Stígum öll upp úr skotgröfunum Gísli Rafn Ólafsson skrifar 28. september 2023 07:30 Við lifum á tímum mikilla breytinga og stórra áskorana sem krefjast þess að við tileinkum okkur nýjar aðferðir og ný viðhorf þegar við tökumst á við þann breytta heim sem við lifum nú í. Þegar kemur að stjórnmálum, þá þurfum við að hætta að hörfa í þær skotgrafir sem einkenna stjórnmál dagsins í dag. Skotgrafir til þess að verja örfáa hagsmunaaðila. Skotgrafir íhaldssemi til að verjast breyttu heimsmyndinni. Skotgrafir til þess að fela slæm vinnubrögð og frændhygli. Á sama tíma þurfa þeir sem berjast gegn spillingu, ógagnsæi og íhaldssemi einnig að stíga upp úr skotgröfunum og finna sameiginlegar leiðir fram á við. Já, við þurfum að losna undan þeirri pólaríseringu sem hefur átt sér stað í stjórnmálum um allan heim undanfarna áratugi. Við þurfum nýja kynslóð stjórnmálamanna sem ekki er bundin af hlekkjum fortíðarinnar og sligi áratuga spillingar. Kynslóð sem er tilbúin að vinna saman að því að takast á við þær breytingar og áskoranir sem við stöndum frammi fyrir. Aðferðafræði síðustu aldar dugar ekki til þess að tækla vandamál nútímans. Einfaldar sviðsmyndir gamalla stjórnmálakenninga duga ekki til þess að leysa flókin vandamál samtímans. Það er nauðsynlegt að hugsa upp á nýtt hvernig við byggjum upp samfélag sem á sama tíma verndar umhverfið og styður við þá sem þurfa aðstoð, án þess þó að setja fjötra sem draga úr frelsi og framtakssemi einstaklingsins. Á meðan við felum okkur bak við „já en svona höfum við alltaf gert það“ og „við þurfum að fara hægt í breytingar“, þá þýtur heimurinn framhjá okkur og skilur okkur eftir í hamfarasvæði þess pólitíska stríðs sem háð er úr skotgröfum. Það er komið að því að við þurfum öll að stíga næsta skrefið til að bæta og þróa stjórnmál á Íslandi. Við þurfum stjórnmál sem snúast ekki lengur um að berja á öðrum flokkum í von um að slíkt skili sér í atkvæðum næst þegar kemur að kosningum. Við þurfum stjórnmál sem snúast ekki lengur um að gera þeim flokkum sem eru í ríkisstjórn erfitt fyrir í von um að spennan á stjórnarheimilinu verði svo mikil að upp úr slitni. Nei, við þurfum stjórnmál sem snúa að því að vinna saman að því að tækla hin fjölmörgu stóru vandamál sem við stöndum frammi fyrir. Þessi vandamál eru svo miklu stærri en hin pólitíska refskák sem háð er á Alþingi í dag. Þau eru af þeim skala að einungis með því að standa saman og vinna af heilindum með hvoru öðru getur okkur tekist að standast þann storm sem næstu ár og áratugir munu bera með sér. Við þurfum fólk í stjórnmálum á Íslandi sem er tilbúið að leggja allt sitt að mörkum til þess að tryggja framtíð okkar lands og þeirra kynslóða sem munu erfa það. Fólk sem er tilbúið að vinna þvert á flokka að því að tækla þau mein sem þegar herja á okkar samfélag og búa okkur undir að takast á við enn stærri vandamál sem þegar eru farin að banka að dyrum. Fólk sem ekki setur tímabundna eiginhagsmuni í forgrunn, heldur sameiginlega hagsmuni þjóðarinnar um komandi kynslóðir. Fólk sem lætur ekki gamlar pólitískar kreddur og aðferðir ráða för, heldur byggir nýjar alvöru lausnir á sameiginlegum gildum og samvinnu. Þetta eru þau stjórnmál sem ég vil sjá, hvað með þig? Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gísli Rafn Ólafsson Píratar Alþingi Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Við lifum á tímum mikilla breytinga og stórra áskorana sem krefjast þess að við tileinkum okkur nýjar aðferðir og ný viðhorf þegar við tökumst á við þann breytta heim sem við lifum nú í. Þegar kemur að stjórnmálum, þá þurfum við að hætta að hörfa í þær skotgrafir sem einkenna stjórnmál dagsins í dag. Skotgrafir til þess að verja örfáa hagsmunaaðila. Skotgrafir íhaldssemi til að verjast breyttu heimsmyndinni. Skotgrafir til þess að fela slæm vinnubrögð og frændhygli. Á sama tíma þurfa þeir sem berjast gegn spillingu, ógagnsæi og íhaldssemi einnig að stíga upp úr skotgröfunum og finna sameiginlegar leiðir fram á við. Já, við þurfum að losna undan þeirri pólaríseringu sem hefur átt sér stað í stjórnmálum um allan heim undanfarna áratugi. Við þurfum nýja kynslóð stjórnmálamanna sem ekki er bundin af hlekkjum fortíðarinnar og sligi áratuga spillingar. Kynslóð sem er tilbúin að vinna saman að því að takast á við þær breytingar og áskoranir sem við stöndum frammi fyrir. Aðferðafræði síðustu aldar dugar ekki til þess að tækla vandamál nútímans. Einfaldar sviðsmyndir gamalla stjórnmálakenninga duga ekki til þess að leysa flókin vandamál samtímans. Það er nauðsynlegt að hugsa upp á nýtt hvernig við byggjum upp samfélag sem á sama tíma verndar umhverfið og styður við þá sem þurfa aðstoð, án þess þó að setja fjötra sem draga úr frelsi og framtakssemi einstaklingsins. Á meðan við felum okkur bak við „já en svona höfum við alltaf gert það“ og „við þurfum að fara hægt í breytingar“, þá þýtur heimurinn framhjá okkur og skilur okkur eftir í hamfarasvæði þess pólitíska stríðs sem háð er úr skotgröfum. Það er komið að því að við þurfum öll að stíga næsta skrefið til að bæta og þróa stjórnmál á Íslandi. Við þurfum stjórnmál sem snúast ekki lengur um að berja á öðrum flokkum í von um að slíkt skili sér í atkvæðum næst þegar kemur að kosningum. Við þurfum stjórnmál sem snúast ekki lengur um að gera þeim flokkum sem eru í ríkisstjórn erfitt fyrir í von um að spennan á stjórnarheimilinu verði svo mikil að upp úr slitni. Nei, við þurfum stjórnmál sem snúa að því að vinna saman að því að tækla hin fjölmörgu stóru vandamál sem við stöndum frammi fyrir. Þessi vandamál eru svo miklu stærri en hin pólitíska refskák sem háð er á Alþingi í dag. Þau eru af þeim skala að einungis með því að standa saman og vinna af heilindum með hvoru öðru getur okkur tekist að standast þann storm sem næstu ár og áratugir munu bera með sér. Við þurfum fólk í stjórnmálum á Íslandi sem er tilbúið að leggja allt sitt að mörkum til þess að tryggja framtíð okkar lands og þeirra kynslóða sem munu erfa það. Fólk sem er tilbúið að vinna þvert á flokka að því að tækla þau mein sem þegar herja á okkar samfélag og búa okkur undir að takast á við enn stærri vandamál sem þegar eru farin að banka að dyrum. Fólk sem ekki setur tímabundna eiginhagsmuni í forgrunn, heldur sameiginlega hagsmuni þjóðarinnar um komandi kynslóðir. Fólk sem lætur ekki gamlar pólitískar kreddur og aðferðir ráða för, heldur byggir nýjar alvöru lausnir á sameiginlegum gildum og samvinnu. Þetta eru þau stjórnmál sem ég vil sjá, hvað með þig? Höfundur er þingmaður Pírata.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun