„Það er bara ítrekað eitthvað að klikka hjá þeim“ Bjarki Sigurðsson skrifar 22. september 2023 16:10 Hrönn Ólína Jörundsdóttir, forstjóri Matvælastofnunar. vísir/egill Forstjóri Matvælastofnunar segir það ekki satt að bilað spil hafi verið það einu vandræðin sem Hvalur 8 lenti í þann 7. september síðastliðinn. Langt myndband sem stofnunin er með í höndunum sýni það. Hún segir umræðu forstjóra Hvals hf. ekki vera sérstaklega málefnalega. Fyrr í dag staðfesti Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., við fréttastofu að Matvælastofnun (MAST) hafi aflétt tímabundnu banni hvalveiðiskipsins Hvals 8. Var bannið sett á fyrir rúmri viku vegna þess sem MAST kallaði „alvarleg brot á velferð dýra“ við veiðar á einum hval sem þurfti að kveljast í rúmlega hálftíma áður en hann var aflífaður. Hrönn Ólína Jörundsdóttir, forstjóri MAST, segir í samtali við fréttastofu að stofnunin meti sem svo að Hvalur hafi uppfyllt kröfur um uppfærslu verklags og gæðahandbókar. „Sömuleiðis þá höfum við fengið staðfestingu á því að áhafnir beggja báta hafi fengið þjálfun í þessu nýja verklagi. Svo munu þeir framkvæma skottilraunir á leiðinni út og eftirlitsmaður fiskistofu fylgist þá með,“ segir Hrönn. Ekki bara spilið Í löngu viðtali við fréttastofu fyrr í vikunni sagði Kristján Loftsson að bilun í spili á skipinu hafi gert það að verkum að ekki var hægt að aflífa hvalinn fyrr. Hrönn segir að vissulega hafi bilun í spilinu haft áhrif en þó hafi margt annað gerst þar á undan. Það sjáist í rúmlega fjörutíu mínútna myndbandi sem stofnunin hefur undir höndunum. „Heldur byrjar ferlið á því að skyttan hittir dýrið mjög illa. Það er í raun fyrsta atriðið sem fer úrskeiðis. Svo virðast vera rosalega hæg viðbrögð og í raun og veru að okkar mati ekki rétt viðbrögð eftir að dýrið er hitt illa. Þeir taka um það bil átta mínútur í að endurhlaða skutulbyssuna og það stafar af því að það er hlíf sem er ryðguð föst og það eru þrír starfsmenn með hamar að reyna að losa þessa hlíf. Það hefði verið átt að athuga það að tæki og búnaður séu í lagi,“ segir Hrönn. Skyttan ekki nægilega hæf Vill hún meina að það hafi ekki verið fyrr en þrettán mínútum eftir að hvalurinn var skotinn fyrst sem spilið bilaði. „Það er bara ítrekað að eitthvað klikkar hjá þeim. Illa undirbúnir, ekki búnir að tryggja það að tæki og búnaður séu í lagi og skyttan virðist ekki vera nægilega hæf. Við höfum töluverðar áhyggjur af því að þarna hafi margt farið úrskeiðis. Að því leitinu gerum við athugasemdir og á þeim forsendum stöðvum við þessar veiðar,“ segir Hrönn. Ekki málefnaleg umræða Í viðtölum hefur Kristján meðal annars haldið því fram að enginn starfsmaður MAST vissi neitt um sjósókn. Hrönn segir þessi orð benda til þess að Kristján sé rökþrota. „Hann hefur bara fullan rétt á að hafa sína skoðun en rökin finnst mér ekkert sérstaklega málefnaleg eða umræðan hjá honum. Hann verður bara að eiga það við sjálfan sig,“ segir Hrönn. Hvalveiðar Dýr Dýraheilbrigði Sjávarútvegur Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka Erlent Fleiri fréttir Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Sjá meira
Fyrr í dag staðfesti Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., við fréttastofu að Matvælastofnun (MAST) hafi aflétt tímabundnu banni hvalveiðiskipsins Hvals 8. Var bannið sett á fyrir rúmri viku vegna þess sem MAST kallaði „alvarleg brot á velferð dýra“ við veiðar á einum hval sem þurfti að kveljast í rúmlega hálftíma áður en hann var aflífaður. Hrönn Ólína Jörundsdóttir, forstjóri MAST, segir í samtali við fréttastofu að stofnunin meti sem svo að Hvalur hafi uppfyllt kröfur um uppfærslu verklags og gæðahandbókar. „Sömuleiðis þá höfum við fengið staðfestingu á því að áhafnir beggja báta hafi fengið þjálfun í þessu nýja verklagi. Svo munu þeir framkvæma skottilraunir á leiðinni út og eftirlitsmaður fiskistofu fylgist þá með,“ segir Hrönn. Ekki bara spilið Í löngu viðtali við fréttastofu fyrr í vikunni sagði Kristján Loftsson að bilun í spili á skipinu hafi gert það að verkum að ekki var hægt að aflífa hvalinn fyrr. Hrönn segir að vissulega hafi bilun í spilinu haft áhrif en þó hafi margt annað gerst þar á undan. Það sjáist í rúmlega fjörutíu mínútna myndbandi sem stofnunin hefur undir höndunum. „Heldur byrjar ferlið á því að skyttan hittir dýrið mjög illa. Það er í raun fyrsta atriðið sem fer úrskeiðis. Svo virðast vera rosalega hæg viðbrögð og í raun og veru að okkar mati ekki rétt viðbrögð eftir að dýrið er hitt illa. Þeir taka um það bil átta mínútur í að endurhlaða skutulbyssuna og það stafar af því að það er hlíf sem er ryðguð föst og það eru þrír starfsmenn með hamar að reyna að losa þessa hlíf. Það hefði verið átt að athuga það að tæki og búnaður séu í lagi,“ segir Hrönn. Skyttan ekki nægilega hæf Vill hún meina að það hafi ekki verið fyrr en þrettán mínútum eftir að hvalurinn var skotinn fyrst sem spilið bilaði. „Það er bara ítrekað að eitthvað klikkar hjá þeim. Illa undirbúnir, ekki búnir að tryggja það að tæki og búnaður séu í lagi og skyttan virðist ekki vera nægilega hæf. Við höfum töluverðar áhyggjur af því að þarna hafi margt farið úrskeiðis. Að því leitinu gerum við athugasemdir og á þeim forsendum stöðvum við þessar veiðar,“ segir Hrönn. Ekki málefnaleg umræða Í viðtölum hefur Kristján meðal annars haldið því fram að enginn starfsmaður MAST vissi neitt um sjósókn. Hrönn segir þessi orð benda til þess að Kristján sé rökþrota. „Hann hefur bara fullan rétt á að hafa sína skoðun en rökin finnst mér ekkert sérstaklega málefnaleg eða umræðan hjá honum. Hann verður bara að eiga það við sjálfan sig,“ segir Hrönn.
Hvalveiðar Dýr Dýraheilbrigði Sjávarútvegur Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka Erlent Fleiri fréttir Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Sjá meira