Nemendur urðu vitni að slysinu í kennslustund Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 14. september 2023 14:02 Kolfinna Jóhannesdóttir, skólastjóri Kvennaskólans í Reykjavík segir nemendur og kennara harmi slegna vegna málsins. Nemendur Kvennaskólans í Reykjavík sem sátu í tíma í Miðbæjarskólanum urðu vitni að umferðarslysinu sem varð á Lækjargötu í gær þar sem ökumaður sendiferðabíls lést. Skólastjóri segir nemendur og starfsfólk harmi slegið vegna málsins og er nemendum boðið upp á áfallahjálp. „Það voru nemendur sem urðu vitni að slysinu og meðal annars nemendur sem voru í tíma hjá kennara, sem tók þau bara í fangið og fór með þau inn í stofu og ræddi við þau og veitti stuðning eins og hún gat,“ segir Kolfinna Jóhannesdóttir, skólastjóri Kvennaskólans í Reykjavík í samtali við Vísi. Tilkynning um slysið barst lögreglu klukkan 13:23 í gær. Þar varð árekstur sendibíls og skotbómulyftara og lést ökumaður sendibílsins, karlmaður á fertugsaldri. Kolfinna segir fleiri nemendur skólans auk þess hafa orðið vitni að slysinu, enda hafi það átt sér stað mjög nálægt skólanum. Stjórnendur hafa unnið eftir viðbragðsáætlun vegna málsins. „Í þessu tilviki funduðum við stjórnendur um málið og höfðum samband við Rauða krossinn um svona leiðbeiningar varðandi áfallahjálp í svona tilvikum og sendum síðan póst á foreldra og létum vita að einhverjir nemendur höfðu orðið vitni að slysinu og að við myndum bjóða þeim nemendum áfallahjálp sem þurfa þess.“ Þá hafi nemendum verið sendur bæklingur frá Rauða krossinum með leiðbeiningum og þeir hvattir til að leita til skólastjórnenda þurfi þeir á áfallahjálp að halda vegna málsins. Nemendur og kennarar eru slegnir? „Já. Við erum öll slegin yfir þessu hræðilega slysi og það er náttúrulega hluti af viðbrögðunum, að auðvitað hlúa að nemendum og okkur sjálfum og auðvitað hugsum við með hlýju og kærleik til aðstandenda og þeirra sem tengjast slysinu.“ Að sögn Kolfinnu féll tími niður í morgun hjá kennaranum sem var með nemendum sem urðu vitni að slysinu úr kennslustofu í Miðbæjarskólanum. Að öðru leyti hafi skólahald farið fram með eðlilegum hætti. Samgönguslys Framhaldsskólar Reykjavík Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Sjá meira
„Það voru nemendur sem urðu vitni að slysinu og meðal annars nemendur sem voru í tíma hjá kennara, sem tók þau bara í fangið og fór með þau inn í stofu og ræddi við þau og veitti stuðning eins og hún gat,“ segir Kolfinna Jóhannesdóttir, skólastjóri Kvennaskólans í Reykjavík í samtali við Vísi. Tilkynning um slysið barst lögreglu klukkan 13:23 í gær. Þar varð árekstur sendibíls og skotbómulyftara og lést ökumaður sendibílsins, karlmaður á fertugsaldri. Kolfinna segir fleiri nemendur skólans auk þess hafa orðið vitni að slysinu, enda hafi það átt sér stað mjög nálægt skólanum. Stjórnendur hafa unnið eftir viðbragðsáætlun vegna málsins. „Í þessu tilviki funduðum við stjórnendur um málið og höfðum samband við Rauða krossinn um svona leiðbeiningar varðandi áfallahjálp í svona tilvikum og sendum síðan póst á foreldra og létum vita að einhverjir nemendur höfðu orðið vitni að slysinu og að við myndum bjóða þeim nemendum áfallahjálp sem þurfa þess.“ Þá hafi nemendum verið sendur bæklingur frá Rauða krossinum með leiðbeiningum og þeir hvattir til að leita til skólastjórnenda þurfi þeir á áfallahjálp að halda vegna málsins. Nemendur og kennarar eru slegnir? „Já. Við erum öll slegin yfir þessu hræðilega slysi og það er náttúrulega hluti af viðbrögðunum, að auðvitað hlúa að nemendum og okkur sjálfum og auðvitað hugsum við með hlýju og kærleik til aðstandenda og þeirra sem tengjast slysinu.“ Að sögn Kolfinnu féll tími niður í morgun hjá kennaranum sem var með nemendum sem urðu vitni að slysinu úr kennslustofu í Miðbæjarskólanum. Að öðru leyti hafi skólahald farið fram með eðlilegum hætti.
Samgönguslys Framhaldsskólar Reykjavík Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Sjá meira