Hagsmuni borgarbúa í fyrsta sæti Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar 20. september 2023 14:01 Sósíalistar lögðu í gær fram tillögu þess efnis að fasteignaskattar á atvinnuhúsnæði hækki í sama hlutfall og þeir voru í áður en borgarstjórn lækkaði þá í miðjum covid faraldri. Vegna þeirrar ákvörðunar hefur borgin orðið af 1,4 milljörðum króna sem nýta hefði mátt í grunnþjónustu við íbúa eða til að bæta fjárhagsstöðu Reykjavíkurborgar. Á sama tíma er skorið niður á leikskólum og í félagsmiðstöðvum, sem bitnar á börnum. Tilvonandi borgarstjóri sýndi varnartilburði Eftir að sósíalistar höfðu flutt tillöguna reis oddviti Framsóknar, Einar Þorsteinsson, upp og greip til varna. Hann lagðist alfarið gegn tillögunni. Taldi hana vera of róttæka og sagði að sósíalistar beittu sér fyrir „stórfelldri skattahækkun,“ en hafa skal í huga að til umræðu var tillaga um 0,05% hækkun. Varnartilburðirnir hans voru miklir og þeim beitt af krafti. Slíkar varnir hafa ekki sést lengi og eru þær til marks um nýjar áherslur sem tilvonandi borgarstjóri hyggst innleiða í borginni. Hagsmunir fyrirtækja skulu vera settir framar þörfum íbúa. Það sást skýrt í gær, því andstaða Einars og félaga gegn tillögu sósíalista mun kosta borgina nokkra milljarða á næstu árum. Milljarða sem nýta hefði mátt í uppbyggingu grunnþjónustu. Í staðinn verður sú þjónusta áfram skorin niður því 0,05% hækkun á fyrirtækin er of erfiður biti til að kyngja. Gjaldskrárhækkanir á almenning Þegar fjármagn vantar í borgarsjóð er grunnþjónustan gjarnan skorin niður. Bara á síðustu mánuðum hefur fjármagn til matarinnkaupa á leikskólum verið skert um 100 milljónir, tækjakaup til skóla skorin niður um helming og opnunartími félagsmiðstöðva skertur. Við sjáum skýrar afleiðingar þess þegar borgin sækir ekki tekjurnar hjá þeim sem eru aflögufær. Í stað þess telur borgarstjórn ákjósanlegra að fara í niðurskurði sem bitnar ekki síst á börnum. Úreltir frasar um að lækkun gjalda á fyrirtæki auki hagsæld almennings hafa ekki staðist. Áhugavert var í samanburði að sjá áhugaleysi borgarstjórnarmeirihlutans þegar kom að gjaldskrárhækkunum á almenning, sem samþykktar voru á fundinum í gær án athugasemda. Fulltrúar meirihlutans sýndu með þessu sitt rétta andlit sem fulltrúar fyrirtækja í borgarstjórn, frekar en íbúa. Þessi forgangsröðun er ólýðræðisleg. Það voru íbúar, ekki fyrirtækin, sem kusu til borgarstjórnar og okkur ber að vinna að þeirra hagsmunum. Að sjá hlutina öðruvísi er til marks um brenglaða sýn á lýðræðið. Svigrúmið er til staðar Staða fyrirtækja er almennt mjög góð. Tölur um gjaldþrot fyrirtækja sýna að áhrif þeirra á fjölda starfa hafa minnkað frá því fyrir tveimur árum. Í ár eru áhrifin minni en þau voru fyrir covid, árið 2018. Á þeim tíma voru fasteignaskattar á atvinnuhúsnæði hærri en í dag. Ekki verður því séð að hækkun um 0,05% muni kollvarpa fyrirtækjum. Svigrúmið er til staðar. Sósíalistar með aðra sýn en hinir flokkarnir Í borgarstjórn er mikið talað um að velta verði við hverjum steini til að koma fjárhagsstöðu borgarinnar í betra horf. Staðan sé slæm og því verði að færa fórnir, og vinsælt að tala fyrir „erfiðum ákvörðunum“ sem ekki megi víkja sér undan. Það sé nauðsynlegt að skerða grunnþjónustu til að redda slæmum fjárhag. Það sé engin önnur leið og þetta sé í raun óumflýjanlegt. Við sósíalistar tökum ekki undir slíkan málflutning og komum með aðra sýn í borgarstjórn. Sækja á tekjurnar þangað sem hægt er að fá þær, í stað þess að skerða þjónustu. Skattalækkanir á fyrirtæki hafa ekki virkað. Né hafa þær aukið hagsæld íbúa. Brauðmolahagfræðin virkar ekki. Ríkjandi stefna meirihlutans í þágu fyrirtækja hefur leitt til skertrar þjónustu sem bitnar á íbúum. Við verðum að snúa taflinu við og forgangsraða í þágu íbúa. Hingað til hefur það ekki verið gert af nægum krafti. Höfundur er borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trausti Breiðfjörð Magnússon Reykjavík Borgarstjórn Sósíalistaflokkurinn Mest lesið PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Skoðun Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Sjá meira
Sósíalistar lögðu í gær fram tillögu þess efnis að fasteignaskattar á atvinnuhúsnæði hækki í sama hlutfall og þeir voru í áður en borgarstjórn lækkaði þá í miðjum covid faraldri. Vegna þeirrar ákvörðunar hefur borgin orðið af 1,4 milljörðum króna sem nýta hefði mátt í grunnþjónustu við íbúa eða til að bæta fjárhagsstöðu Reykjavíkurborgar. Á sama tíma er skorið niður á leikskólum og í félagsmiðstöðvum, sem bitnar á börnum. Tilvonandi borgarstjóri sýndi varnartilburði Eftir að sósíalistar höfðu flutt tillöguna reis oddviti Framsóknar, Einar Þorsteinsson, upp og greip til varna. Hann lagðist alfarið gegn tillögunni. Taldi hana vera of róttæka og sagði að sósíalistar beittu sér fyrir „stórfelldri skattahækkun,“ en hafa skal í huga að til umræðu var tillaga um 0,05% hækkun. Varnartilburðirnir hans voru miklir og þeim beitt af krafti. Slíkar varnir hafa ekki sést lengi og eru þær til marks um nýjar áherslur sem tilvonandi borgarstjóri hyggst innleiða í borginni. Hagsmunir fyrirtækja skulu vera settir framar þörfum íbúa. Það sást skýrt í gær, því andstaða Einars og félaga gegn tillögu sósíalista mun kosta borgina nokkra milljarða á næstu árum. Milljarða sem nýta hefði mátt í uppbyggingu grunnþjónustu. Í staðinn verður sú þjónusta áfram skorin niður því 0,05% hækkun á fyrirtækin er of erfiður biti til að kyngja. Gjaldskrárhækkanir á almenning Þegar fjármagn vantar í borgarsjóð er grunnþjónustan gjarnan skorin niður. Bara á síðustu mánuðum hefur fjármagn til matarinnkaupa á leikskólum verið skert um 100 milljónir, tækjakaup til skóla skorin niður um helming og opnunartími félagsmiðstöðva skertur. Við sjáum skýrar afleiðingar þess þegar borgin sækir ekki tekjurnar hjá þeim sem eru aflögufær. Í stað þess telur borgarstjórn ákjósanlegra að fara í niðurskurði sem bitnar ekki síst á börnum. Úreltir frasar um að lækkun gjalda á fyrirtæki auki hagsæld almennings hafa ekki staðist. Áhugavert var í samanburði að sjá áhugaleysi borgarstjórnarmeirihlutans þegar kom að gjaldskrárhækkunum á almenning, sem samþykktar voru á fundinum í gær án athugasemda. Fulltrúar meirihlutans sýndu með þessu sitt rétta andlit sem fulltrúar fyrirtækja í borgarstjórn, frekar en íbúa. Þessi forgangsröðun er ólýðræðisleg. Það voru íbúar, ekki fyrirtækin, sem kusu til borgarstjórnar og okkur ber að vinna að þeirra hagsmunum. Að sjá hlutina öðruvísi er til marks um brenglaða sýn á lýðræðið. Svigrúmið er til staðar Staða fyrirtækja er almennt mjög góð. Tölur um gjaldþrot fyrirtækja sýna að áhrif þeirra á fjölda starfa hafa minnkað frá því fyrir tveimur árum. Í ár eru áhrifin minni en þau voru fyrir covid, árið 2018. Á þeim tíma voru fasteignaskattar á atvinnuhúsnæði hærri en í dag. Ekki verður því séð að hækkun um 0,05% muni kollvarpa fyrirtækjum. Svigrúmið er til staðar. Sósíalistar með aðra sýn en hinir flokkarnir Í borgarstjórn er mikið talað um að velta verði við hverjum steini til að koma fjárhagsstöðu borgarinnar í betra horf. Staðan sé slæm og því verði að færa fórnir, og vinsælt að tala fyrir „erfiðum ákvörðunum“ sem ekki megi víkja sér undan. Það sé nauðsynlegt að skerða grunnþjónustu til að redda slæmum fjárhag. Það sé engin önnur leið og þetta sé í raun óumflýjanlegt. Við sósíalistar tökum ekki undir slíkan málflutning og komum með aðra sýn í borgarstjórn. Sækja á tekjurnar þangað sem hægt er að fá þær, í stað þess að skerða þjónustu. Skattalækkanir á fyrirtæki hafa ekki virkað. Né hafa þær aukið hagsæld íbúa. Brauðmolahagfræðin virkar ekki. Ríkjandi stefna meirihlutans í þágu fyrirtækja hefur leitt til skertrar þjónustu sem bitnar á íbúum. Við verðum að snúa taflinu við og forgangsraða í þágu íbúa. Hingað til hefur það ekki verið gert af nægum krafti. Höfundur er borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun