Masterson dæmdur í þrjátíu ára fangelsi fyrir nauðgun Samúel Karl Ólason skrifar 7. september 2023 19:10 Danny Masterson var dæmdur fyrir að nauðga tveimur konum. AP/Wade Payne Danny Masterson, leikari sem er þekktastur fyrir hlutverk sitt í That ´70 Show, hefur verið dæmdur í þrjátíu ára fangelsi. Masterson var sakfelldur í vor fyrir að nauðga tveimur konum á árum áður. Árið 2020 stigu þrjár konur fram og sökuðu hann um nauðganir sem áttu að eiga sér stað árið 2001 og 2003. Hann var sakfelldur fyrir báðar nauðganirnar árið 2003 en ekki þá sem hann var sakaður um af fyrrverandi kærustu árið 2001. Konurnar sögðu hann hafa byrlað þeim ólyfjan og nauðgað þeim. „Þú ert ógeðslegur, siðblindur og ofbeldisfullur. Heimurinn er betri með þig í fangelsi. Þegar þú nauðgaðir mér þá rændirðu mig. Það er það sem nauðgun er, rán andans og mannlegrar reisnar,“ sagði önnur kvennanna við dómsuppkvaðningu. Hin tók í sama streng og sagði Masterson enga iðrun hafa sýnt. Hún sagðist óska þess að hafa tilkynnt málið fyrr til lögreglu. Kviðdómendur komust ekki að niðurstöðu varðandi síðastnefndu ásökunina en fyrst var réttað í málinu í fyrra. Þá komust kviðdómendur ekki að niðurstöðu og þurfti að halda réttarhöldin aftur. Sjö konur og fimm menn voru í kviðdómnum, samkvæmt AP fréttaveitunni, og tók það þau sjö daga að komast að niðurstöðu. Saksóknarar sögðu Masterson hafa byrlað konunum ólyfjan og nauðgað þeim. Fram kom þó í réttarhöldunum að engar lyfjaprófanir hafi verið gerðar á sínum tíma og að verjendur Masterson hafi krafist þess að málið yrði látið falla niður vegna þessa. Masterson og konurnar voru í Vísindakirkjunni og spilaði hún stóra rullu í réttarhöldunum. Leikarinn var sakaður um að hafa notað stöðu sína innan kirkjunnar til að brjóta á konunum og komast hjá því að vera refsað. Konurnar sögðu að þegar þær hefðu sakað Masterson um nauðgun innan kirkjunnar hefðu forsvarsmenn hennar sagt þeim að þeim hefði ekki verið nauðgað. Í kjölfarið hefðu þær verið varaðar við því að leita til yfirvalda og látnar gangast siðferðisnámskeið innan kirkjunnar. Masterson sjálfur bar ekki vitni við réttarhöldin og verjendur hans buðu ekki nein vitni fram honum til varnar. Þá héldu þeir því fram að hann hefði ekki nauðgað þeim heldur hefðu þau stundað samfarir með samþykki kvennanna. Þá reyndu lögmenn Masterson að grafa undan trúverðugleika þeirra með því að benda á að frásagnir þeirra hefðu tekið breytingum í gegnum árin og þær gæfu til kynna að þær hefðu samstillt sögur sínar. Hollywood MeToo Kynferðisofbeldi Bandaríkin Mál Danny Masterson Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira
Árið 2020 stigu þrjár konur fram og sökuðu hann um nauðganir sem áttu að eiga sér stað árið 2001 og 2003. Hann var sakfelldur fyrir báðar nauðganirnar árið 2003 en ekki þá sem hann var sakaður um af fyrrverandi kærustu árið 2001. Konurnar sögðu hann hafa byrlað þeim ólyfjan og nauðgað þeim. „Þú ert ógeðslegur, siðblindur og ofbeldisfullur. Heimurinn er betri með þig í fangelsi. Þegar þú nauðgaðir mér þá rændirðu mig. Það er það sem nauðgun er, rán andans og mannlegrar reisnar,“ sagði önnur kvennanna við dómsuppkvaðningu. Hin tók í sama streng og sagði Masterson enga iðrun hafa sýnt. Hún sagðist óska þess að hafa tilkynnt málið fyrr til lögreglu. Kviðdómendur komust ekki að niðurstöðu varðandi síðastnefndu ásökunina en fyrst var réttað í málinu í fyrra. Þá komust kviðdómendur ekki að niðurstöðu og þurfti að halda réttarhöldin aftur. Sjö konur og fimm menn voru í kviðdómnum, samkvæmt AP fréttaveitunni, og tók það þau sjö daga að komast að niðurstöðu. Saksóknarar sögðu Masterson hafa byrlað konunum ólyfjan og nauðgað þeim. Fram kom þó í réttarhöldunum að engar lyfjaprófanir hafi verið gerðar á sínum tíma og að verjendur Masterson hafi krafist þess að málið yrði látið falla niður vegna þessa. Masterson og konurnar voru í Vísindakirkjunni og spilaði hún stóra rullu í réttarhöldunum. Leikarinn var sakaður um að hafa notað stöðu sína innan kirkjunnar til að brjóta á konunum og komast hjá því að vera refsað. Konurnar sögðu að þegar þær hefðu sakað Masterson um nauðgun innan kirkjunnar hefðu forsvarsmenn hennar sagt þeim að þeim hefði ekki verið nauðgað. Í kjölfarið hefðu þær verið varaðar við því að leita til yfirvalda og látnar gangast siðferðisnámskeið innan kirkjunnar. Masterson sjálfur bar ekki vitni við réttarhöldin og verjendur hans buðu ekki nein vitni fram honum til varnar. Þá héldu þeir því fram að hann hefði ekki nauðgað þeim heldur hefðu þau stundað samfarir með samþykki kvennanna. Þá reyndu lögmenn Masterson að grafa undan trúverðugleika þeirra með því að benda á að frásagnir þeirra hefðu tekið breytingum í gegnum árin og þær gæfu til kynna að þær hefðu samstillt sögur sínar.
Hollywood MeToo Kynferðisofbeldi Bandaríkin Mál Danny Masterson Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira