Börn úr öðrum leikskólum fá að vera með Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. júlí 2023 15:57 Dóttir þeirra Baldvins og Berglindar fær aðlögunartíma með nýjum skólafélögum og kennurum í Rimaskóla eins og krakkarnir sem koma úr leikskólum hverfisins. Vísir Öllum börnum sem hefja nám í þremur grunnskólum í Reykjavík í ágúst gefst kostur á að taka þátt í tilraunaverkefni borgarinnar. Ekki aðeins þeim sem eru að ljúka leikskóla í viðkomandi hverfum grunnskólanna sex. Tilraunverkefnið átti að ná til elstu barna frá sex leikskólum í Breiðholti og Grafarvogi sem hefja nám í Rimaskóla, Norðlingaskóla og Breiðholtsskóla í haust: Rauðhól, Laufskála, Fífuborg, Lyngheima, Bakkaborg og Borg. Foreldrar stúlku sem hefur nám í 1. bekk Rimaskóla í haust lýstu óánægju sinni með það að dóttur þeirra, sem kemur úr leikskóla úr Þingholtunum í Reykjavík, væri mismunað. Hún fengi ekki að taka þátt í tilraunaverkefninu eins og verðandi skólafélagar hennar. Verið væri að veikja stöðu dóttur þeirra félagslega. Hún þekkti fáa fyrir og myndi missa af því þegar hópurinn yrði hristur saman í aðlöguninni með nýjum kennurum og starfsfólki. „Þess vegna kemur þetta svo rosalega illa við okkur og okkar barn sem þekkir engan að fá ekki að vera með í því,“ sagði Baldvin Logi Einarsson, faðir stúlkunnar. Í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar segir að borgarráð hafi samþykkt tillögu borgarastjóra um að tilraunaverkefnið miði við grunnskólana og þau börn sem þar hefja nám, en ekki leikskólana hvaðan börnin koma. Öllum börnum sem hefja nám í 1. bekk í þessum sex grunnskólum verði boðið að taka þátt. Haft verði samband við foreldra barnanna sem breytingin nær til á næstu dögum. Þá segir að breytingin rúmist innan upphafslegs fjárhagsramma og mönnunar verkefnisins. Grunnskólar Reykjavík Börn og uppeldi Réttindi barna Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Segja Reykjavíkurborg mismuna dóttur þeirra með synjun Hjón segja Reykjavíkurborg mismuna dóttur sinni með því að synja henni um þátttöku í verkefni sem snýst um aðlögun að grunnskóla. Stúlkan fær ekki að taka þátt af því hún var ekki í leikskóla í hverfinu þegar hún þarf í raun sérstaklega á verkefninu að halda vegna þess. 21. júlí 2023 13:17 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
Tilraunverkefnið átti að ná til elstu barna frá sex leikskólum í Breiðholti og Grafarvogi sem hefja nám í Rimaskóla, Norðlingaskóla og Breiðholtsskóla í haust: Rauðhól, Laufskála, Fífuborg, Lyngheima, Bakkaborg og Borg. Foreldrar stúlku sem hefur nám í 1. bekk Rimaskóla í haust lýstu óánægju sinni með það að dóttur þeirra, sem kemur úr leikskóla úr Þingholtunum í Reykjavík, væri mismunað. Hún fengi ekki að taka þátt í tilraunaverkefninu eins og verðandi skólafélagar hennar. Verið væri að veikja stöðu dóttur þeirra félagslega. Hún þekkti fáa fyrir og myndi missa af því þegar hópurinn yrði hristur saman í aðlöguninni með nýjum kennurum og starfsfólki. „Þess vegna kemur þetta svo rosalega illa við okkur og okkar barn sem þekkir engan að fá ekki að vera með í því,“ sagði Baldvin Logi Einarsson, faðir stúlkunnar. Í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar segir að borgarráð hafi samþykkt tillögu borgarastjóra um að tilraunaverkefnið miði við grunnskólana og þau börn sem þar hefja nám, en ekki leikskólana hvaðan börnin koma. Öllum börnum sem hefja nám í 1. bekk í þessum sex grunnskólum verði boðið að taka þátt. Haft verði samband við foreldra barnanna sem breytingin nær til á næstu dögum. Þá segir að breytingin rúmist innan upphafslegs fjárhagsramma og mönnunar verkefnisins.
Grunnskólar Reykjavík Börn og uppeldi Réttindi barna Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Segja Reykjavíkurborg mismuna dóttur þeirra með synjun Hjón segja Reykjavíkurborg mismuna dóttur sinni með því að synja henni um þátttöku í verkefni sem snýst um aðlögun að grunnskóla. Stúlkan fær ekki að taka þátt af því hún var ekki í leikskóla í hverfinu þegar hún þarf í raun sérstaklega á verkefninu að halda vegna þess. 21. júlí 2023 13:17 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
Segja Reykjavíkurborg mismuna dóttur þeirra með synjun Hjón segja Reykjavíkurborg mismuna dóttur sinni með því að synja henni um þátttöku í verkefni sem snýst um aðlögun að grunnskóla. Stúlkan fær ekki að taka þátt af því hún var ekki í leikskóla í hverfinu þegar hún þarf í raun sérstaklega á verkefninu að halda vegna þess. 21. júlí 2023 13:17