Anton Ari: Hefði ég sleppt því að gefa þeim mark hefði leikurinn spilast öðruvísi Ágúst Orri Arnarson skrifar 25. júlí 2023 22:11 Anton Ari fór illa af ráði sínu á upphafssekúndum leiksins Vísir/Hulda Margrét Það var ansi niðurlútur Anton Ari sem mætti til viðtals við blaðamann eftir leik Breiðabliks gegn FC Kaupmannahöfn. Hann gerðist sekur um slæm mistök í fyrra marki FCK sem lagði Breiðablik 2-0 að velli á Kópavogsvellinum fyrr í kvöld. Eftir minna en einnar mínútu leik kom hár bolti inn fyrir vörn Breiðabliks og markvörðurinn hikaði í úthlaupi sínu. Komst þó í boltann en skaut honum beint í Jordan Larsson sem kom á harðaspretti gegn honum. „Ég tók of seint ákvörðun um að fara út og hreinsa boltann. Þar með er hann kominn það mikið ofan í mig að ég hreinsi í hann, boltinn fellur fyrir hann og hann skorar í autt markið.“ Anton telur liðið hafa spilað ágætlega í þessum leik en segir þá eiga meira inni fyrir seinni leik einvígisins. „Bara fínt, við hefðum alveg getað spilað betur finnst mér og eigum kannski smá inni. Hefði ég sleppt því að gefa þeim eitt mark þarna eftir mínútu þá held ég að leikurinn hefði spilast allt öðruvísi.“ Seinna mark FCK kom svo eftir góðan spilkafla hjá Breiðablik. Liðið hafði ógnað marki gestanna margoft og var hársbreidd frá því að jafna leikinn. „Það hefði breytt leiknum töluvert [að jafna leikinn], þá hefði verið allt annað uppi á teningunum en svona er þetta.“ Anton fylgir skilaboðum sem Óskar Hrafn, þjálfari liðsins, hefur ítrekað margoft á tímabilinu. Það er að einbeita sér að næsta leik liðsins en ekki þeim þarnæsta. En aðspurður út í seinni leik liðsins gegn FCK telur hann Breiðablik enn eiga möguleika. „Byrjum á Stjörnunni á laugardaginn en jájá, mér finnst að ef við spilum eins og við gerðum í dag og skerpum kannski aðeins á okkur þá er þetta alveg opið ennþá“ sagði Anton Ari að lokum. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Henríetta lánuð til Þór/KA Í beinni: Víkingur R. - Þróttur R. | Reykjavíkurslagur í Víkinni Í beinni: Breiðablik - Fram | Nýliðarnir heimsækja meistarana Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Sjá meira
Eftir minna en einnar mínútu leik kom hár bolti inn fyrir vörn Breiðabliks og markvörðurinn hikaði í úthlaupi sínu. Komst þó í boltann en skaut honum beint í Jordan Larsson sem kom á harðaspretti gegn honum. „Ég tók of seint ákvörðun um að fara út og hreinsa boltann. Þar með er hann kominn það mikið ofan í mig að ég hreinsi í hann, boltinn fellur fyrir hann og hann skorar í autt markið.“ Anton telur liðið hafa spilað ágætlega í þessum leik en segir þá eiga meira inni fyrir seinni leik einvígisins. „Bara fínt, við hefðum alveg getað spilað betur finnst mér og eigum kannski smá inni. Hefði ég sleppt því að gefa þeim eitt mark þarna eftir mínútu þá held ég að leikurinn hefði spilast allt öðruvísi.“ Seinna mark FCK kom svo eftir góðan spilkafla hjá Breiðablik. Liðið hafði ógnað marki gestanna margoft og var hársbreidd frá því að jafna leikinn. „Það hefði breytt leiknum töluvert [að jafna leikinn], þá hefði verið allt annað uppi á teningunum en svona er þetta.“ Anton fylgir skilaboðum sem Óskar Hrafn, þjálfari liðsins, hefur ítrekað margoft á tímabilinu. Það er að einbeita sér að næsta leik liðsins en ekki þeim þarnæsta. En aðspurður út í seinni leik liðsins gegn FCK telur hann Breiðablik enn eiga möguleika. „Byrjum á Stjörnunni á laugardaginn en jájá, mér finnst að ef við spilum eins og við gerðum í dag og skerpum kannski aðeins á okkur þá er þetta alveg opið ennþá“ sagði Anton Ari að lokum.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Henríetta lánuð til Þór/KA Í beinni: Víkingur R. - Þróttur R. | Reykjavíkurslagur í Víkinni Í beinni: Breiðablik - Fram | Nýliðarnir heimsækja meistarana Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Sjá meira