Andri Heiðar í eigendahóp Frumtaks Ventures Árni Sæberg skrifar 24. ágúst 2023 08:07 Andri Heiðar verður fjárfestingastjóri Frumtaks Ventures. Frumtak Ventures Andri Heiðar Kristinsson kemur inn í hóp eigenda Frumtak Ventures og verður fjárfestingastjóri. Undanfarið hefur hann starfað sem framkvæmdastjóri Stafræns Íslands í fjármála- og efnahagsráðuneytinu Í tilkynningu um vistaskiptin segir að Andri Heiðar muni gegna lykilhlutverki í frekari uppbyggingu Frumtaks sem leiðandi fjárfestis í sprota- og vaxtarfyrirtækjum, sem byggja á íslensku hugviti og nýsköpun. Hann muni leiða nýjar fjárfestingar Frumtaks ásamt því að styðja við og fylgja eftir fyrri fjárfestingum félagsins með núverandi eigendum. Hann hefur störf í nóvember næstkomandi. Frumtak hefur frá stofnun rekið þrjá vísisjóði sem hafa fjárfest í 35 fyrirtækjum fyrir um tíu milljarða króna. Þar á meðal eru fyrirtæki á borð við Controlant, Sidekick Health, 50skills, Meniga, Sportabler og Tulipop auk fjölmargra annarra. Vítæk reynsla af nýsköpun Andri Heiðar býr að tveggja áratuga reynslu í nýsköpun, tækni og stafrænni þróun bæði á Íslandi og úr Kísildalnum í Bandaríkjunum þar sem hann bjó og starfaði í sex ár. Andri kemur til Frumtaks úr fjármála- og efnahagsráðuneytinu þar sem hann starfar sem framkvæmdastjóri Stafræns Íslands og hefur leitt stafræna umbreytingu íslenska ríkisins undanfarin ár. Áður var Andri Heiðar þróunarstjóri hjá LinkedIn í San Francisco og stofnandi sprotafyrirtækisins Travelade ásamt því að hafa verið stofnandi Innovit (nú Klak Icelandic Startups) og frumkvöðlakeppninnar um Gulleggið fyrir um 15 árum síðan. Andri Heiðar þekkir því umhverfi sprotafyrirtækja og tækni einstaklega vel. Þá er Andri Heiðar englafjárfestir í yfir 25 sprotafyrirtækjum og hefur setið í stjórnum ýmissa fyrirtækja á borð við Meniga, PaxFlow, Farice og Vínklúbbsins. Andri Heiðar er með B.Sc. í rafmagns- og tölvuverkfræði frá Háskóla Íslands og MBA gráðu frá Stanford Háskóla. Íslenskt hugvit eigi mikið inni „Ég er mjög spenntur að geta lagt mitt af mörkum til að íslensk sprotafyrirtæki komist í fremstu röð í heiminum og nýta mína reynslu og tengslanet úr Kísildalnum og hér heima. Íslensk nýsköpunarfyrirtæki á borð við Controlant, Kerecis og fjölmörg önnur hafa náð glæsilegum árangri undanfarið en ég tel að íslenskt hugvit eigi mikið inni og sé rétt að byrja að springa út og blómstra. Það eru því sannarlega mikil tækifæri framundan. Markmið okkar í Frumtaki er að fjárfestingar okkar skili sér margfalt til baka og standist samanburð við ávöxtun hjá fremstu vísisjóðum (e. Venture capital) í heimi sem ég þekki vel til frá tíma mínum í Bandaríkjunum,“ er haft eftir Andra Heiðari í tilkynningu. Þá er haft eftir Svönu Gunnarsdóttur, framkvæmdastjóra Framtaks Ventures, að það sé frábært að fá Andra Heiðar til liðs við félagsins. Eigendur séu sannfærðir um að yfirgripsmikil reynsla hans og þekking muni reynast þeim og félögunum í eignasafni Frumtakssjóðanna ómetanleg við frekari uppbyggingu og vöxt. „Andri Heiðar hefur víðtæka reynslu af fjárfestingum í nýsköpun bæði hérlendis og erlendis og hefur gegnt lykilhlutverki í uppbyggingu frumkvöðlasamfélagsins hér á landi. Við höfum átt ánægjulegt samstarf um árabil og hlökkum til að sameina nú kraftana. Við deilum þeirri framtíðarsýn að fjárfestingar í íslensku hugviti og tækni séu grundvöllur verðmætasköpunar sem mun stuðla að sjálfbærum hagvexti til lengri tíma og verði undirstaða áframhaldandi hagsældar á Íslandi.“ Vistaskipti Nýsköpun Tækni Stjórnsýsla Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Sjá meira
Í tilkynningu um vistaskiptin segir að Andri Heiðar muni gegna lykilhlutverki í frekari uppbyggingu Frumtaks sem leiðandi fjárfestis í sprota- og vaxtarfyrirtækjum, sem byggja á íslensku hugviti og nýsköpun. Hann muni leiða nýjar fjárfestingar Frumtaks ásamt því að styðja við og fylgja eftir fyrri fjárfestingum félagsins með núverandi eigendum. Hann hefur störf í nóvember næstkomandi. Frumtak hefur frá stofnun rekið þrjá vísisjóði sem hafa fjárfest í 35 fyrirtækjum fyrir um tíu milljarða króna. Þar á meðal eru fyrirtæki á borð við Controlant, Sidekick Health, 50skills, Meniga, Sportabler og Tulipop auk fjölmargra annarra. Vítæk reynsla af nýsköpun Andri Heiðar býr að tveggja áratuga reynslu í nýsköpun, tækni og stafrænni þróun bæði á Íslandi og úr Kísildalnum í Bandaríkjunum þar sem hann bjó og starfaði í sex ár. Andri kemur til Frumtaks úr fjármála- og efnahagsráðuneytinu þar sem hann starfar sem framkvæmdastjóri Stafræns Íslands og hefur leitt stafræna umbreytingu íslenska ríkisins undanfarin ár. Áður var Andri Heiðar þróunarstjóri hjá LinkedIn í San Francisco og stofnandi sprotafyrirtækisins Travelade ásamt því að hafa verið stofnandi Innovit (nú Klak Icelandic Startups) og frumkvöðlakeppninnar um Gulleggið fyrir um 15 árum síðan. Andri Heiðar þekkir því umhverfi sprotafyrirtækja og tækni einstaklega vel. Þá er Andri Heiðar englafjárfestir í yfir 25 sprotafyrirtækjum og hefur setið í stjórnum ýmissa fyrirtækja á borð við Meniga, PaxFlow, Farice og Vínklúbbsins. Andri Heiðar er með B.Sc. í rafmagns- og tölvuverkfræði frá Háskóla Íslands og MBA gráðu frá Stanford Háskóla. Íslenskt hugvit eigi mikið inni „Ég er mjög spenntur að geta lagt mitt af mörkum til að íslensk sprotafyrirtæki komist í fremstu röð í heiminum og nýta mína reynslu og tengslanet úr Kísildalnum og hér heima. Íslensk nýsköpunarfyrirtæki á borð við Controlant, Kerecis og fjölmörg önnur hafa náð glæsilegum árangri undanfarið en ég tel að íslenskt hugvit eigi mikið inni og sé rétt að byrja að springa út og blómstra. Það eru því sannarlega mikil tækifæri framundan. Markmið okkar í Frumtaki er að fjárfestingar okkar skili sér margfalt til baka og standist samanburð við ávöxtun hjá fremstu vísisjóðum (e. Venture capital) í heimi sem ég þekki vel til frá tíma mínum í Bandaríkjunum,“ er haft eftir Andra Heiðari í tilkynningu. Þá er haft eftir Svönu Gunnarsdóttur, framkvæmdastjóra Framtaks Ventures, að það sé frábært að fá Andra Heiðar til liðs við félagsins. Eigendur séu sannfærðir um að yfirgripsmikil reynsla hans og þekking muni reynast þeim og félögunum í eignasafni Frumtakssjóðanna ómetanleg við frekari uppbyggingu og vöxt. „Andri Heiðar hefur víðtæka reynslu af fjárfestingum í nýsköpun bæði hérlendis og erlendis og hefur gegnt lykilhlutverki í uppbyggingu frumkvöðlasamfélagsins hér á landi. Við höfum átt ánægjulegt samstarf um árabil og hlökkum til að sameina nú kraftana. Við deilum þeirri framtíðarsýn að fjárfestingar í íslensku hugviti og tækni séu grundvöllur verðmætasköpunar sem mun stuðla að sjálfbærum hagvexti til lengri tíma og verði undirstaða áframhaldandi hagsældar á Íslandi.“
Vistaskipti Nýsköpun Tækni Stjórnsýsla Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Sjá meira