Botnlaust hungur, skefjalaus græðgi Sigurjón Þórðarson skrifar 5. september 2023 08:31 Í upphafi kjörtímabils setti matvælaráðherra af stað einn fjölmennasta starfshóp Íslandssögunnar undir nafninu Auðlindin okkar. Markmiðið, að koma á sátt um stjórn fiskveiða. Allir vita að íslenska kvótakerfið hefur um árabil misboðið réttlætiskennd þjóðarinnar. Kvótakerfið hefur skilað helmingi minni afla á land en fyrir daga þess og kvótaþegar hafa komist upp með að selja helstu útflutningsafurð þjóðarinnar í gegnum skúffufyrirtæki í skattaskjólum. Í upphafi var alið á tortryggni þegar matvælaráðherra skipaði verkstjóra undirnefndanna, en það voru ýmist fyrrverandi forstjórar stórútgerðanna eða ráðgjafar sem hafa meira og minna verið að skrifa skýrslur í beit og álit í þágu stórútgerðarinnar. Í stuttu máli var niðurstaða 464 blaðsíðna skýrslunnar sú að íslenska kvótakerfið væri frábært og gildir þá einu að það hafi stórskaðað sjávarbyggðirnar. Fyrir liggur álit Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna um að kvótakerfið í núverandi mynd brjóti í bága við atvinnufrelsi og almenna jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Helstu tillögur nefndarinnar eru að breyta sem minnstu nema þá þeim 5,3% veiðiheimilda sem ætlað er að styðja við brothættar sjávarbyggðir. Í skýrslunni er talað um þetta sem félagslegan stuðning eins og um ölmusu sé að ræða. Skýrslan mærir núverandi úthlutunaraðferðir Byggðastofnunar. Sem dæmi má nefna að Byggðastofnun hefur úthlutað aflamarki til byggðalaga þar sem engin fiskvinnsla fer fram. Úthlutað hefur verið til fyrirtækja í eigu erlendra auðmanna og til útgerða sem komnar eru upp fyrir leyfilegt kvótaþak og þannig mætti lengi telja. Í skýrslunni kemur m.a. fram að hvorki sé vilji til að auka við strandveiðar né taka á verðmyndun á fiski og vigta fisk með samræmdum hætti. Þetta er í hreinni andstöðu við þjóðarviljann um leið og það hyglir stórútgerðinni. Vinnubrögð matvælaráðuneytisins voru slík að þrenn samtök sem voru í samráðsnefnd starfshópanna hafa hafnað því alfarið að vera bendluð við skýrsluna. Að sjálfsögðu hefði átt að tryggja samræmda frjálsa verðmyndun á fiski, samræmdar vigtarreglur, endurbætur á byggðapottum, endurskoða ráðgjöf Hafró, tryggja opna veiði fyrir ónýttar fiskveiðiheimildir á síðari hluta fiskveiðiárs, uppboð á aflaheimildum og stórauka hlut strandveiða. Flokkur fólksins berst fyrir endurreisn hinna blómlegu sjávarbyggða allt í kringum landið. Við fordæmum þá aðför sem gerð hefur verið að þeim og skilið þær eftir í sárum. Það er dapurt að sjá en um leið kemur ekki á óvart hvernig skýrslan afhjúpar frekjugang sægreifanna og húskarla þeirra í stjórnkerfinu. Það sjá allir sem sjá vilja að þeir sem allt hafa fá aldrei nóg. Þeir kunna sér ekki magamál. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Flokkur fólksins Sjávarútvegur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiði Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiði skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Í upphafi kjörtímabils setti matvælaráðherra af stað einn fjölmennasta starfshóp Íslandssögunnar undir nafninu Auðlindin okkar. Markmiðið, að koma á sátt um stjórn fiskveiða. Allir vita að íslenska kvótakerfið hefur um árabil misboðið réttlætiskennd þjóðarinnar. Kvótakerfið hefur skilað helmingi minni afla á land en fyrir daga þess og kvótaþegar hafa komist upp með að selja helstu útflutningsafurð þjóðarinnar í gegnum skúffufyrirtæki í skattaskjólum. Í upphafi var alið á tortryggni þegar matvælaráðherra skipaði verkstjóra undirnefndanna, en það voru ýmist fyrrverandi forstjórar stórútgerðanna eða ráðgjafar sem hafa meira og minna verið að skrifa skýrslur í beit og álit í þágu stórútgerðarinnar. Í stuttu máli var niðurstaða 464 blaðsíðna skýrslunnar sú að íslenska kvótakerfið væri frábært og gildir þá einu að það hafi stórskaðað sjávarbyggðirnar. Fyrir liggur álit Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna um að kvótakerfið í núverandi mynd brjóti í bága við atvinnufrelsi og almenna jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Helstu tillögur nefndarinnar eru að breyta sem minnstu nema þá þeim 5,3% veiðiheimilda sem ætlað er að styðja við brothættar sjávarbyggðir. Í skýrslunni er talað um þetta sem félagslegan stuðning eins og um ölmusu sé að ræða. Skýrslan mærir núverandi úthlutunaraðferðir Byggðastofnunar. Sem dæmi má nefna að Byggðastofnun hefur úthlutað aflamarki til byggðalaga þar sem engin fiskvinnsla fer fram. Úthlutað hefur verið til fyrirtækja í eigu erlendra auðmanna og til útgerða sem komnar eru upp fyrir leyfilegt kvótaþak og þannig mætti lengi telja. Í skýrslunni kemur m.a. fram að hvorki sé vilji til að auka við strandveiðar né taka á verðmyndun á fiski og vigta fisk með samræmdum hætti. Þetta er í hreinni andstöðu við þjóðarviljann um leið og það hyglir stórútgerðinni. Vinnubrögð matvælaráðuneytisins voru slík að þrenn samtök sem voru í samráðsnefnd starfshópanna hafa hafnað því alfarið að vera bendluð við skýrsluna. Að sjálfsögðu hefði átt að tryggja samræmda frjálsa verðmyndun á fiski, samræmdar vigtarreglur, endurbætur á byggðapottum, endurskoða ráðgjöf Hafró, tryggja opna veiði fyrir ónýttar fiskveiðiheimildir á síðari hluta fiskveiðiárs, uppboð á aflaheimildum og stórauka hlut strandveiða. Flokkur fólksins berst fyrir endurreisn hinna blómlegu sjávarbyggða allt í kringum landið. Við fordæmum þá aðför sem gerð hefur verið að þeim og skilið þær eftir í sárum. Það er dapurt að sjá en um leið kemur ekki á óvart hvernig skýrslan afhjúpar frekjugang sægreifanna og húskarla þeirra í stjórnkerfinu. Það sjá allir sem sjá vilja að þeir sem allt hafa fá aldrei nóg. Þeir kunna sér ekki magamál. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar