Mikilvægi lyfjameðferðar við ADHD Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar 25. september 2023 17:30 ADHD er taugaþroskaröskun sem má að langstærstum hluta rekja til erfða. Greinileg frávik má finna á heilastarfi sem veldur umtalsverðum einkennum á sviði einbeitingar, virkni og hvatastjórnunar. Í meirihluta tilfella halda einkennin velli fram á fullorðinsár og koma niður á flestum sviðum lífsins; náms- og starfsgetu, samskiptum, barnauppeldi, fjárhag, akstri og heilsufari. Ómeðhöndlað ADHD styttir lífslengd fólks um 8-13 ár vegna aukinnar hættu á slysum, neyslu, afbrotum, sjálfsvígum og ofþyngd svo fátt eitt sé nefnt og óreglan meiri á hreyfingu, mataræði og lyfjatöku. Mikill meirihluti þeirra sem leitar sér sér aðstoðar við ADHD á fullorðinsárum glímir við að minnsta kosti eina fylgiröskun, svo sem þunglyndi eða kvíðaröskun. Sumir hafa árum saman verið meðhöndlaðir við hinum og þessum fylgikvillum en meðferðin borið takmarkaðan árangur þar sem ADHD var vangreint. Greining sálfræðinga við ADHD er umfangsmikil þar sem afla þarf upplýsinga um hegðun í æsku, meta hvort vandinn hái fólki á ýmsum sviðum lífsins og útiloka að einkennin séu komin til vegna annarra þátta en ADHD. ADHD-greining hjá sálfræðingi hefst með skimun og lagt upp í fulla greiningu ef einkennin skimunar fara yfir viss mörk í æsku og á fullorðinsárum. Ákveðnum hluta fólks er vísað frá þegar svo er ekki. Ólíkt flestum geðröskunum þurfa einhver einkenni ADHD að vera komin fram fyrir 12 ára aldur og því ólíklegt að um ADHD sé að ræða ef einkennin eru tilkomin á fullorðinsárum. Þökk sé yfir 400.000 rannsóknum er ADHD vel þekkt og úrræðin góð. Lyfjameðferð er öflugasta úrræðið og gjörbreytir horfum fólks með umtalsverð einkenni. Það jaðrar við mannréttindabroti að takmarka aðgengi þessa hóps að meðferð við vanda, sem hefur jafn afdrifarík áhrif á lífsgæði og lífslengd fólks, og ADHD. Má helst líkja því við það að meina nærsýnum um gleraugu (og láta þá ferjast um gleraugnalausir í umferðinni), eða bíða árum saman eftir tíma hjá sjóntækjafræðingi. Það þætti heldur ekki góður praxís að draga það í efa að nærsýnir þyrftu gleraugu þar sem einn og einn væri að spóka sig um með gleraugu upp á sportið (og gæti jafnvel skorið sig á glerjunum). Eða að meina fólki með alvarlegar sýkingar um sýklalyf af því að einhverjir taka þau inn af litlu tilefni. Búið er að taka fyrir að sjálfstætt starfandi sálfræðingar geti sent skjólstæðinga sína til meðhöndlunar hjá ADHD-teymi heilsugæslu að lokinni greiningu, þótt margir sjálfstætt starfandi sálfræðingar séu jafnfærir um slíkar greiningar og meðlimir teymisins. Biðin eftir meðferð við teymið, þar sem einn geðlæknir er að störfum, er 2-3 ár þegar greining liggur fyrir og helmingi lengri þegar svo er ekki. Nú þegar bíða 2500 manns meðferðar hjá teyminu og gefur auga leið að fámennt teymi með einum geðlækni annar ekki þessum fjölda. Enn síður ef þeir ætla einir að standa að ADHD-greiningum. Afar erfitt er fyrir fólk að komast að hjá sjálfstætt starfandi geðlæknum og er biðin þar álíka löng. Sjálfsagt mál er að gera kröfur um fagmennsku við greiningar á ADHD en skert aðgengi þessa hóps að meðferð er alvarlegt mál. Margra ára bið eftir meðferð þætti óviðunandi ef um líkamlegan sjúkdóm væri að ræða sem drægi ákveðinn hluta til dauða. Ég skora á stjórnvöld að greiða aðgengi þeirra, sem sannarlega glíma við ADHD, að meðferð við vandanum okkar allra vegna. Höfundur er yfirsálfræðingur við Kvíðameðferðarstöðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sóley Dröfn Davíðsdóttir Heilsa Heilbrigðismál ADHD Mest lesið Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Sjá meira
