Ballard fór frá eigin samtökum eftir rannsókn á áreitni Samúel Karl Ólason skrifar 19. september 2023 12:13 Tim Ballard nýtur mikillar frægðar þessa dagana vegna kvikmyndarinnar Sound of Freedom. Spear Fund Tim Ballard, sem kvikmyndin Sound of Freedom hefur gert frægan, yfirgaf samtök sem hann stofnaði til að berjast gegn kynlífsþrælkun barna í kjölfar rannsóknar varðandi meinta kynferðislega áreitni hans gegn sjö konum. Hann er sagður hafa áreitt starfsmenn samtaka sem hann stofnaði í verkefnum sem ætlað var að bjarga börnum úr ánauð. Þetta kemur fram í frétt Vice, sem hefur lengi fjallað um Ballard og Operation Underground Railroad. Samkvæmt heimildum Vice sneri rannsóknin að hegðun Ballard í garð minnst sjö kvenna. Þessar konur tóku þátt í verkefnum sem munu hafa snúið að því að bjarga börnum úr ánauð en Ballard á að hafa sagt konunum að hegða sér eins og þær væru giftar honum. Þá á hann að hafa þvingað konurnar til að sofa í sama rúmi og hann til að fara í sturtu með honum, til að plata þrælahaldara. Vice segir hann einnig hafa sent minnst einni konu mynd af sér á nærfötunum og spurt aðra „hversu langt hún myndi ganga“ til að bjarga börnum. Talið er að hann hafi áreitt fleiri konur, þar sem þessar sjö voru starfsmenn OUR. Hann er einnig sagður hafa hagað sér með sama hætti við sjálfboðaliða samtakanna. Talsmaður OUR sagði í svari við fyrirspurn VICE að Ballard hefði hætt hjá samtökunum í júní og kæmi ekki lengur að þeim með nokkrum hætti. Hann sagði að kynferðisleg áreitni væri ekki liðin innan samtakanna og að utanaðkomandi lögfræðingar hafi verið fengnir til að rannsaka allar ásakanir. Hann sagði einnig að forsvarsmenn OUR væru sannfærðir um að samtökin yrðu áfram leiðandi á sviði þess að berjast gegn kynlífsþrælkun barna. Eftir að Ballard hætti hjá OUR stofnaði hann ný samtök sem heita The Spear fund og hann ætlar að nota að berjast gegn kynlífsþrælkun. Ballard er einnig talinn líklegur til að bjóða sig fram til öldungadeildar Bandaríkjaþings. Mitt Romney, núverandi öldungadeildarþingmaður frá Utah, er að hætta eftir þetta kjörtímabil og verður kosið um hver tekur við honum í forsetakosningunum í nóvember á næsta ári. Fregnir hafa þó borist af því að Ballard eigi í deilum við æðstu menn Mormónakirkjunnar í Uhah. Ballard er sagður hafa notað nafn M. Russell Ballard, eins æðsta manns kirkjunnar, við viðskipti sín. Mennirnir eru ekkert skyldir, þó þeir beri sama eftirnafnið. Í yfirlýsingu sem á að vera frá talsmanni mormónakirkjunnar segir að Tim Balldard og M. Russell Ballard hafi verið vinir en sá fyrrnefndi hafi svikið þann vinskap, með því að nota nafn þess síðarnefnda í hagnaðartilgangi og við „óásættanlega hegðun“. Því hafi M. Russell Balldard slitið öll tengsl við Tim Ballard. Tim Ballard sendi þó frá sér yfirlýsingu í gær, í gegnum Spear Fund, þar sem hann segir „illa barnaníðinga“ og bandamenn þeirra innan opinbera geirans, fjölmiðla og fyrirtækja, ljúga um sig og reyna að eyðileggja orðspor sitt. Tengdi hann þessar fregnir við mögulegt framboð hans til öldungadeildarinnar. Bandaríkin Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Umtöluð mynd um barnarán sýnd í Sambíóunum Umdeilda bandaríska spennumyndin Sound of Freedom verður sýnd í Sambíóunum í ágústmánuði. 3. ágúst 2023 16:25 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Sjá meira
Þetta kemur fram í frétt Vice, sem hefur lengi fjallað um Ballard og Operation Underground Railroad. Samkvæmt heimildum Vice sneri rannsóknin að hegðun Ballard í garð minnst sjö kvenna. Þessar konur tóku þátt í verkefnum sem munu hafa snúið að því að bjarga börnum úr ánauð en Ballard á að hafa sagt konunum að hegða sér eins og þær væru giftar honum. Þá á hann að hafa þvingað konurnar til að sofa í sama rúmi og hann til að fara í sturtu með honum, til að plata þrælahaldara. Vice segir hann einnig hafa sent minnst einni konu mynd af sér á nærfötunum og spurt aðra „hversu langt hún myndi ganga“ til að bjarga börnum. Talið er að hann hafi áreitt fleiri konur, þar sem þessar sjö voru starfsmenn OUR. Hann er einnig sagður hafa hagað sér með sama hætti við sjálfboðaliða samtakanna. Talsmaður OUR sagði í svari við fyrirspurn VICE að Ballard hefði hætt hjá samtökunum í júní og kæmi ekki lengur að þeim með nokkrum hætti. Hann sagði að kynferðisleg áreitni væri ekki liðin innan samtakanna og að utanaðkomandi lögfræðingar hafi verið fengnir til að rannsaka allar ásakanir. Hann sagði einnig að forsvarsmenn OUR væru sannfærðir um að samtökin yrðu áfram leiðandi á sviði þess að berjast gegn kynlífsþrælkun barna. Eftir að Ballard hætti hjá OUR stofnaði hann ný samtök sem heita The Spear fund og hann ætlar að nota að berjast gegn kynlífsþrælkun. Ballard er einnig talinn líklegur til að bjóða sig fram til öldungadeildar Bandaríkjaþings. Mitt Romney, núverandi öldungadeildarþingmaður frá Utah, er að hætta eftir þetta kjörtímabil og verður kosið um hver tekur við honum í forsetakosningunum í nóvember á næsta ári. Fregnir hafa þó borist af því að Ballard eigi í deilum við æðstu menn Mormónakirkjunnar í Uhah. Ballard er sagður hafa notað nafn M. Russell Ballard, eins æðsta manns kirkjunnar, við viðskipti sín. Mennirnir eru ekkert skyldir, þó þeir beri sama eftirnafnið. Í yfirlýsingu sem á að vera frá talsmanni mormónakirkjunnar segir að Tim Balldard og M. Russell Ballard hafi verið vinir en sá fyrrnefndi hafi svikið þann vinskap, með því að nota nafn þess síðarnefnda í hagnaðartilgangi og við „óásættanlega hegðun“. Því hafi M. Russell Balldard slitið öll tengsl við Tim Ballard. Tim Ballard sendi þó frá sér yfirlýsingu í gær, í gegnum Spear Fund, þar sem hann segir „illa barnaníðinga“ og bandamenn þeirra innan opinbera geirans, fjölmiðla og fyrirtækja, ljúga um sig og reyna að eyðileggja orðspor sitt. Tengdi hann þessar fregnir við mögulegt framboð hans til öldungadeildarinnar.
Bandaríkin Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Umtöluð mynd um barnarán sýnd í Sambíóunum Umdeilda bandaríska spennumyndin Sound of Freedom verður sýnd í Sambíóunum í ágústmánuði. 3. ágúst 2023 16:25 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Sjá meira
Umtöluð mynd um barnarán sýnd í Sambíóunum Umdeilda bandaríska spennumyndin Sound of Freedom verður sýnd í Sambíóunum í ágústmánuði. 3. ágúst 2023 16:25
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna