Julia Ormond höfðar mál á hendur Weinstein, Disney og Miramax Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. október 2023 07:01 Ormond var á hátindi frægðar sinnar þegar árásin átti sér stað. Getty/Matt Winkelmeyer Leikkonan Julia Ormond hefur höfðað mál á hendur kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein vegna árásar í kjölfar kvöldverðar árið 1995. Hún krefst einnig bóta frá Disney, Miramax og fyrrverandi umboðsskrifstofu sinni. Weinstein afplánar nú 23 ára fangelsisdóm vegna kynferðisofbeldis. Ormond varð fræg fyrir myndir á borð við Legends of the Fall, First Knight, Sabrina og Smilla's Sense of Snow. Hún segir feril sinn hins vegar hafa farið niður á við eftir árás Weinstein. Í dómsskjölunum segir að þegar Ormond var á hátindi ferils síns hefðu hún og Weinstein farið í íbúð á vegum Miramax eftir kvöldverð, þar sem framleiðandinn afklæddist og neyddi Ormond til að hafa við sig munnmök. Þá segir að koma hefði mátt í veg fyrir árásina ef Miramax, framleiðslufyrirtæki Weinstein, og Disney hefðu tekið kvikmyndamógúlinn úr umferð þegar þeir komust að því að hann væri hættulegur konum. Lýsingar Ormond ríma við frásagnir annarra kvenna af árásum Weinstein en lögmenn hans segja hann blásaklausan af ásökununum. Í yfirlýsingu segist Ormond hafa þurft að lifa með minningunni um atvikið um langt skeið og að hún sé þakklát þeim sem stigu fram og vörpuðu ljósi á brot Weinstein. Með lögsókninni freisti hún þess að loka á umræddan kafla. Yfir 80 einstaklingar hafa sakað Weinstein um kynferðisofbeldi. Hollywood Mál Harvey Weinstein MeToo Kynferðisofbeldi Disney Bandaríkin Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Fleiri fréttir Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Sjá meira
Weinstein afplánar nú 23 ára fangelsisdóm vegna kynferðisofbeldis. Ormond varð fræg fyrir myndir á borð við Legends of the Fall, First Knight, Sabrina og Smilla's Sense of Snow. Hún segir feril sinn hins vegar hafa farið niður á við eftir árás Weinstein. Í dómsskjölunum segir að þegar Ormond var á hátindi ferils síns hefðu hún og Weinstein farið í íbúð á vegum Miramax eftir kvöldverð, þar sem framleiðandinn afklæddist og neyddi Ormond til að hafa við sig munnmök. Þá segir að koma hefði mátt í veg fyrir árásina ef Miramax, framleiðslufyrirtæki Weinstein, og Disney hefðu tekið kvikmyndamógúlinn úr umferð þegar þeir komust að því að hann væri hættulegur konum. Lýsingar Ormond ríma við frásagnir annarra kvenna af árásum Weinstein en lögmenn hans segja hann blásaklausan af ásökununum. Í yfirlýsingu segist Ormond hafa þurft að lifa með minningunni um atvikið um langt skeið og að hún sé þakklát þeim sem stigu fram og vörpuðu ljósi á brot Weinstein. Með lögsókninni freisti hún þess að loka á umræddan kafla. Yfir 80 einstaklingar hafa sakað Weinstein um kynferðisofbeldi.
Hollywood Mál Harvey Weinstein MeToo Kynferðisofbeldi Disney Bandaríkin Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Fleiri fréttir Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Sjá meira