Sagðir hafa frelsissvipt mann og þrýst klaufhamri í endaþarm hans Árni Sæberg skrifar 29. ágúst 2023 23:41 Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Tveir karlmenn hafa verið ákærðir fyrir grófa frelsissviptingu og rán í mars í fyrra. Annar þeirra er einnig ákærður fyrir nauðgun með því að hafa þrýst klaufhamri í endaþarmsop fórnarlambsins. Mennirnir tveir eru sakaðir um að hafa svipt mann frelsi í um fimm klukkustundir að heimili hans og beitt hann ofbeldi og hótunum í því skyni að ná frá honum verðmætum. Annar þeirra hafi slegið hann í höfuðið og í kjölfarið hafi þeir í sameiningu bundið hann á höndum og fótum í rúmi hans. Hinn hafi þá lagt hníf að hálsi og enni mannsins og hótað honum lífláti, jafnframt sem hann hafi otað sporjárni að honum og hótað að reka það inn í endaþarm hans og neytt hann þannig til að gefa upp lykilorð að farsíma sínum og heimabanka. Hótuðu öllu illu Á meðan hafi félaginn farið ránshendi um heimili fórnarlambsins og safnað saman sjónvarpstæki, leikjatölvu, trommusetti, fartölvu, hátalara, húslyklum og farsíma. Þá hafi þeir borið munina í sameiningu út í bíl fórnarlambsins, ekið honum á brott og skilið fórnarlamb sitt eftir bundið og með límt fyrir munn með flutningalímbandi. Við atlöguna hlaut maðurinn um fjögurra sentimetra stórt stjörnulaga sár á hnakka og rispu á enni og í hársverði. Handtekinn í miðjum rúnti Annar mannanna var handtekinn síðar sama dag þegar lögregla stöðvaði för hans á Snorrabraut þegar hann rúntaði um á bíl fórnarlambsins. Í bílnum fannst ofangreindur ránsfengur. Hinn maðurinn var sömuleiðis handtekinn samdægurs. Sá var með farsíma fórnarlambsins í fórum sínum og þá hafði verið búinn að ráðstafa rétt tæplega sjö hundruð þúsund krónum af bankareikningi fórnarlambsins með símanum. Beitti klaufhamri á endaþarm og typpi Maðurinn sem er sakaður um að hafa slegið fórnarlambið í höfuðið með flösku sætir ákæru fyrir stórfellda líkamsárás auk ákæru fyrir frelsissvipringu og rán, sem hinn sætir einnig. Sá sætir auk þess ákæru fyrir nauðgun og kynferðisbrot, með því að hafa í ofangreint sinn, þar sem maðurinn lá bundinn í rúmi sínu á höndum og fótum, haft við hann önnur kynferðismök en samræði gegn vilja hans, með því að draga buxur og nærbuxur hans niður og þrýsta klaufhamri í endaþarmsop hans og þannig skakað hamrinum fram og til baka og slegið hann tvívegis með hamrinum í getnaðarlim hans og á sama tíma tekið athæfið upp á farsíma hans og hótað honum að setja myndskeiðið í dreifingu á netinu ef hann leitaði til lögreglu. Dómsmál Kynferðisofbeldi Lögreglumál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira
Mennirnir tveir eru sakaðir um að hafa svipt mann frelsi í um fimm klukkustundir að heimili hans og beitt hann ofbeldi og hótunum í því skyni að ná frá honum verðmætum. Annar þeirra hafi slegið hann í höfuðið og í kjölfarið hafi þeir í sameiningu bundið hann á höndum og fótum í rúmi hans. Hinn hafi þá lagt hníf að hálsi og enni mannsins og hótað honum lífláti, jafnframt sem hann hafi otað sporjárni að honum og hótað að reka það inn í endaþarm hans og neytt hann þannig til að gefa upp lykilorð að farsíma sínum og heimabanka. Hótuðu öllu illu Á meðan hafi félaginn farið ránshendi um heimili fórnarlambsins og safnað saman sjónvarpstæki, leikjatölvu, trommusetti, fartölvu, hátalara, húslyklum og farsíma. Þá hafi þeir borið munina í sameiningu út í bíl fórnarlambsins, ekið honum á brott og skilið fórnarlamb sitt eftir bundið og með límt fyrir munn með flutningalímbandi. Við atlöguna hlaut maðurinn um fjögurra sentimetra stórt stjörnulaga sár á hnakka og rispu á enni og í hársverði. Handtekinn í miðjum rúnti Annar mannanna var handtekinn síðar sama dag þegar lögregla stöðvaði för hans á Snorrabraut þegar hann rúntaði um á bíl fórnarlambsins. Í bílnum fannst ofangreindur ránsfengur. Hinn maðurinn var sömuleiðis handtekinn samdægurs. Sá var með farsíma fórnarlambsins í fórum sínum og þá hafði verið búinn að ráðstafa rétt tæplega sjö hundruð þúsund krónum af bankareikningi fórnarlambsins með símanum. Beitti klaufhamri á endaþarm og typpi Maðurinn sem er sakaður um að hafa slegið fórnarlambið í höfuðið með flösku sætir ákæru fyrir stórfellda líkamsárás auk ákæru fyrir frelsissvipringu og rán, sem hinn sætir einnig. Sá sætir auk þess ákæru fyrir nauðgun og kynferðisbrot, með því að hafa í ofangreint sinn, þar sem maðurinn lá bundinn í rúmi sínu á höndum og fótum, haft við hann önnur kynferðismök en samræði gegn vilja hans, með því að draga buxur og nærbuxur hans niður og þrýsta klaufhamri í endaþarmsop hans og þannig skakað hamrinum fram og til baka og slegið hann tvívegis með hamrinum í getnaðarlim hans og á sama tíma tekið athæfið upp á farsíma hans og hótað honum að setja myndskeiðið í dreifingu á netinu ef hann leitaði til lögreglu.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Lögreglumál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira