Hagsmuni borgarbúa í fyrsta sæti Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar 20. september 2023 14:01 Sósíalistar lögðu í gær fram tillögu þess efnis að fasteignaskattar á atvinnuhúsnæði hækki í sama hlutfall og þeir voru í áður en borgarstjórn lækkaði þá í miðjum covid faraldri. Vegna þeirrar ákvörðunar hefur borgin orðið af 1,4 milljörðum króna sem nýta hefði mátt í grunnþjónustu við íbúa eða til að bæta fjárhagsstöðu Reykjavíkurborgar. Á sama tíma er skorið niður á leikskólum og í félagsmiðstöðvum, sem bitnar á börnum. Tilvonandi borgarstjóri sýndi varnartilburði Eftir að sósíalistar höfðu flutt tillöguna reis oddviti Framsóknar, Einar Þorsteinsson, upp og greip til varna. Hann lagðist alfarið gegn tillögunni. Taldi hana vera of róttæka og sagði að sósíalistar beittu sér fyrir „stórfelldri skattahækkun,“ en hafa skal í huga að til umræðu var tillaga um 0,05% hækkun. Varnartilburðirnir hans voru miklir og þeim beitt af krafti. Slíkar varnir hafa ekki sést lengi og eru þær til marks um nýjar áherslur sem tilvonandi borgarstjóri hyggst innleiða í borginni. Hagsmunir fyrirtækja skulu vera settir framar þörfum íbúa. Það sást skýrt í gær, því andstaða Einars og félaga gegn tillögu sósíalista mun kosta borgina nokkra milljarða á næstu árum. Milljarða sem nýta hefði mátt í uppbyggingu grunnþjónustu. Í staðinn verður sú þjónusta áfram skorin niður því 0,05% hækkun á fyrirtækin er of erfiður biti til að kyngja. Gjaldskrárhækkanir á almenning Þegar fjármagn vantar í borgarsjóð er grunnþjónustan gjarnan skorin niður. Bara á síðustu mánuðum hefur fjármagn til matarinnkaupa á leikskólum verið skert um 100 milljónir, tækjakaup til skóla skorin niður um helming og opnunartími félagsmiðstöðva skertur. Við sjáum skýrar afleiðingar þess þegar borgin sækir ekki tekjurnar hjá þeim sem eru aflögufær. Í stað þess telur borgarstjórn ákjósanlegra að fara í niðurskurði sem bitnar ekki síst á börnum. Úreltir frasar um að lækkun gjalda á fyrirtæki auki hagsæld almennings hafa ekki staðist. Áhugavert var í samanburði að sjá áhugaleysi borgarstjórnarmeirihlutans þegar kom að gjaldskrárhækkunum á almenning, sem samþykktar voru á fundinum í gær án athugasemda. Fulltrúar meirihlutans sýndu með þessu sitt rétta andlit sem fulltrúar fyrirtækja í borgarstjórn, frekar en íbúa. Þessi forgangsröðun er ólýðræðisleg. Það voru íbúar, ekki fyrirtækin, sem kusu til borgarstjórnar og okkur ber að vinna að þeirra hagsmunum. Að sjá hlutina öðruvísi er til marks um brenglaða sýn á lýðræðið. Svigrúmið er til staðar Staða fyrirtækja er almennt mjög góð. Tölur um gjaldþrot fyrirtækja sýna að áhrif þeirra á fjölda starfa hafa minnkað frá því fyrir tveimur árum. Í ár eru áhrifin minni en þau voru fyrir covid, árið 2018. Á þeim tíma voru fasteignaskattar á atvinnuhúsnæði hærri en í dag. Ekki verður því séð að hækkun um 0,05% muni kollvarpa fyrirtækjum. Svigrúmið er til staðar. Sósíalistar með aðra sýn en hinir flokkarnir Í borgarstjórn er mikið talað um að velta verði við hverjum steini til að koma fjárhagsstöðu borgarinnar í betra horf. Staðan sé slæm og því verði að færa fórnir, og vinsælt að tala fyrir „erfiðum ákvörðunum“ sem ekki megi víkja sér undan. Það sé nauðsynlegt að skerða grunnþjónustu til að redda slæmum fjárhag. Það sé engin önnur leið og þetta sé í raun óumflýjanlegt. Við sósíalistar tökum ekki undir slíkan málflutning og komum með aðra sýn í borgarstjórn. Sækja á tekjurnar þangað sem hægt er að fá þær, í stað þess að skerða þjónustu. Skattalækkanir á fyrirtæki hafa ekki virkað. Né hafa þær aukið hagsæld íbúa. Brauðmolahagfræðin virkar ekki. Ríkjandi stefna meirihlutans í þágu fyrirtækja hefur leitt til skertrar þjónustu sem bitnar á íbúum. Við verðum að snúa taflinu við og forgangsraða í þágu íbúa. Hingað til hefur það ekki verið gert af nægum krafti. Höfundur er borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trausti Breiðfjörð Magnússon Reykjavík Borgarstjórn Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Sósíalistar lögðu í gær fram tillögu þess efnis að fasteignaskattar á atvinnuhúsnæði hækki í sama hlutfall og þeir voru í áður en borgarstjórn lækkaði þá í miðjum covid faraldri. Vegna þeirrar ákvörðunar hefur borgin orðið af 1,4 milljörðum króna sem nýta hefði mátt í grunnþjónustu við íbúa eða til að bæta fjárhagsstöðu Reykjavíkurborgar. Á sama tíma er skorið niður á leikskólum og í félagsmiðstöðvum, sem bitnar á börnum. Tilvonandi borgarstjóri sýndi varnartilburði Eftir að sósíalistar höfðu flutt tillöguna reis oddviti Framsóknar, Einar Þorsteinsson, upp og greip til varna. Hann lagðist alfarið gegn tillögunni. Taldi hana vera of róttæka og sagði að sósíalistar beittu sér fyrir „stórfelldri skattahækkun,“ en hafa skal í huga að til umræðu var tillaga um 0,05% hækkun. Varnartilburðirnir hans voru miklir og þeim beitt af krafti. Slíkar varnir hafa ekki sést lengi og eru þær til marks um nýjar áherslur sem tilvonandi borgarstjóri hyggst innleiða í borginni. Hagsmunir fyrirtækja skulu vera settir framar þörfum íbúa. Það sást skýrt í gær, því andstaða Einars og félaga gegn tillögu sósíalista mun kosta borgina nokkra milljarða á næstu árum. Milljarða sem nýta hefði mátt í uppbyggingu grunnþjónustu. Í staðinn verður sú þjónusta áfram skorin niður því 0,05% hækkun á fyrirtækin er of erfiður biti til að kyngja. Gjaldskrárhækkanir á almenning Þegar fjármagn vantar í borgarsjóð er grunnþjónustan gjarnan skorin niður. Bara á síðustu mánuðum hefur fjármagn til matarinnkaupa á leikskólum verið skert um 100 milljónir, tækjakaup til skóla skorin niður um helming og opnunartími félagsmiðstöðva skertur. Við sjáum skýrar afleiðingar þess þegar borgin sækir ekki tekjurnar hjá þeim sem eru aflögufær. Í stað þess telur borgarstjórn ákjósanlegra að fara í niðurskurði sem bitnar ekki síst á börnum. Úreltir frasar um að lækkun gjalda á fyrirtæki auki hagsæld almennings hafa ekki staðist. Áhugavert var í samanburði að sjá áhugaleysi borgarstjórnarmeirihlutans þegar kom að gjaldskrárhækkunum á almenning, sem samþykktar voru á fundinum í gær án athugasemda. Fulltrúar meirihlutans sýndu með þessu sitt rétta andlit sem fulltrúar fyrirtækja í borgarstjórn, frekar en íbúa. Þessi forgangsröðun er ólýðræðisleg. Það voru íbúar, ekki fyrirtækin, sem kusu til borgarstjórnar og okkur ber að vinna að þeirra hagsmunum. Að sjá hlutina öðruvísi er til marks um brenglaða sýn á lýðræðið. Svigrúmið er til staðar Staða fyrirtækja er almennt mjög góð. Tölur um gjaldþrot fyrirtækja sýna að áhrif þeirra á fjölda starfa hafa minnkað frá því fyrir tveimur árum. Í ár eru áhrifin minni en þau voru fyrir covid, árið 2018. Á þeim tíma voru fasteignaskattar á atvinnuhúsnæði hærri en í dag. Ekki verður því séð að hækkun um 0,05% muni kollvarpa fyrirtækjum. Svigrúmið er til staðar. Sósíalistar með aðra sýn en hinir flokkarnir Í borgarstjórn er mikið talað um að velta verði við hverjum steini til að koma fjárhagsstöðu borgarinnar í betra horf. Staðan sé slæm og því verði að færa fórnir, og vinsælt að tala fyrir „erfiðum ákvörðunum“ sem ekki megi víkja sér undan. Það sé nauðsynlegt að skerða grunnþjónustu til að redda slæmum fjárhag. Það sé engin önnur leið og þetta sé í raun óumflýjanlegt. Við sósíalistar tökum ekki undir slíkan málflutning og komum með aðra sýn í borgarstjórn. Sækja á tekjurnar þangað sem hægt er að fá þær, í stað þess að skerða þjónustu. Skattalækkanir á fyrirtæki hafa ekki virkað. Né hafa þær aukið hagsæld íbúa. Brauðmolahagfræðin virkar ekki. Ríkjandi stefna meirihlutans í þágu fyrirtækja hefur leitt til skertrar þjónustu sem bitnar á íbúum. Við verðum að snúa taflinu við og forgangsraða í þágu íbúa. Hingað til hefur það ekki verið gert af nægum krafti. Höfundur er borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins.
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar