Einn í húsinu sem sprakk og annar fékk plötu inn í stofu Árni Sæberg og Kristín Ólafsdóttir skrifa 19. september 2023 11:12 Ljóst er að húsið er ónýtt. Fjallabyggð Fólk var inni í húsum sem fóru illa í óveðri í gær og í nótt. Íbúi húss sem sprakk í öflugri vindhviðu fékk að gista björgunarmiðstöð í nótt eftir að hafa komist óhultur úr húsinu. Greint var frá því í morgun að aftakaveður hafi verið á Siglufirði í gærkvöldi og í nótt og að búist sé við því að svo verði áfram. Þá hafi hús í bænum hreinlega sprungið í öflugri vindhviðu og brak úr því fokið á önnur hús. Magnús Magnússon, formaður björgunarsveitarinnar Stráka á Siglufirði, segir í samtali við fréttastofu að björgunarsveitarfólk hafi verið í útköllum frá því um 15:30 í gær. Það hafi verið á heimleið eftir að hafa tryggt það hægt var að tryggja um klukkan 22. „Þegar einn af okkur var að fara heim þá hringir hann í mig og spyr: „Hvar er rautt þak?“, þá mætir hann sem sagt bárujárnsplötu á götunni og hann var varla búinn að snúa bílnum við þegar það springur þak, eiginlega í heilu lagi og yfir tvö önnur hús með viðkomu í stillans og einhverjum rúðum. Þakplötur úti um allt.“ Skömmu síðar hafi gafl úr húsinu hrunið. Bárujárnsplötur fóru víða á Siglufirði í gærkvöldi.Fjallabyggð Íbúi inni í húsinu og annar fékk þakplötu inn í stofu Magnús segir að íbúi hússins hafi verið í því þegar það sprakk en að hann hafi komið sér sjálfur í björgunarmiðstöðina á Siglufirði, þar sem hann varði nóttinni ásamt fleirum. Einn þeirra hafi verið heima hjá sér þegar þakplata úr húsinu fauk inn í stofu til hans. „Hann gat ekki verið heima hjá sér af því að það kom rifa á gaflinn hjá honum. Þannig að þetta gerði stjórtjón og stórhættulegan vettvang.“ Þá segir hann að heppni megi telja að enginn hafi slasast á Siglufirði í gærkvöldi. Björgunarfólk hafi farið mjög varlega og markmiðið verið að enginn slasaðist, sem tókst. Íbúarnir í áfalli Magnús segir að eðli málsins samkvæmt séu íbúar húsanna tveggja, sem verst fóru, í áfalli. „Þeim var náttúrulega stórbrugðið. Þú sérð eignina þína bara leggjast saman þarna og hinn fékk bárujárnsplötu inn til sína. Þannig að þeir voru báðir tveir mjög skelkaðir.“ Að lokum segir Magnús að veðrið sé ekki alveg gengið yfir en að ekki sé enn jafnhviðótt. Björgunarsveitarfólk sé þó enn í viðbragðsstöðu. Fjallabyggð Veður Björgunarsveitir Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Greint var frá því í morgun að aftakaveður hafi verið á Siglufirði í gærkvöldi og í nótt og að búist sé við því að svo verði áfram. Þá hafi hús í bænum hreinlega sprungið í öflugri vindhviðu og brak úr því fokið á önnur hús. Magnús Magnússon, formaður björgunarsveitarinnar Stráka á Siglufirði, segir í samtali við fréttastofu að björgunarsveitarfólk hafi verið í útköllum frá því um 15:30 í gær. Það hafi verið á heimleið eftir að hafa tryggt það hægt var að tryggja um klukkan 22. „Þegar einn af okkur var að fara heim þá hringir hann í mig og spyr: „Hvar er rautt þak?“, þá mætir hann sem sagt bárujárnsplötu á götunni og hann var varla búinn að snúa bílnum við þegar það springur þak, eiginlega í heilu lagi og yfir tvö önnur hús með viðkomu í stillans og einhverjum rúðum. Þakplötur úti um allt.“ Skömmu síðar hafi gafl úr húsinu hrunið. Bárujárnsplötur fóru víða á Siglufirði í gærkvöldi.Fjallabyggð Íbúi inni í húsinu og annar fékk þakplötu inn í stofu Magnús segir að íbúi hússins hafi verið í því þegar það sprakk en að hann hafi komið sér sjálfur í björgunarmiðstöðina á Siglufirði, þar sem hann varði nóttinni ásamt fleirum. Einn þeirra hafi verið heima hjá sér þegar þakplata úr húsinu fauk inn í stofu til hans. „Hann gat ekki verið heima hjá sér af því að það kom rifa á gaflinn hjá honum. Þannig að þetta gerði stjórtjón og stórhættulegan vettvang.“ Þá segir hann að heppni megi telja að enginn hafi slasast á Siglufirði í gærkvöldi. Björgunarfólk hafi farið mjög varlega og markmiðið verið að enginn slasaðist, sem tókst. Íbúarnir í áfalli Magnús segir að eðli málsins samkvæmt séu íbúar húsanna tveggja, sem verst fóru, í áfalli. „Þeim var náttúrulega stórbrugðið. Þú sérð eignina þína bara leggjast saman þarna og hinn fékk bárujárnsplötu inn til sína. Þannig að þeir voru báðir tveir mjög skelkaðir.“ Að lokum segir Magnús að veðrið sé ekki alveg gengið yfir en að ekki sé enn jafnhviðótt. Björgunarsveitarfólk sé þó enn í viðbragðsstöðu.
Fjallabyggð Veður Björgunarsveitir Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira