Líkir framboði efnaskiptaaðgerða erlendis við villta vestrið Helena Rós Sturludóttir skrifar 11. september 2023 13:22 Sólveig Sigurðardóttir er einn stofnenda SFO, Samtaka fólks með offitu. Vísir/Vilhelm Formaður Samtaka fólks með offitu líkir framboði efnaskiptaaðgerða erlendis við villta vestrið. Dæmi eru um að Íslendingar hafi sótt aðgerðir úti sem ekki hafi verið framkvæmdar nægilega vel að sögn kviðarholsskurðlæknis. Íslendingar sækja í síauknum mæli í efnaskiptaaðgerðir, hérlendis sem erlendis. Á undanförnum árum hafa rúmlega átta hundruð aðgerðir verið framkvæmdar hér á landi á ári hverju og auk þess sem nokkur hundruð hafa farið í aðgerðir erlendis á vegum Sjúkratrygginga Íslands. Fara í aðgerðir erlendis á eigin vegumÞví til viðbótar eru einstaklingar sem fara í aðgerðir erlendis á eigin vegum og er sá fjöldi óþekktur að sögn kviðarholsskurðlæknis. Formaður SFO segir nauðsynlegt að fólk fari í slíkar aðgerðir í gegnum heilbrigðiskerfið. Dæmi séu um að aðgerðir sem fólk fari á eigin vegum séu ekki framkvæmdar sem skildi.„Það er verið að gera aðgerðir á fólki, við erum með sannanir, bæði innan SFO og erlendis frá. Fólk fer í aðgerð en svo er misjafnt hvað er gert. Það er kannski ekki endilega verið að gera það sem þú borgaðir fyrir sem gerir það að verkum að þú sért ekki að léttast eins og þér er lofað,“ segir Sólveig Sigurðardóttir formaður SFO.Undir þetta tekur Aðalsteinn Arnarson kviðarholsskurðlæknir. „Í einhverjum tilvikum hafi aðgerðirnar ekki verið framkvæmdar nægilega góðan hátt eða fólk lent í einhverjum vandamálum sem þarf að sinna og reyna að leysa þegar heim er komið,“ segir Aðalsteinn. Illa framkvæmd aðgerð Eftirfylgni við sjúklinga sé mikilvæg enda geti ýmislegt komið upp á til langs tíma eftir efnaskiptaaðgerðir. Íslensk kona sem fór í aðgerð erlendis og fann ekki fyrir neinum breytingum eftir heimkomu leitaði til Aðalsteins.„Hún svona fer að velta fyrir sér af hverju hún er ekki að léttast og spyr hvort það sé eitthvað hægt að gera. Í uppvinnslu kemur mjög fljótt í ljós að það var í raun annað hvort mjög illa framkvæmd aðgerð eða bara hreinlega ekki framkvæmd aðgerð sem hún hafði farið í,“ útskýrir Aðalsteinn. Spítalinn hefur hótað lögsóknKonan gaf ekki kost á viðtali við fréttastofu af ótta við sjúkrahúsið erlendis sem hefur hótað henni lögsókn fari hún með málið lengra. Aðalsteinn segir nauðsynlegt að fólki standi til boða að sækja þjónustuna erlendis. „En á sama tíma er gríðarlega mikilvægt að reyna hafa gegnsæi í því hvaða aðilar eru erlendis eru á einhvern hátt viðurkenndir.“Sólveig segir Evrópsk samtök skurðlækna, samtök fagfólks og sjúklingasamtök hafa tekið höndum saman og að til standi að kortleggja hvað sé í gangi. „Þetta er eitthvað sem á eftir að verða ansi skrautlegt. Sögurnar eru ansi margar og þetta er mjög stórt verkefni og þetta er bara að fara í gang,“ segir hún. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ekki rétt að tala um plataðgerðir Hjúkrunarfræðingur á Klíníkinni segir ekki rétt að tala um plataðgerðir í þeim tilfellum sem Íslendingar hafa farið erlendis í efnaskiptaaðgerð og hún hafi ekki skilað tilætluðum árangri. Vissulega hafi aðgerðir verið framkvæmdar en ekki nægilega góðar. 21. ágúst 2023 12:58 Stofna Samtök fólks með offitu: „Okkar raddir þurfa að fá að heyrast“ „Við erum mjög aftarlega hérna á Íslandi hvað varðar þjónustu við fólk með offitu, og eins þegar kemur að skilningi innan heilbrigðiskerfisins og innan samfélagsins,“ segir Sólveig Sigurðardóttir, ein af stofnendum SFO, Samtaka fólks með offitu. 4. mars 2023 12:15 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Sjá meira
Íslendingar sækja í síauknum mæli í efnaskiptaaðgerðir, hérlendis sem erlendis. Á undanförnum árum hafa rúmlega átta hundruð aðgerðir verið framkvæmdar hér á landi á ári hverju og auk þess sem nokkur hundruð hafa farið í aðgerðir erlendis á vegum Sjúkratrygginga Íslands. Fara í aðgerðir erlendis á eigin vegumÞví til viðbótar eru einstaklingar sem fara í aðgerðir erlendis á eigin vegum og er sá fjöldi óþekktur að sögn kviðarholsskurðlæknis. Formaður SFO segir nauðsynlegt að fólk fari í slíkar aðgerðir í gegnum heilbrigðiskerfið. Dæmi séu um að aðgerðir sem fólk fari á eigin vegum séu ekki framkvæmdar sem skildi.„Það er verið að gera aðgerðir á fólki, við erum með sannanir, bæði innan SFO og erlendis frá. Fólk fer í aðgerð en svo er misjafnt hvað er gert. Það er kannski ekki endilega verið að gera það sem þú borgaðir fyrir sem gerir það að verkum að þú sért ekki að léttast eins og þér er lofað,“ segir Sólveig Sigurðardóttir formaður SFO.Undir þetta tekur Aðalsteinn Arnarson kviðarholsskurðlæknir. „Í einhverjum tilvikum hafi aðgerðirnar ekki verið framkvæmdar nægilega góðan hátt eða fólk lent í einhverjum vandamálum sem þarf að sinna og reyna að leysa þegar heim er komið,“ segir Aðalsteinn. Illa framkvæmd aðgerð Eftirfylgni við sjúklinga sé mikilvæg enda geti ýmislegt komið upp á til langs tíma eftir efnaskiptaaðgerðir. Íslensk kona sem fór í aðgerð erlendis og fann ekki fyrir neinum breytingum eftir heimkomu leitaði til Aðalsteins.„Hún svona fer að velta fyrir sér af hverju hún er ekki að léttast og spyr hvort það sé eitthvað hægt að gera. Í uppvinnslu kemur mjög fljótt í ljós að það var í raun annað hvort mjög illa framkvæmd aðgerð eða bara hreinlega ekki framkvæmd aðgerð sem hún hafði farið í,“ útskýrir Aðalsteinn. Spítalinn hefur hótað lögsóknKonan gaf ekki kost á viðtali við fréttastofu af ótta við sjúkrahúsið erlendis sem hefur hótað henni lögsókn fari hún með málið lengra. Aðalsteinn segir nauðsynlegt að fólki standi til boða að sækja þjónustuna erlendis. „En á sama tíma er gríðarlega mikilvægt að reyna hafa gegnsæi í því hvaða aðilar eru erlendis eru á einhvern hátt viðurkenndir.“Sólveig segir Evrópsk samtök skurðlækna, samtök fagfólks og sjúklingasamtök hafa tekið höndum saman og að til standi að kortleggja hvað sé í gangi. „Þetta er eitthvað sem á eftir að verða ansi skrautlegt. Sögurnar eru ansi margar og þetta er mjög stórt verkefni og þetta er bara að fara í gang,“ segir hún.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ekki rétt að tala um plataðgerðir Hjúkrunarfræðingur á Klíníkinni segir ekki rétt að tala um plataðgerðir í þeim tilfellum sem Íslendingar hafa farið erlendis í efnaskiptaaðgerð og hún hafi ekki skilað tilætluðum árangri. Vissulega hafi aðgerðir verið framkvæmdar en ekki nægilega góðar. 21. ágúst 2023 12:58 Stofna Samtök fólks með offitu: „Okkar raddir þurfa að fá að heyrast“ „Við erum mjög aftarlega hérna á Íslandi hvað varðar þjónustu við fólk með offitu, og eins þegar kemur að skilningi innan heilbrigðiskerfisins og innan samfélagsins,“ segir Sólveig Sigurðardóttir, ein af stofnendum SFO, Samtaka fólks með offitu. 4. mars 2023 12:15 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Sjá meira
Ekki rétt að tala um plataðgerðir Hjúkrunarfræðingur á Klíníkinni segir ekki rétt að tala um plataðgerðir í þeim tilfellum sem Íslendingar hafa farið erlendis í efnaskiptaaðgerð og hún hafi ekki skilað tilætluðum árangri. Vissulega hafi aðgerðir verið framkvæmdar en ekki nægilega góðar. 21. ágúst 2023 12:58
Stofna Samtök fólks með offitu: „Okkar raddir þurfa að fá að heyrast“ „Við erum mjög aftarlega hérna á Íslandi hvað varðar þjónustu við fólk með offitu, og eins þegar kemur að skilningi innan heilbrigðiskerfisins og innan samfélagsins,“ segir Sólveig Sigurðardóttir, ein af stofnendum SFO, Samtaka fólks með offitu. 4. mars 2023 12:15