Hvalur 8 getur haldið til veiða aftur eftir innleiðingu úrbóta Lovísa Arnardóttir skrifar 14. september 2023 21:59 Forstjóri MAST segir að við veiðar fyrsta hvalsins á veiðitímabilinu hafi eitthvað brugðist. Það verði að gera úrbætur áður en leyft verður að veiða fleiri langreyðar á Hval 8. Vísir/Arnar Hvalur 8 fær ekki að halda aftur út til veiða nema úrbætur verði innleiddar sem tryggi að ekki líði langt á milli skota, þurfi að skjóta oftar en einu sinni. Veiðar skipsins voru stöðvaðar tímabundið í dag. Hrönn Ólína Jörundsdóttir forstjóri Matvælastofnunar (MAST) segir eitthvað hafa brugðist við veiðar fyrsta hvalsins á hvalveiðitímabilinu, þann 7. september síðastliðinn. MAST stöðvaði í dag tímabundið veiðar á hvalveiðiskipinu Hvalur 8 vegna alvarlegra brota á velferð dýra. Samkvæmt MAST hæfðu veiðimenn langreyð „utan tilgreinds marksvæðis“ hinn sjöunda september síðastliðinn með þeim afleiðingum að dýrið drapst ekki strax. „Það virðist eitthvað hafa brugðist við veiðarnar. Þannig þeir skjóta fyrsta skutli og svo gerist eitthvað þannig að dýrið drepst ekki strax. Þeir hitta það ekki rétt. Svo er dýrið ekki skotið aftur fyrr en 29 mínútum seinna,“ segir Hrönn en hún var gestur í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrr í kvöld. Hún segir stofnunina helst hafa áhyggjur af þessari löngu bið sem líður á milli skota og að þau telji hana vera alvarlegt frávik frá þeim reglum sem matvælaráðherra, Svandís Svavarsdóttir, setti í nýrri reglugerð um veiðarnar í síðustu viku. Vegna þess voru veiðar Hvals 8 stöðvaðar. Hrönn segir að Hval hf. segjast hafa innleitt nýjar veiðiaðferðir og að stofnunin muni yfirfara þær og meta að loknu veiðitímabili. „Hvort eitthvað hafi breyst og hvort geta þeirra til að aflífa dýrin sé betri.“ Hún segir þetta eina málið sem sé opið núna og til skoðunar hjá stofnunni, en að alltaf sé möguleiki á að fleiri opnist. Framkvæma greiningu og innleiða úrbætur Hún segir að áður en skipið fær að halda aftur til veiða verði að framkvæma rótargreiningu á því hvað gerðist við aflífun hvalsins þann 7. September og innleiða úrbætur sem eigi að tryggja að ekki líði svo langt á milli þegar skjóta þarf oftar en einu sinni. Hún segir að bæði MAST og Fiskistofa taki úrbæturnar út og ákveði svo í kjölfarið hvort að Hvalur 8 geti aftur haldið til veiða. Búið er að veiða 14 langreyðar á veiðitímabilinu. Þingmenn fjögurra flokka lögðu fram frumvarp á þingi í dag um bann við hvalveiðum. Hvalveiðar Hvalir Sjávarútvegur Tengdar fréttir Hvalur 8 og Hvalur 9 báðir á landleið með nýveidda hvali Báðir hvalbátarnir eru núna á leið til hafnar í Hvalfirði með nýveidda hvali, sem skotnir voru í dag. Hvalur 8 er væntanlegur að bryggju í hvalstöðinni í nótt með eina langreyði. Hvalur 9 er svo væntanlegur þangað í fyrramálið með tvær langreyðar. Eftir því sem fréttastofa kemst næst veiddi áhöfn Hvals 8 sinn hval fyrir hádegi. 14. september 2023 18:49 Þingmenn fjögurra flokka vilja banna hvalveiðar Þingmenn stjórnarandstöðu vilja banna hvalveiðar og hafa lagt fram frumvarp þess efnis. Lagt er til að hvalir verði færðir undir verndarvæng villidýralaga í frumvarpinu. 14. september 2023 18:35 Fagnar innilega en spyr hvers vegna Hvalur 9 var ekki stöðvaður Valgerður Árnadóttir, talsmaður Hvalavina, fagnar því að Matvælastofnun hafi tekið ákvörðun um að stöðva tímabundið veiðar Hvals 8. Hún segist vona að þetta verði til þess að hinn hvalveiðibáturinn, Hvalur 9 verði einnig stöðvaður. Ákvörðunin hafi alls ekki verið fyrirséð. 14. september 2023 16:47 Stöðva veiðar um borð í Hval 8 tímabundið Matvælastofnun hefur stöðvað tímabundið veiðar Hvals 8 vegna alvarlegra brota á velferð dýra við veiðar á langreyði. 14. september 2023 14:35 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Mildari spá í kortunum Veður Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Fleiri fréttir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Sjá meira
Hrönn Ólína Jörundsdóttir forstjóri Matvælastofnunar (MAST) segir eitthvað hafa brugðist við veiðar fyrsta hvalsins á hvalveiðitímabilinu, þann 7. september síðastliðinn. MAST stöðvaði í dag tímabundið veiðar á hvalveiðiskipinu Hvalur 8 vegna alvarlegra brota á velferð dýra. Samkvæmt MAST hæfðu veiðimenn langreyð „utan tilgreinds marksvæðis“ hinn sjöunda september síðastliðinn með þeim afleiðingum að dýrið drapst ekki strax. „Það virðist eitthvað hafa brugðist við veiðarnar. Þannig þeir skjóta fyrsta skutli og svo gerist eitthvað þannig að dýrið drepst ekki strax. Þeir hitta það ekki rétt. Svo er dýrið ekki skotið aftur fyrr en 29 mínútum seinna,“ segir Hrönn en hún var gestur í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrr í kvöld. Hún segir stofnunina helst hafa áhyggjur af þessari löngu bið sem líður á milli skota og að þau telji hana vera alvarlegt frávik frá þeim reglum sem matvælaráðherra, Svandís Svavarsdóttir, setti í nýrri reglugerð um veiðarnar í síðustu viku. Vegna þess voru veiðar Hvals 8 stöðvaðar. Hrönn segir að Hval hf. segjast hafa innleitt nýjar veiðiaðferðir og að stofnunin muni yfirfara þær og meta að loknu veiðitímabili. „Hvort eitthvað hafi breyst og hvort geta þeirra til að aflífa dýrin sé betri.“ Hún segir þetta eina málið sem sé opið núna og til skoðunar hjá stofnunni, en að alltaf sé möguleiki á að fleiri opnist. Framkvæma greiningu og innleiða úrbætur Hún segir að áður en skipið fær að halda aftur til veiða verði að framkvæma rótargreiningu á því hvað gerðist við aflífun hvalsins þann 7. September og innleiða úrbætur sem eigi að tryggja að ekki líði svo langt á milli þegar skjóta þarf oftar en einu sinni. Hún segir að bæði MAST og Fiskistofa taki úrbæturnar út og ákveði svo í kjölfarið hvort að Hvalur 8 geti aftur haldið til veiða. Búið er að veiða 14 langreyðar á veiðitímabilinu. Þingmenn fjögurra flokka lögðu fram frumvarp á þingi í dag um bann við hvalveiðum.
Hvalveiðar Hvalir Sjávarútvegur Tengdar fréttir Hvalur 8 og Hvalur 9 báðir á landleið með nýveidda hvali Báðir hvalbátarnir eru núna á leið til hafnar í Hvalfirði með nýveidda hvali, sem skotnir voru í dag. Hvalur 8 er væntanlegur að bryggju í hvalstöðinni í nótt með eina langreyði. Hvalur 9 er svo væntanlegur þangað í fyrramálið með tvær langreyðar. Eftir því sem fréttastofa kemst næst veiddi áhöfn Hvals 8 sinn hval fyrir hádegi. 14. september 2023 18:49 Þingmenn fjögurra flokka vilja banna hvalveiðar Þingmenn stjórnarandstöðu vilja banna hvalveiðar og hafa lagt fram frumvarp þess efnis. Lagt er til að hvalir verði færðir undir verndarvæng villidýralaga í frumvarpinu. 14. september 2023 18:35 Fagnar innilega en spyr hvers vegna Hvalur 9 var ekki stöðvaður Valgerður Árnadóttir, talsmaður Hvalavina, fagnar því að Matvælastofnun hafi tekið ákvörðun um að stöðva tímabundið veiðar Hvals 8. Hún segist vona að þetta verði til þess að hinn hvalveiðibáturinn, Hvalur 9 verði einnig stöðvaður. Ákvörðunin hafi alls ekki verið fyrirséð. 14. september 2023 16:47 Stöðva veiðar um borð í Hval 8 tímabundið Matvælastofnun hefur stöðvað tímabundið veiðar Hvals 8 vegna alvarlegra brota á velferð dýra við veiðar á langreyði. 14. september 2023 14:35 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Mildari spá í kortunum Veður Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Fleiri fréttir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Sjá meira
Hvalur 8 og Hvalur 9 báðir á landleið með nýveidda hvali Báðir hvalbátarnir eru núna á leið til hafnar í Hvalfirði með nýveidda hvali, sem skotnir voru í dag. Hvalur 8 er væntanlegur að bryggju í hvalstöðinni í nótt með eina langreyði. Hvalur 9 er svo væntanlegur þangað í fyrramálið með tvær langreyðar. Eftir því sem fréttastofa kemst næst veiddi áhöfn Hvals 8 sinn hval fyrir hádegi. 14. september 2023 18:49
Þingmenn fjögurra flokka vilja banna hvalveiðar Þingmenn stjórnarandstöðu vilja banna hvalveiðar og hafa lagt fram frumvarp þess efnis. Lagt er til að hvalir verði færðir undir verndarvæng villidýralaga í frumvarpinu. 14. september 2023 18:35
Fagnar innilega en spyr hvers vegna Hvalur 9 var ekki stöðvaður Valgerður Árnadóttir, talsmaður Hvalavina, fagnar því að Matvælastofnun hafi tekið ákvörðun um að stöðva tímabundið veiðar Hvals 8. Hún segist vona að þetta verði til þess að hinn hvalveiðibáturinn, Hvalur 9 verði einnig stöðvaður. Ákvörðunin hafi alls ekki verið fyrirséð. 14. september 2023 16:47
Stöðva veiðar um borð í Hval 8 tímabundið Matvælastofnun hefur stöðvað tímabundið veiðar Hvals 8 vegna alvarlegra brota á velferð dýra við veiðar á langreyði. 14. september 2023 14:35