Byrja að bera kennsl á þau látnu á Maui Kjartan Kjartansson skrifar 16. ágúst 2023 08:23 Fólk gengur eftir Aðalstræti í sögufræga ferðamannabænum Lahaina sem brann svo gott sem til kaldra kola í síðustu viku. AP/Rick Bowmer Tala látinna í gróðureldunum á Maui náði 106 manns í gær. Yfirvöld eru nú byrjuð að gefa út nöfn á þeim látnu sem hægt hefur verið að bera kennsl á til þessa. Vísbendingar eru komnar fram um að eldarnir kunni að hafa kviknað út frá raflínu í hvassviðri í síðustu viku. Leitarlið með líkleitarhunda hefur nú farið yfir um þriðjung hamfarasvæðsins. Búið var að bera kennsl á fimm manns sem fórust í gær. Færanleg líkgeymsla kom á hamfararsvæðið í gær en hún að hjálpa yfirvöldum að bera kennsl á líkamsleifar sem finnast í brunarústunum. Alríkisyfirvöld sendu teymi réttarlækna, meinafræðinga og tæknimanna með röntgentæki og annan búnað til verksins. Búist er við að það gæti tekið sinn tíma. Gróðureldarnir á Maui eru nú þegar þeir mannskæðustu í Bandaríkjunum í meira en öld og verstu náttúruhamfarirnar í sögu Havaíríkis. Ríkisstjórinn þar hefur varað við því að tala látinna eigi enn eftir að hækka. Skjáskot úr myndböndum sem tveir íbúar á Maui tóku af eldi sem kviknaði út frá raflínu 8. ágúst.AP/Shane Treu/Robert Arconado Kviknaði í út frá raflínu Orkufyrirtæki Havaíeyja hefur sætt gagnrýni fyrir að hafa ekki tekið rafmagn af línum þrátt fyrir viðvaranir um mikið hvassviðri í síðustu viku. Hópmálsókn gegn því er þegar hafin þar sem fyrirtækið er sakað um að bera ábyrgð á dauða fleiri en hundrað manns. AP-fréttastofan segir að myndband sem starfsmaður ferðamannastaðar tók upp snemma morguns á þriðjudag fyrir viku sýni raflínu sem féll á jörðina þegar staur sem hélt henni uppi gaf sig. Línan féll í þurrt gras og kveikti í því. Myndbandið var tekið örfáum mínútum eftir að yfirvöld segjast hafa fengið fyrstu tilkynningarnar um eldinn. Síðar um morguninn töldu slökkviliðsmenn sig hafa ráðið niðurlögum eldsins og yfirgáfu staðinn. Íbúar þar segja að eldurinn hafi hins vegar blossað upp aftur um miðjan daginn og breitt hratt úr sér. Bandaríkin Náttúruhamfarir Gróðureldar Tengdar fréttir Gróðureldarnir á Maui þeir mannskæðustu í meira en öld Tala látinna í gróðureldunum á Maui á Havaí náði 96 í gær. Enn er leitað að fólki sem er saknað. Gróðureldarnir eru verstu náttúruhamfarir í sögu Havaíríkis og mannskæðustu gróðureldar í Bandaríkjunum í meira en öld. 14. ágúst 2023 09:11 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira
Leitarlið með líkleitarhunda hefur nú farið yfir um þriðjung hamfarasvæðsins. Búið var að bera kennsl á fimm manns sem fórust í gær. Færanleg líkgeymsla kom á hamfararsvæðið í gær en hún að hjálpa yfirvöldum að bera kennsl á líkamsleifar sem finnast í brunarústunum. Alríkisyfirvöld sendu teymi réttarlækna, meinafræðinga og tæknimanna með röntgentæki og annan búnað til verksins. Búist er við að það gæti tekið sinn tíma. Gróðureldarnir á Maui eru nú þegar þeir mannskæðustu í Bandaríkjunum í meira en öld og verstu náttúruhamfarirnar í sögu Havaíríkis. Ríkisstjórinn þar hefur varað við því að tala látinna eigi enn eftir að hækka. Skjáskot úr myndböndum sem tveir íbúar á Maui tóku af eldi sem kviknaði út frá raflínu 8. ágúst.AP/Shane Treu/Robert Arconado Kviknaði í út frá raflínu Orkufyrirtæki Havaíeyja hefur sætt gagnrýni fyrir að hafa ekki tekið rafmagn af línum þrátt fyrir viðvaranir um mikið hvassviðri í síðustu viku. Hópmálsókn gegn því er þegar hafin þar sem fyrirtækið er sakað um að bera ábyrgð á dauða fleiri en hundrað manns. AP-fréttastofan segir að myndband sem starfsmaður ferðamannastaðar tók upp snemma morguns á þriðjudag fyrir viku sýni raflínu sem féll á jörðina þegar staur sem hélt henni uppi gaf sig. Línan féll í þurrt gras og kveikti í því. Myndbandið var tekið örfáum mínútum eftir að yfirvöld segjast hafa fengið fyrstu tilkynningarnar um eldinn. Síðar um morguninn töldu slökkviliðsmenn sig hafa ráðið niðurlögum eldsins og yfirgáfu staðinn. Íbúar þar segja að eldurinn hafi hins vegar blossað upp aftur um miðjan daginn og breitt hratt úr sér.
Bandaríkin Náttúruhamfarir Gróðureldar Tengdar fréttir Gróðureldarnir á Maui þeir mannskæðustu í meira en öld Tala látinna í gróðureldunum á Maui á Havaí náði 96 í gær. Enn er leitað að fólki sem er saknað. Gróðureldarnir eru verstu náttúruhamfarir í sögu Havaíríkis og mannskæðustu gróðureldar í Bandaríkjunum í meira en öld. 14. ágúst 2023 09:11 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira
Gróðureldarnir á Maui þeir mannskæðustu í meira en öld Tala látinna í gróðureldunum á Maui á Havaí náði 96 í gær. Enn er leitað að fólki sem er saknað. Gróðureldarnir eru verstu náttúruhamfarir í sögu Havaíríkis og mannskæðustu gróðureldar í Bandaríkjunum í meira en öld. 14. ágúst 2023 09:11