Dagbjört tekur við af Helgu Völu: „Ég ætla að láta til mín taka“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 3. september 2023 15:43 „Fyrst og fremst er ég félagshyggjukona, ég er femínisti. Það ber svolítinn keim af því sem ég legg áherslu á,“ segir Dagbjört Hákonardóttir, nýr þingmaður Samfylkingarinnar. Aðsend Dagbjört Hákonardóttir mun taka við þingmennsku af Helgu Völu Helgadóttur, sem tilkynnti í gær að hún ætli að snúa sér að lögmennsku á ný. Dagbjört, sem að sögn tekur hlutverkinu alvarlega og af auðmýkt, segir það hafa verið átakanlegt að fylgjast með samstarfi ríkisstjórnarflokkana að undanförnu. Dagbjört, sem var í þriðja sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík norður, hefur þrívegis komið inn á þing sem varaþingmaður Helgu Völu og Jóhanns Páls Jóhannssonar. Hún segir breytingarnar núna hafa legið í loftinu í þónokkurn tíma. „Ég hef þekkt Helgu Völu lengi og hún hefur nefnt það áður að hún sakni lögmennskunar. Ég samgleðst henni rosalega, maður á að fylgja hjartanu og ég held að við séum báðar að gera það,“ segir Dagbjört í samtali við Vísi. „Það er auðvitað ótrúlega mikill heiður að geta tekið við þessu kefli af henni, þó það verði mikil áskorun og erfitt að fylla upp í það skarð sem hún skilur eftir sig. En ég tek þessu af mikilli auðmýkt og finn til mikillar ábyrgðar.“ Dagbjört hefur starfað hjá Reykjavíkurborg á sviði upplýsingaöryggis og persónuverndar undanfarin ár. Þing verður sett 12. september næstkomandi. „Það verður bara samkomulag milli minna verkefna hjá Reykjavíkurborg og því sem kemur fyrir þingið núna á næstu vikum hvernig ég kasta þessu á milli.“ Alltaf erfitt að breyta til Aðspurð um hvort það hafi verið erfið ákvörðun að þyggja sæti Helgu Völu segir Dagbjört að það sé alltaf erfitt að breyta til. „Það er ekki í eðli manns að gera stórar breytingar. Ég er auðvitað búin að sinna mikilvægum störfum hjá Reykjavíkurborg á undanförnum árum og vinna að stórum verkefnum sem hefur tekið mörg ár að undirbúa sem fara á flug í haust. En hjartað mitt slær í stjórnmálunum og ég er ákaflega þakklát fyrir að fá tækifæri til að sinna þessu að öflu afli.“ Hver eru þín helstu baráttumál? „Fyrst og fremst er ég félagshyggjukona, ég er femínisti. Það ber svolítinn keim af því sem ég legg áherslu á, sem er að byggja upp réttlátt jafnaðarsamfélag hérna. Ég legg áherslu á málefni nærsamfélagsins, fjölskyldumál, það er mikilvægt að leyfa þessum málaflokkum að eiga sér öflugan málsvara. Ég er líka manneskja sem talar fyrir öflugum samgöngumálum og horfi þar til ábyrgðar minnar sem þingmanns Reykvíkinga. Og þessir málaflokkar eru svolítið í brennidepli núna og ég ætla að láta til mín taka.“ Segir átakanlegt að fylgjast með ríkistjórnarsamstarfinu Talsverð umræða hefur skapast um samstarf ríkisstjórnarflokkanna að undanförnu sem hafa verið ósammála í mörgum mikilvægum málaflokkum. „Eins og allir vita er ekkert sérstök stemning í þessari ríkisstjórn,“ segir Dagbjört. „Það hefur verið dálítið átakanlegt að fylgjast með þessu. Við verðum auðvitað að leyfa þessu þingári að fara aftur af stað og sjá hvernig þau ætla að beita sér og hvaða málaflokka þau ætla að ná sér saman um. Ég hins vegar er bara þingkona Samfylkingarinnar og við erum að ná að leggja áherslu á málaflokkana okkar og það er hlustað á okkur. Það er ekkert sjálfgefið, en það er bara ástæða fyrir því. Fólk hefur áhuga á því að hlusta á rödd sem ætlar sér að standa við þær umbætur sem lofað er.“ Í þessum óstöðugleika sem við búum við í ríkisfjármálunum þá þarf einhver rödd skynseminnar að heyrast, og við í Samfylkingunni tölum þeirri rödd. Alþingi Vistaskipti Samfylkingin Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Erlent Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Fleiri fréttir Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Sjá meira
Dagbjört, sem var í þriðja sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík norður, hefur þrívegis komið inn á þing sem varaþingmaður Helgu Völu og Jóhanns Páls Jóhannssonar. Hún segir breytingarnar núna hafa legið í loftinu í þónokkurn tíma. „Ég hef þekkt Helgu Völu lengi og hún hefur nefnt það áður að hún sakni lögmennskunar. Ég samgleðst henni rosalega, maður á að fylgja hjartanu og ég held að við séum báðar að gera það,“ segir Dagbjört í samtali við Vísi. „Það er auðvitað ótrúlega mikill heiður að geta tekið við þessu kefli af henni, þó það verði mikil áskorun og erfitt að fylla upp í það skarð sem hún skilur eftir sig. En ég tek þessu af mikilli auðmýkt og finn til mikillar ábyrgðar.“ Dagbjört hefur starfað hjá Reykjavíkurborg á sviði upplýsingaöryggis og persónuverndar undanfarin ár. Þing verður sett 12. september næstkomandi. „Það verður bara samkomulag milli minna verkefna hjá Reykjavíkurborg og því sem kemur fyrir þingið núna á næstu vikum hvernig ég kasta þessu á milli.“ Alltaf erfitt að breyta til Aðspurð um hvort það hafi verið erfið ákvörðun að þyggja sæti Helgu Völu segir Dagbjört að það sé alltaf erfitt að breyta til. „Það er ekki í eðli manns að gera stórar breytingar. Ég er auðvitað búin að sinna mikilvægum störfum hjá Reykjavíkurborg á undanförnum árum og vinna að stórum verkefnum sem hefur tekið mörg ár að undirbúa sem fara á flug í haust. En hjartað mitt slær í stjórnmálunum og ég er ákaflega þakklát fyrir að fá tækifæri til að sinna þessu að öflu afli.“ Hver eru þín helstu baráttumál? „Fyrst og fremst er ég félagshyggjukona, ég er femínisti. Það ber svolítinn keim af því sem ég legg áherslu á, sem er að byggja upp réttlátt jafnaðarsamfélag hérna. Ég legg áherslu á málefni nærsamfélagsins, fjölskyldumál, það er mikilvægt að leyfa þessum málaflokkum að eiga sér öflugan málsvara. Ég er líka manneskja sem talar fyrir öflugum samgöngumálum og horfi þar til ábyrgðar minnar sem þingmanns Reykvíkinga. Og þessir málaflokkar eru svolítið í brennidepli núna og ég ætla að láta til mín taka.“ Segir átakanlegt að fylgjast með ríkistjórnarsamstarfinu Talsverð umræða hefur skapast um samstarf ríkisstjórnarflokkanna að undanförnu sem hafa verið ósammála í mörgum mikilvægum málaflokkum. „Eins og allir vita er ekkert sérstök stemning í þessari ríkisstjórn,“ segir Dagbjört. „Það hefur verið dálítið átakanlegt að fylgjast með þessu. Við verðum auðvitað að leyfa þessu þingári að fara aftur af stað og sjá hvernig þau ætla að beita sér og hvaða málaflokka þau ætla að ná sér saman um. Ég hins vegar er bara þingkona Samfylkingarinnar og við erum að ná að leggja áherslu á málaflokkana okkar og það er hlustað á okkur. Það er ekkert sjálfgefið, en það er bara ástæða fyrir því. Fólk hefur áhuga á því að hlusta á rödd sem ætlar sér að standa við þær umbætur sem lofað er.“ Í þessum óstöðugleika sem við búum við í ríkisfjármálunum þá þarf einhver rödd skynseminnar að heyrast, og við í Samfylkingunni tölum þeirri rödd.
Alþingi Vistaskipti Samfylkingin Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Erlent Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Fleiri fréttir Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent