða eða annarra. „Við höfum ekki upplýsingar um það eins og er. Málið er í rannsókn en það sem er mikilvægast í þessu er að það er búið að ná utan um þessi matvæli sem við höfðum rökstuddan grun um að væru heilsuspillandi og óhæf til neyslu. Þess vegna var nauðsynlegt að farga þeim. Þau voru geymd við óheilnæmar aðstæður,“ segir Óskar og bætir við búið sé að tryggja matvælaöryggið með þessum aðgerðum með því að taka matvælin úr umferð og farga þeim. Aðspurður hvort eitthvað bendi til þess að veitingastaðir eða aðrir hafi átti í viðskiptum við viðkomandi aðila segir Óskar það einnig óljóst. „Við höfum óskað eftir upplýsingum fá þessum aðila um þessa hluti en höfum ekki þær upplýsingar núna.“ Óskar segir sektarheimildir matvælaeftirlitsins ekki skýrar í málum líkt og þessu en verið sé að skoða það með lögfræðingum eftirlitsins. Aðspurður hvort það sé ekki eitthvað sem ætti að vera skýrt segir Óskar það vissulega vera. „Jú það er mitt persónulega mat að það þyrfti að vera skýrari og betri heimildir fyrir heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga hvað svona mál varðar.“ Óskar segir alvarlegt mál ef viðkomandi aðili hafi ætlað að dreifa matvörunum. Fyrirtækið sem um ræðir sé ekki matvælafyrirtæki og hafi ekki leyfi sem slíkt. Heilbrigðismál Reykjavík Matur Veitingastaðir Heilbrigðiseftirlit Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Sjá meira
Matvörurnar sem lagt var hald á voru geymd í húsnæði á höfuðborgarsvæðinu og voru þetta ýmiss konar tegundir matvæla líkt og frystivara, kjöt, allskyns þurrvörur og sósur. Morgunblaðið greindi fyrst frá málinu. Óskar Ísfeld Sigurðsson, deildarstjóri matvælaeftirlits Reykjavíkurborgar, segir enn óljóst hvort til hafi staðið að selja matvælin til veitingastaða eða annarra. „Við höfum ekki upplýsingar um það eins og er. Málið er í rannsókn en það sem er mikilvægast í þessu er að það er búið að ná utan um þessi matvæli sem við höfðum rökstuddan grun um að væru heilsuspillandi og óhæf til neyslu. Þess vegna var nauðsynlegt að farga þeim. Þau voru geymd við óheilnæmar aðstæður,“ segir Óskar og bætir við búið sé að tryggja matvælaöryggið með þessum aðgerðum með því að taka matvælin úr umferð og farga þeim. Aðspurður hvort eitthvað bendi til þess að veitingastaðir eða aðrir hafi átti í viðskiptum við viðkomandi aðila segir Óskar það einnig óljóst. „Við höfum óskað eftir upplýsingum fá þessum aðila um þessa hluti en höfum ekki þær upplýsingar núna.“ Óskar segir sektarheimildir matvælaeftirlitsins ekki skýrar í málum líkt og þessu en verið sé að skoða það með lögfræðingum eftirlitsins. Aðspurður hvort það sé ekki eitthvað sem ætti að vera skýrt segir Óskar það vissulega vera. „Jú það er mitt persónulega mat að það þyrfti að vera skýrari og betri heimildir fyrir heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga hvað svona mál varðar.“ Óskar segir alvarlegt mál ef viðkomandi aðili hafi ætlað að dreifa matvörunum. Fyrirtækið sem um ræðir sé ekki matvælafyrirtæki og hafi ekki leyfi sem slíkt.
Heilbrigðismál Reykjavík Matur Veitingastaðir Heilbrigðiseftirlit Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Sjá meira