Geðráð eflir notendur geðþjónustunnar Willum Þór Þórsson skrifar 2. október 2023 13:00 Það eru spennandi tímar framundan og tækifærin til að bæta geðþjónustu og upplifun notenda eru rík. Mikilvægt skref í framkvæmd aðgerðaáætlunar geðheilbrigðismála 2023-2027 var stigið í síðustu viku með stofnsetningu á Geðráði sem hefur það meginhlutverk að vera ráðgefandi fyrir ráðherra heilbrigðismála. Aðgerðaráætlunin byggir á þingsályktun um stefnu í geðheilbrigðismálum til ársins 2030 sem var samþykkt á Alþingi í fyrra. En víðtækt samráð ásamt notendamiðaðri og valdeflandi geðheilbrigðisþjónusta er hennar helsta leiðarljós. Geðráði er ætlað að vera breiður samráðsvettvangur helstu haghafa um geðheilbrigðismál þar sem stjórnvöld, notendur, aðstandendur og fagfólk fjalla um málaflokkinn. Geðráð er skipað 17 aðilum þar sem fjöldi fulltrúa notenda og aðstandenda er nánast jafn fulltrúa veitenda geðheilbrigðisþjónustu, háskólasamfélagsins, stjórnvalda og annarra opinberrar þjónustu. Starfsemi Geðráðs Geðráði er ætlað að eiga gott samstarf við heilbrigðisráðuneytið enda setur ráðið sér starfsreglur sem ráðherra samþykkir. Mun ráðið gegna mikilvægu ráðgjafahlutverki í stefnumótun málaflokksins ásamt því að halda okkur stjórnmálamönnum við efnið þegar kemur að framgangi gildandi aðgerðaáætlunar í geðheilbrigðismálum. Markmiðið er að Geðráð skili heilbrigðisráðherra árlegri skýrslu með tillögum um tilhögun verkefna næsta árs og upplýsingum um stefnu og framþróun málaflokksins. Til viðbótar er Geðráði heimilt að stofna verkefnahópa um einstök verkefni til að höggva á hnúta sem kunna að myndast í geðheilbrigðiskerfinu og þróa þjónustuna áfram. Með þessari nálgun tryggjum við tímanlegar aðgerðir í þágu notenda sem er í forgrunni allrar ákvarðanatöku. Sjálfstætt og ráðgefandi Þar sem lykilhlutverk Geðráðs er að vera ráðherra heilbrigðismála til ráðgjafar er mikilvægt að ráðið vinni sjálfstætt og tryggi góða yfirsýn yfir stöðu geðheilbrigðismála á Íslandi og í nágrannaríkjum okkar. Þannig stuðlar Geðráð að samfellu við faglega stefnumörkun í geðheilbrigðismálum sem nýtist til framþróunar og forgangsröðunar þjónustunnar. Stofnun Geðráðs er langþráð og hafa notendur geðheilbrigðisþjónustu kallað eftir slíkum vettvangi í þó nokkurn tíma. Geðráð er til þess gert að styrkja alla ákvörðunartöku, þróun og umbætur geðheilbrigðisþjónustu sem eykur virði og gæði hennar fyrir notendur og aðstandendur. Markar stofnun Geðráðs því tímamót í málaflokknum og eiga fjölmargir þakkir skilið fyrir að láta það verða að veruleika. Höfundur er heilbrigðisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Willum Þór Þórsson Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Geðheilbrigði Heilbrigðismál Framsóknarflokkurinn Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Sjá meira
Það eru spennandi tímar framundan og tækifærin til að bæta geðþjónustu og upplifun notenda eru rík. Mikilvægt skref í framkvæmd aðgerðaáætlunar geðheilbrigðismála 2023-2027 var stigið í síðustu viku með stofnsetningu á Geðráði sem hefur það meginhlutverk að vera ráðgefandi fyrir ráðherra heilbrigðismála. Aðgerðaráætlunin byggir á þingsályktun um stefnu í geðheilbrigðismálum til ársins 2030 sem var samþykkt á Alþingi í fyrra. En víðtækt samráð ásamt notendamiðaðri og valdeflandi geðheilbrigðisþjónusta er hennar helsta leiðarljós. Geðráði er ætlað að vera breiður samráðsvettvangur helstu haghafa um geðheilbrigðismál þar sem stjórnvöld, notendur, aðstandendur og fagfólk fjalla um málaflokkinn. Geðráð er skipað 17 aðilum þar sem fjöldi fulltrúa notenda og aðstandenda er nánast jafn fulltrúa veitenda geðheilbrigðisþjónustu, háskólasamfélagsins, stjórnvalda og annarra opinberrar þjónustu. Starfsemi Geðráðs Geðráði er ætlað að eiga gott samstarf við heilbrigðisráðuneytið enda setur ráðið sér starfsreglur sem ráðherra samþykkir. Mun ráðið gegna mikilvægu ráðgjafahlutverki í stefnumótun málaflokksins ásamt því að halda okkur stjórnmálamönnum við efnið þegar kemur að framgangi gildandi aðgerðaáætlunar í geðheilbrigðismálum. Markmiðið er að Geðráð skili heilbrigðisráðherra árlegri skýrslu með tillögum um tilhögun verkefna næsta árs og upplýsingum um stefnu og framþróun málaflokksins. Til viðbótar er Geðráði heimilt að stofna verkefnahópa um einstök verkefni til að höggva á hnúta sem kunna að myndast í geðheilbrigðiskerfinu og þróa þjónustuna áfram. Með þessari nálgun tryggjum við tímanlegar aðgerðir í þágu notenda sem er í forgrunni allrar ákvarðanatöku. Sjálfstætt og ráðgefandi Þar sem lykilhlutverk Geðráðs er að vera ráðherra heilbrigðismála til ráðgjafar er mikilvægt að ráðið vinni sjálfstætt og tryggi góða yfirsýn yfir stöðu geðheilbrigðismála á Íslandi og í nágrannaríkjum okkar. Þannig stuðlar Geðráð að samfellu við faglega stefnumörkun í geðheilbrigðismálum sem nýtist til framþróunar og forgangsröðunar þjónustunnar. Stofnun Geðráðs er langþráð og hafa notendur geðheilbrigðisþjónustu kallað eftir slíkum vettvangi í þó nokkurn tíma. Geðráð er til þess gert að styrkja alla ákvörðunartöku, þróun og umbætur geðheilbrigðisþjónustu sem eykur virði og gæði hennar fyrir notendur og aðstandendur. Markar stofnun Geðráðs því tímamót í málaflokknum og eiga fjölmargir þakkir skilið fyrir að láta það verða að veruleika. Höfundur er heilbrigðisráðherra.
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun