Bananaerfingi og bandamaður spillts forseta í aðra umferð Kjartan Kjartansson skrifar 21. ágúst 2023 14:05 Luisa González fagnar bráðabirgðaniðurstöðum kosninganna í Ekvador. Hún hlaut flest atkvæði en þarf að gera betur í annarri umferð kosninganna í haust. AP/Dolores Ochoa Allt stefnir í að kosið verði á milli vinstrisinna og erfingja bananaveldis í annarri umferð forsetakosninga í Ekvador eftir að engum frambjóðanda tókst að tryggja sér hreinan meirihluta í kosningunum þar í gær. Luisa González úr vinstriflokknum Pólitísku byltingarhreyfingu borgaranna sem mældist með mest fylgi í skoðanakönnunum, hafði hlotið þriðjung atkvæða þegar 85 prósent atkvæða höfðu verið talin í gærkvöldi. Á eftir henni kom Daniel Noboa með rétt tæpan fjórðung atkvæði. Árangur Noboa vakti athygli þar sem hann hafði aldrei mæst hærra en fimmti í könnunum fyrir kosningar, að sögn AP-fréttastofunnar. Til þess að ná kjöri í gær þurfti frambjóðandi að vinna annað hvort meira en helming atkvæða eða fjörutíu prósent og tíu prósentustiga forskot á næsta mann. Ef til hennar kemur fer síðari umferðin fram í október. González er lögfræðingur og fyrrverandi þingmaður. Hún gerði mikið úr sambandi sínu við Rafael Correa, fyrrverandi forseta Ekvadors, þrátt fyrir að hann hefði verið fundinn sekur um spillingu og dæmdur í átta ára fangelsi að sér fjarstöddum árið 2020. Hann býr nú í Belgíu. Noboa er sonur Álvaro Noboa, eiganda bananaræktunar- og útflutningsveldis, sem bauð sig fimm sinnum fram til forseta. Í þriðja sæti lenti Christian Zurita með sextán prósent. Zurita var ekki formlega á kjörseðlinum en hann tók sæti Fernando Villavicencio sem var skotinn til bana á kosningafundi í höfuðborginni Quito fyrr í þessum mánuði. Morðið varð tilefni til stóraukinnar öryggisgæslu lögreglu- og hermanna á götum borga á meðan á kosningabaráttunni stóð. Ekvador Tengdar fréttir Meintir morðingjar frambjóðandans frá Kólumbíu Sex menn sem voru handteknir vegna morðsins á Fernando Villavicencio, forsetaframbjóðanda í Ekvador, í gær eru kólumbískir ríkisborgarar. Innanríkisráðherra landsins segir að mennirnir tengist skipulagðri glæpastarfsemi. 11. ágúst 2023 08:50 Frambjóðandi til forseta Ekvador skotinn til bana Frambjóðandi í komandi forsetakosningum í Suður-Ameríkuríkinu Ekvador var skotinn til bana á kosningafundi í höfuðborginni Quito í gær. 10. ágúst 2023 06:23 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Fleiri fréttir Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Sjá meira
Luisa González úr vinstriflokknum Pólitísku byltingarhreyfingu borgaranna sem mældist með mest fylgi í skoðanakönnunum, hafði hlotið þriðjung atkvæða þegar 85 prósent atkvæða höfðu verið talin í gærkvöldi. Á eftir henni kom Daniel Noboa með rétt tæpan fjórðung atkvæði. Árangur Noboa vakti athygli þar sem hann hafði aldrei mæst hærra en fimmti í könnunum fyrir kosningar, að sögn AP-fréttastofunnar. Til þess að ná kjöri í gær þurfti frambjóðandi að vinna annað hvort meira en helming atkvæða eða fjörutíu prósent og tíu prósentustiga forskot á næsta mann. Ef til hennar kemur fer síðari umferðin fram í október. González er lögfræðingur og fyrrverandi þingmaður. Hún gerði mikið úr sambandi sínu við Rafael Correa, fyrrverandi forseta Ekvadors, þrátt fyrir að hann hefði verið fundinn sekur um spillingu og dæmdur í átta ára fangelsi að sér fjarstöddum árið 2020. Hann býr nú í Belgíu. Noboa er sonur Álvaro Noboa, eiganda bananaræktunar- og útflutningsveldis, sem bauð sig fimm sinnum fram til forseta. Í þriðja sæti lenti Christian Zurita með sextán prósent. Zurita var ekki formlega á kjörseðlinum en hann tók sæti Fernando Villavicencio sem var skotinn til bana á kosningafundi í höfuðborginni Quito fyrr í þessum mánuði. Morðið varð tilefni til stóraukinnar öryggisgæslu lögreglu- og hermanna á götum borga á meðan á kosningabaráttunni stóð.
Ekvador Tengdar fréttir Meintir morðingjar frambjóðandans frá Kólumbíu Sex menn sem voru handteknir vegna morðsins á Fernando Villavicencio, forsetaframbjóðanda í Ekvador, í gær eru kólumbískir ríkisborgarar. Innanríkisráðherra landsins segir að mennirnir tengist skipulagðri glæpastarfsemi. 11. ágúst 2023 08:50 Frambjóðandi til forseta Ekvador skotinn til bana Frambjóðandi í komandi forsetakosningum í Suður-Ameríkuríkinu Ekvador var skotinn til bana á kosningafundi í höfuðborginni Quito í gær. 10. ágúst 2023 06:23 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Fleiri fréttir Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Sjá meira
Meintir morðingjar frambjóðandans frá Kólumbíu Sex menn sem voru handteknir vegna morðsins á Fernando Villavicencio, forsetaframbjóðanda í Ekvador, í gær eru kólumbískir ríkisborgarar. Innanríkisráðherra landsins segir að mennirnir tengist skipulagðri glæpastarfsemi. 11. ágúst 2023 08:50
Frambjóðandi til forseta Ekvador skotinn til bana Frambjóðandi í komandi forsetakosningum í Suður-Ameríkuríkinu Ekvador var skotinn til bana á kosningafundi í höfuðborginni Quito í gær. 10. ágúst 2023 06:23