Hvalur 8 getur haldið til veiða aftur eftir innleiðingu úrbóta Lovísa Arnardóttir skrifar 14. september 2023 21:59 Forstjóri MAST segir að við veiðar fyrsta hvalsins á veiðitímabilinu hafi eitthvað brugðist. Það verði að gera úrbætur áður en leyft verður að veiða fleiri langreyðar á Hval 8. Vísir/Arnar Hvalur 8 fær ekki að halda aftur út til veiða nema úrbætur verði innleiddar sem tryggi að ekki líði langt á milli skota, þurfi að skjóta oftar en einu sinni. Veiðar skipsins voru stöðvaðar tímabundið í dag. Hrönn Ólína Jörundsdóttir forstjóri Matvælastofnunar (MAST) segir eitthvað hafa brugðist við veiðar fyrsta hvalsins á hvalveiðitímabilinu, þann 7. september síðastliðinn. MAST stöðvaði í dag tímabundið veiðar á hvalveiðiskipinu Hvalur 8 vegna alvarlegra brota á velferð dýra. Samkvæmt MAST hæfðu veiðimenn langreyð „utan tilgreinds marksvæðis“ hinn sjöunda september síðastliðinn með þeim afleiðingum að dýrið drapst ekki strax. „Það virðist eitthvað hafa brugðist við veiðarnar. Þannig þeir skjóta fyrsta skutli og svo gerist eitthvað þannig að dýrið drepst ekki strax. Þeir hitta það ekki rétt. Svo er dýrið ekki skotið aftur fyrr en 29 mínútum seinna,“ segir Hrönn en hún var gestur í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrr í kvöld. Hún segir stofnunina helst hafa áhyggjur af þessari löngu bið sem líður á milli skota og að þau telji hana vera alvarlegt frávik frá þeim reglum sem matvælaráðherra, Svandís Svavarsdóttir, setti í nýrri reglugerð um veiðarnar í síðustu viku. Vegna þess voru veiðar Hvals 8 stöðvaðar. Hrönn segir að Hval hf. segjast hafa innleitt nýjar veiðiaðferðir og að stofnunin muni yfirfara þær og meta að loknu veiðitímabili. „Hvort eitthvað hafi breyst og hvort geta þeirra til að aflífa dýrin sé betri.“ Hún segir þetta eina málið sem sé opið núna og til skoðunar hjá stofnunni, en að alltaf sé möguleiki á að fleiri opnist. Framkvæma greiningu og innleiða úrbætur Hún segir að áður en skipið fær að halda aftur til veiða verði að framkvæma rótargreiningu á því hvað gerðist við aflífun hvalsins þann 7. September og innleiða úrbætur sem eigi að tryggja að ekki líði svo langt á milli þegar skjóta þarf oftar en einu sinni. Hún segir að bæði MAST og Fiskistofa taki úrbæturnar út og ákveði svo í kjölfarið hvort að Hvalur 8 geti aftur haldið til veiða. Búið er að veiða 14 langreyðar á veiðitímabilinu. Þingmenn fjögurra flokka lögðu fram frumvarp á þingi í dag um bann við hvalveiðum. Hvalveiðar Hvalir Sjávarútvegur Tengdar fréttir Hvalur 8 og Hvalur 9 báðir á landleið með nýveidda hvali Báðir hvalbátarnir eru núna á leið til hafnar í Hvalfirði með nýveidda hvali, sem skotnir voru í dag. Hvalur 8 er væntanlegur að bryggju í hvalstöðinni í nótt með eina langreyði. Hvalur 9 er svo væntanlegur þangað í fyrramálið með tvær langreyðar. Eftir því sem fréttastofa kemst næst veiddi áhöfn Hvals 8 sinn hval fyrir hádegi. 14. september 2023 18:49 Þingmenn fjögurra flokka vilja banna hvalveiðar Þingmenn stjórnarandstöðu vilja banna hvalveiðar og hafa lagt fram frumvarp þess efnis. Lagt er til að hvalir verði færðir undir verndarvæng villidýralaga í frumvarpinu. 14. september 2023 18:35 Fagnar innilega en spyr hvers vegna Hvalur 9 var ekki stöðvaður Valgerður Árnadóttir, talsmaður Hvalavina, fagnar því að Matvælastofnun hafi tekið ákvörðun um að stöðva tímabundið veiðar Hvals 8. Hún segist vona að þetta verði til þess að hinn hvalveiðibáturinn, Hvalur 9 verði einnig stöðvaður. Ákvörðunin hafi alls ekki verið fyrirséð. 14. september 2023 16:47 Stöðva veiðar um borð í Hval 8 tímabundið Matvælastofnun hefur stöðvað tímabundið veiðar Hvals 8 vegna alvarlegra brota á velferð dýra við veiðar á langreyði. 14. september 2023 14:35 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Sjá meira
Hrönn Ólína Jörundsdóttir forstjóri Matvælastofnunar (MAST) segir eitthvað hafa brugðist við veiðar fyrsta hvalsins á hvalveiðitímabilinu, þann 7. september síðastliðinn. MAST stöðvaði í dag tímabundið veiðar á hvalveiðiskipinu Hvalur 8 vegna alvarlegra brota á velferð dýra. Samkvæmt MAST hæfðu veiðimenn langreyð „utan tilgreinds marksvæðis“ hinn sjöunda september síðastliðinn með þeim afleiðingum að dýrið drapst ekki strax. „Það virðist eitthvað hafa brugðist við veiðarnar. Þannig þeir skjóta fyrsta skutli og svo gerist eitthvað þannig að dýrið drepst ekki strax. Þeir hitta það ekki rétt. Svo er dýrið ekki skotið aftur fyrr en 29 mínútum seinna,“ segir Hrönn en hún var gestur í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrr í kvöld. Hún segir stofnunina helst hafa áhyggjur af þessari löngu bið sem líður á milli skota og að þau telji hana vera alvarlegt frávik frá þeim reglum sem matvælaráðherra, Svandís Svavarsdóttir, setti í nýrri reglugerð um veiðarnar í síðustu viku. Vegna þess voru veiðar Hvals 8 stöðvaðar. Hrönn segir að Hval hf. segjast hafa innleitt nýjar veiðiaðferðir og að stofnunin muni yfirfara þær og meta að loknu veiðitímabili. „Hvort eitthvað hafi breyst og hvort geta þeirra til að aflífa dýrin sé betri.“ Hún segir þetta eina málið sem sé opið núna og til skoðunar hjá stofnunni, en að alltaf sé möguleiki á að fleiri opnist. Framkvæma greiningu og innleiða úrbætur Hún segir að áður en skipið fær að halda aftur til veiða verði að framkvæma rótargreiningu á því hvað gerðist við aflífun hvalsins þann 7. September og innleiða úrbætur sem eigi að tryggja að ekki líði svo langt á milli þegar skjóta þarf oftar en einu sinni. Hún segir að bæði MAST og Fiskistofa taki úrbæturnar út og ákveði svo í kjölfarið hvort að Hvalur 8 geti aftur haldið til veiða. Búið er að veiða 14 langreyðar á veiðitímabilinu. Þingmenn fjögurra flokka lögðu fram frumvarp á þingi í dag um bann við hvalveiðum.
Hvalveiðar Hvalir Sjávarútvegur Tengdar fréttir Hvalur 8 og Hvalur 9 báðir á landleið með nýveidda hvali Báðir hvalbátarnir eru núna á leið til hafnar í Hvalfirði með nýveidda hvali, sem skotnir voru í dag. Hvalur 8 er væntanlegur að bryggju í hvalstöðinni í nótt með eina langreyði. Hvalur 9 er svo væntanlegur þangað í fyrramálið með tvær langreyðar. Eftir því sem fréttastofa kemst næst veiddi áhöfn Hvals 8 sinn hval fyrir hádegi. 14. september 2023 18:49 Þingmenn fjögurra flokka vilja banna hvalveiðar Þingmenn stjórnarandstöðu vilja banna hvalveiðar og hafa lagt fram frumvarp þess efnis. Lagt er til að hvalir verði færðir undir verndarvæng villidýralaga í frumvarpinu. 14. september 2023 18:35 Fagnar innilega en spyr hvers vegna Hvalur 9 var ekki stöðvaður Valgerður Árnadóttir, talsmaður Hvalavina, fagnar því að Matvælastofnun hafi tekið ákvörðun um að stöðva tímabundið veiðar Hvals 8. Hún segist vona að þetta verði til þess að hinn hvalveiðibáturinn, Hvalur 9 verði einnig stöðvaður. Ákvörðunin hafi alls ekki verið fyrirséð. 14. september 2023 16:47 Stöðva veiðar um borð í Hval 8 tímabundið Matvælastofnun hefur stöðvað tímabundið veiðar Hvals 8 vegna alvarlegra brota á velferð dýra við veiðar á langreyði. 14. september 2023 14:35 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Sjá meira
Hvalur 8 og Hvalur 9 báðir á landleið með nýveidda hvali Báðir hvalbátarnir eru núna á leið til hafnar í Hvalfirði með nýveidda hvali, sem skotnir voru í dag. Hvalur 8 er væntanlegur að bryggju í hvalstöðinni í nótt með eina langreyði. Hvalur 9 er svo væntanlegur þangað í fyrramálið með tvær langreyðar. Eftir því sem fréttastofa kemst næst veiddi áhöfn Hvals 8 sinn hval fyrir hádegi. 14. september 2023 18:49
Þingmenn fjögurra flokka vilja banna hvalveiðar Þingmenn stjórnarandstöðu vilja banna hvalveiðar og hafa lagt fram frumvarp þess efnis. Lagt er til að hvalir verði færðir undir verndarvæng villidýralaga í frumvarpinu. 14. september 2023 18:35
Fagnar innilega en spyr hvers vegna Hvalur 9 var ekki stöðvaður Valgerður Árnadóttir, talsmaður Hvalavina, fagnar því að Matvælastofnun hafi tekið ákvörðun um að stöðva tímabundið veiðar Hvals 8. Hún segist vona að þetta verði til þess að hinn hvalveiðibáturinn, Hvalur 9 verði einnig stöðvaður. Ákvörðunin hafi alls ekki verið fyrirséð. 14. september 2023 16:47
Stöðva veiðar um borð í Hval 8 tímabundið Matvælastofnun hefur stöðvað tímabundið veiðar Hvals 8 vegna alvarlegra brota á velferð dýra við veiðar á langreyði. 14. september 2023 14:35