Móðir drengs sem skaut kennara játar sig seka um vanrækslu Kjartan Kjartansson skrifar 16. ágúst 2023 10:15 Skilti með stuðningsskilaboðum fyrir utan Richneck-grunnskólann í Newport News eftir skotárásina í janúar. AP/Denise Lavoie Saksóknarar í Virginíu í Bandaríkjunum felldu niður hluta ákæru á hendur móður drengs sem skaut kennarann sinn í skóla í janúar eftir að hún samþykkti að játa sig seka um glæpsamlega vanrækslu. Drengurinn var sex ára gamall þegar hann skaut kennara sinn með skammbyssu sem hann hafði með sér að heiman í Richneck-grunnskólann í Newport News í Virginíu í janúar. Kennarinn, kona á þrítugsaldri, lifði árásina af en hún hlaut skotsár á hendi og brjósti. Deja Taylor, móðir drengsins, hefur nú játað sig seka um að vanrækja son sinn. Allt að fimm ára fangelsisrefsing liggur við brotinu en saksóknarar samþykktu að krefjast í mesta lagi sex mánaða dóms, að sögn AP-fréttastofunnar. Dómari hefur engu að síður frjálsar hendur til að ákvarða refsingu hennar. Saksóknari sagði dómara í gær að drengurinn hefði sagt yfirvöldum að hann hefði náð í byssuna með því að klifra upp á skúffu til þess að ná í efstu skúffu kommóðu þar sem konan geymdi byssuna í veski sínu. Konan sagði lögreglu á sínum tíma að hún teldi að gikkur byssunnar væri læstur með lykli sem hún geymdi undir dýnunni sinni. Enginn gikklás fannst þó við leit á heimili hennar. Enginn byssuskápur var heldur til staðar. Fyrsta vikan sem drengurinn var án foreldris í skólanum Í gögnum málsins segir að þegar lögregla kom í skólastofuna hafi drengurinn blótað og sagst hafa skotið kennarann sin. Hann hafi svo losað sig frá starfsmanni sem hélt honum föstum og kýlt hann í andlitið. Drengurinn hafi sagst hafa stolið byssunni vegna þess að hann þyrfti að skjóta kennarann. Drengurinn er ofvirkur og með athyglisbrest og aðstandandi hafði alltaf fylgt honum að í skólanum. Hann hafði jafnframt greinst með mótþróaröskun. Vikan sem hann skaut kennarann var sú fyrsta sem foreldri var ekki með honum í tíma. Móðir hans segir að það hafi verið vegna þess að hann hafi verið byrjaður á lyfjum og námsárangur hans hefði farið batnandi. Lögmaður Taylor segir að hún eigi sér nokkrar málsbætur. Hún hafi nýlega orðið fyrir fósturláti og þjáðst af fæðingaþunglyndi áður en sonur hennar skaut kennarann. Abby Zwerner, kennarinn drengurinn skaut, stefndi skólanum og krefst tuga milljóna dollara í bætur. Hún sakar skólayfirvöld um að hafa ekki brugðist við fjölda viðvarana um að drengurinn hefði tekið byssu með sér í skólann. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Ákæra gefin út á hendur móður barnsins sem skaut kennarann sinn Kviðdómur í Virginíu í Bandaríkjunum hefur gefið út ákæru á hendur móður sex ára barns sem skaut kennarann sinn með skotvopni. Hún verður meðal annars ákærð fyrir alvarlega vanrækslu barns og brot á skotvopnalögum. 11. apríl 2023 07:04 Kennari enn þungt haldinn eftir að sex ára nemandi skaut hann Ástand kennara sem var skotinn af sex ára gömlum nemanda sínum í grunnskóla í Virginíu í Bandaríkjunum á föstudag er sagt stöðugt en alvarlegt. Barnið var í haldi lögreglu fyrst eftir skotárásina en yfirvöld hafa ekki viljað segja hvar það er nú vistað. 9. janúar 2023 16:31 Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Innlent Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Hvalreki í Vogum Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Fleiri fréttir Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Sjá meira
Drengurinn var sex ára gamall þegar hann skaut kennara sinn með skammbyssu sem hann hafði með sér að heiman í Richneck-grunnskólann í Newport News í Virginíu í janúar. Kennarinn, kona á þrítugsaldri, lifði árásina af en hún hlaut skotsár á hendi og brjósti. Deja Taylor, móðir drengsins, hefur nú játað sig seka um að vanrækja son sinn. Allt að fimm ára fangelsisrefsing liggur við brotinu en saksóknarar samþykktu að krefjast í mesta lagi sex mánaða dóms, að sögn AP-fréttastofunnar. Dómari hefur engu að síður frjálsar hendur til að ákvarða refsingu hennar. Saksóknari sagði dómara í gær að drengurinn hefði sagt yfirvöldum að hann hefði náð í byssuna með því að klifra upp á skúffu til þess að ná í efstu skúffu kommóðu þar sem konan geymdi byssuna í veski sínu. Konan sagði lögreglu á sínum tíma að hún teldi að gikkur byssunnar væri læstur með lykli sem hún geymdi undir dýnunni sinni. Enginn gikklás fannst þó við leit á heimili hennar. Enginn byssuskápur var heldur til staðar. Fyrsta vikan sem drengurinn var án foreldris í skólanum Í gögnum málsins segir að þegar lögregla kom í skólastofuna hafi drengurinn blótað og sagst hafa skotið kennarann sin. Hann hafi svo losað sig frá starfsmanni sem hélt honum föstum og kýlt hann í andlitið. Drengurinn hafi sagst hafa stolið byssunni vegna þess að hann þyrfti að skjóta kennarann. Drengurinn er ofvirkur og með athyglisbrest og aðstandandi hafði alltaf fylgt honum að í skólanum. Hann hafði jafnframt greinst með mótþróaröskun. Vikan sem hann skaut kennarann var sú fyrsta sem foreldri var ekki með honum í tíma. Móðir hans segir að það hafi verið vegna þess að hann hafi verið byrjaður á lyfjum og námsárangur hans hefði farið batnandi. Lögmaður Taylor segir að hún eigi sér nokkrar málsbætur. Hún hafi nýlega orðið fyrir fósturláti og þjáðst af fæðingaþunglyndi áður en sonur hennar skaut kennarann. Abby Zwerner, kennarinn drengurinn skaut, stefndi skólanum og krefst tuga milljóna dollara í bætur. Hún sakar skólayfirvöld um að hafa ekki brugðist við fjölda viðvarana um að drengurinn hefði tekið byssu með sér í skólann.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Ákæra gefin út á hendur móður barnsins sem skaut kennarann sinn Kviðdómur í Virginíu í Bandaríkjunum hefur gefið út ákæru á hendur móður sex ára barns sem skaut kennarann sinn með skotvopni. Hún verður meðal annars ákærð fyrir alvarlega vanrækslu barns og brot á skotvopnalögum. 11. apríl 2023 07:04 Kennari enn þungt haldinn eftir að sex ára nemandi skaut hann Ástand kennara sem var skotinn af sex ára gömlum nemanda sínum í grunnskóla í Virginíu í Bandaríkjunum á föstudag er sagt stöðugt en alvarlegt. Barnið var í haldi lögreglu fyrst eftir skotárásina en yfirvöld hafa ekki viljað segja hvar það er nú vistað. 9. janúar 2023 16:31 Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Innlent Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Hvalreki í Vogum Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Fleiri fréttir Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Sjá meira
Ákæra gefin út á hendur móður barnsins sem skaut kennarann sinn Kviðdómur í Virginíu í Bandaríkjunum hefur gefið út ákæru á hendur móður sex ára barns sem skaut kennarann sinn með skotvopni. Hún verður meðal annars ákærð fyrir alvarlega vanrækslu barns og brot á skotvopnalögum. 11. apríl 2023 07:04
Kennari enn þungt haldinn eftir að sex ára nemandi skaut hann Ástand kennara sem var skotinn af sex ára gömlum nemanda sínum í grunnskóla í Virginíu í Bandaríkjunum á föstudag er sagt stöðugt en alvarlegt. Barnið var í haldi lögreglu fyrst eftir skotárásina en yfirvöld hafa ekki viljað segja hvar það er nú vistað. 9. janúar 2023 16:31