ADHD er taugaþroskaröskun sem má að langstærstum hluta rekja til erfða. Greinileg frávik má finna á heilastarfi sem veldur umtalsverðum einkennum á sviði einbeitingar, virkni og hvatastjórnunar. Í meirihluta tilfella halda einkennin velli fram á fullorðinsár og koma niður á flestum sviðum lífsins; náms- og starfsgetu, samskiptum, barnauppeldi, fjárhag, akstri og heilsufari. Ómeðhöndlað ADHD styttir lífslengd fólks um 8-13 ár vegna aukinnar hættu á slysum, neyslu, afbrotum, sjálfsvígum og ofþyngd svo fátt eitt sé nefnt og óreglan meiri á hreyfingu, mataræði og lyfjatöku. Mikill meirihluti þeirra sem leitar sér sér aðstoðar við ADHD á fullorðinsárum glímir við að minnsta kosti eina fylgiröskun, svo sem þunglyndi eða kvíðaröskun. Sumir hafa árum saman verið meðhöndlaðir við hinum og þessum fylgikvillum en meðferðin borið takmarkaðan árangur þar sem ADHD var vangreint. Greining sálfræðinga við ADHD er umfangsmikil þar sem afla þarf upplýsinga um hegðun í æsku, meta hvort vandinn hái fólki á ýmsum sviðum lífsins og útiloka að einkennin séu komin til vegna annarra þátta en ADHD. ADHD-greining hjá sálfræðingi hefst með skimun og lagt upp í fulla greiningu ef einkennin skimunar fara yfir viss mörk í æsku og á fullorðinsárum. Ákveðnum hluta fólks er vísað frá þegar svo er ekki. Ólíkt flestum geðröskunum þurfa einhver einkenni ADHD að vera komin fram fyrir 12 ára aldur og því ólíklegt að um ADHD sé að ræða ef einkennin eru tilkomin á fullorðinsárum. Þökk sé yfir 400.000 rannsóknum er ADHD vel þekkt og úrræðin góð. Lyfjameðferð er öflugasta úrræðið og gjörbreytir horfum fólks með umtalsverð einkenni. Það jaðrar við mannréttindabroti að takmarka aðgengi þessa hóps að meðferð við vanda, sem hefur jafn afdrifarík áhrif á lífsgæði og lífslengd fólks, og ADHD. Má helst líkja því við það að meina nærsýnum um gleraugu (og láta þá ferjast um gleraugnalausir í umferðinni), eða bíða árum saman eftir tíma hjá sjóntækjafræðingi. Það þætti heldur ekki góður praxís að draga það í efa að nærsýnir þyrftu gleraugu þar sem einn og einn væri að spóka sig um með gleraugu upp á sportið (og gæti jafnvel skorið sig á glerjunum). Eða að meina fólki með alvarlegar sýkingar um sýklalyf af því að einhverjir taka þau inn af litlu tilefni. Búið er að taka fyrir að sjálfstætt starfandi sálfræðingar geti sent skjólstæðinga sína til meðhöndlunar hjá ADHD-teymi heilsugæslu að lokinni greiningu, þótt margir sjálfstætt starfandi sálfræðingar séu jafnfærir um slíkar greiningar og meðlimir teymisins. Biðin eftir meðferð við teymið, þar sem einn geðlæknir er að störfum, er 2-3 ár þegar greining liggur fyrir og helmingi lengri þegar svo er ekki. Nú þegar bíða 2500 manns meðferðar hjá teyminu og gefur auga leið að fámennt teymi með einum geðlækni annar ekki þessum fjölda. Enn síður ef þeir ætla einir að standa að ADHD-greiningum. Afar erfitt er fyrir fólk að komast að hjá sjálfstætt starfandi geðlæknum og er biðin þar álíka löng. Sjálfsagt mál er að gera kröfur um fagmennsku við greiningar á ADHD en skert aðgengi þessa hóps að meðferð er alvarlegt mál. Margra ára bið eftir meðferð þætti óviðunandi ef um líkamlegan sjúkdóm væri að ræða sem drægi ákveðinn hluta til dauða. Ég skora á stjórnvöld að greiða aðgengi þeirra, sem sannarlega glíma við ADHD, að meðferð við vandanum okkar allra vegna. Höfundur er yfirsálfræðingur við Kvíðameðferðarstöðina.
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun