Farþegar selfluttir í land: Reykjavíkurhöfn stútfull af skemmtiferðaskipum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 16. ágúst 2023 16:48 Eitt skipanna þarf að sætta sig við að liggja utar við höfnina þar sem hafnarplássið er uppurið. Vísir/Vilhelm Fjögur skemmtiferðaskip eru nú við höfn í Reykjavíkurhöfn og liggur eitt þeirra við ytri höfnina þar sem legupláss nær henni er upptekið. Það þýðir að selflytja þarf farþega í land. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir ljóst að um háönn sé að ræða. Skemmtiferðaskipin sem um ræðir eru MSC Preziosa, MS Fram, Scenic Eclipse 2 og Ocean Majesty, að því er fram kemur á vef Faxaflóahafna. Ekki náðist í Gunnar Tryggvason, hafnarstjóra vegna málsins en fréttastofu hafa borist myndir og ábendingar frá vegfarendum sem hafa gefið því gaum hve mörg skemmtiferðaskip liggja nú við Reykjavíkurhöfn. Skipin sem um ræðir eru engin smásmíði. Vísir/Vilhelm Segir ferðaþjónustuna tilbúna í viðræður um skemmtiferðaskip 3.502 ferðamenn eru um borð í Preziosa, 254 í MS Fram, 228 í Scenic Eclipse og 621 um borð í Ocean Majesty. Töluverð umræða hefur átt sér stað um fjölda skemmtiferðaskipa sem leggja leið sína hingað til lands og fréttir fluttar af því að þau séu meðal annars mesti mengunarvaldur Evrópu. Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segir í samtali við Vísi að ljóst sé að nú sé háannatími þegar viðkemur komu slíkra skipa til landsins og staðan í Reykjavíkurhöfn sýni fram á það. „Ferðaþjónustan gerir sér grein fyrir því að of mikið álag á innviði skaðar greinina sjálfa. Við viljum það alls ekki og erum tilbúin í samræður um það hvernig sé hægt að stýra umferð slíkra skipa hingað til lands.“ Gríðarleg aukning hafi orðið á komu slíkra skipa hingað til lands. Hingað hafi orðið 40 prósent aukning á farþegafjölda slíkra skipa hingað til lands á einu ári. Bjarnheiður segir fjölda skipa alfarið í höndum viðkomandi sveitarfélaga og hafnarstjóra eins og staðan sé núna. Farþegar skemmtiferðaskipa séu gjarnan selfluttir í land úti á landi þó það sé ekki algengt í Reykjavík. „En það er greinilega mikið að gera ef að höfnin er sprungin. Við höfum skilning á þeim þrýsting sem hefur myndast á stjórnvöld að skoða fyrirkomulagið á komu þessara skipa til landsins og ég held að það væri bara af hinu góða.“ Selflytja þarf farþega eins skipsins í land. Vísir/Vilhelm Skemmtiferðaskip á Íslandi Ferðamennska á Íslandi Hafnarmál Reykjavík Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira
Skemmtiferðaskipin sem um ræðir eru MSC Preziosa, MS Fram, Scenic Eclipse 2 og Ocean Majesty, að því er fram kemur á vef Faxaflóahafna. Ekki náðist í Gunnar Tryggvason, hafnarstjóra vegna málsins en fréttastofu hafa borist myndir og ábendingar frá vegfarendum sem hafa gefið því gaum hve mörg skemmtiferðaskip liggja nú við Reykjavíkurhöfn. Skipin sem um ræðir eru engin smásmíði. Vísir/Vilhelm Segir ferðaþjónustuna tilbúna í viðræður um skemmtiferðaskip 3.502 ferðamenn eru um borð í Preziosa, 254 í MS Fram, 228 í Scenic Eclipse og 621 um borð í Ocean Majesty. Töluverð umræða hefur átt sér stað um fjölda skemmtiferðaskipa sem leggja leið sína hingað til lands og fréttir fluttar af því að þau séu meðal annars mesti mengunarvaldur Evrópu. Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segir í samtali við Vísi að ljóst sé að nú sé háannatími þegar viðkemur komu slíkra skipa til landsins og staðan í Reykjavíkurhöfn sýni fram á það. „Ferðaþjónustan gerir sér grein fyrir því að of mikið álag á innviði skaðar greinina sjálfa. Við viljum það alls ekki og erum tilbúin í samræður um það hvernig sé hægt að stýra umferð slíkra skipa hingað til lands.“ Gríðarleg aukning hafi orðið á komu slíkra skipa hingað til lands. Hingað hafi orðið 40 prósent aukning á farþegafjölda slíkra skipa hingað til lands á einu ári. Bjarnheiður segir fjölda skipa alfarið í höndum viðkomandi sveitarfélaga og hafnarstjóra eins og staðan sé núna. Farþegar skemmtiferðaskipa séu gjarnan selfluttir í land úti á landi þó það sé ekki algengt í Reykjavík. „En það er greinilega mikið að gera ef að höfnin er sprungin. Við höfum skilning á þeim þrýsting sem hefur myndast á stjórnvöld að skoða fyrirkomulagið á komu þessara skipa til landsins og ég held að það væri bara af hinu góða.“ Selflytja þarf farþega eins skipsins í land. Vísir/Vilhelm
Skemmtiferðaskip á Íslandi Ferðamennska á Íslandi Hafnarmál Reykjavík Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira