Hafðu þökk fyrir að svelta strandveiðarnar Svandís Hallgerður Hauksdóttir skrifar 24. júlí 2023 17:00 Við nánari umhugsun tel ég að ákvörðun ráðherra um að auka ekki í ár heimildir við okkur strandveiðifólkið reynist gott mál. 1. Ákvörðun ráðherra fær viðbrögð og víðtæka umræðu. Almenningur er bæði orðinn betur meðvitaður um okkur strandveiðifólkið og um ónýta tilhögun við stjórn fiskveiða. Takk fyrir það Svandís. 2. Réttlætisvitund okkar strandveiðifólks er klárlega að fá sameiningarkraft við þessa ákvörðun ráðherra. Svo aftur, takk Svandís fyrir þitt sameinandi framlag. Ég tel að framtíð strandveiða eigi að leiða utan kvótakerfisins, enda ógna þær ekki fiskistofnum. Strandveiðin er þannig einn þáttur sem bæði getur og á að tálga jafnóðum ofan af núverandi fiskveiðikerfi og inn í réttlátari kerfi með tímanum. Með strandveiði sem veiðiaðferð liggja svo margar góðar ástæður. Stóra samhengið er almenn mannréttindi og atvinnufrelsi. Byggðamál, bæði með efnahagslegri grósku inn í sveita- og bæjarsamfélög landsins og út frá almennum möguleikum fólks til að lifa þar sem það kýs og hafa þar vinnu. Sterkari og heilbrigðari fjölskyldur þar með betra mannlíf um allt land. Strandveiðar skapa mýmörg önnur störf við umsjón, flutning, sölu, markaðsmál, vinnslu, o.fl., sem koma öllum til góða. Minni ég hér á fréttir af fregnum af lokunum fiskbúða eftir stöðvun strandveiða í ár. Að ekki fæst nægilegur fiskur – hér á Íslandi – til að hafa þær opnar? Hvað finnst ykkur um það? Nei, strandveiðin tryggir stöðugra aðgengi kaupenda að ferskum fiski, raunar bæði hér á landi og víða erlendis. Umhverfismál: veiðiaðferðin veldur ekki skemmdum á sjávarbotni og þar með skaða á lífríki. Auðvitað er óþarfi að drepa tonnin af lífverum til að veiða nokkur tonn af öðrum eins og dæmi eru um við aðrar veiðiaðferðir. Strandveiðin tekur aðeins til sín þá fiska sem hún miðar að. Strandveiðin er einnig hagstæðari loftslagsmálum enda fara færri lítrar af olíu á hver hundrað veidd kíló við þær veiðar en við aðrar veiðar á sama fisk. Önnur mengun, nefni stórdrasl sem verður eftir óvart eða viljandi úti í hafinu, ónýt net og annað álíka, þetta fylgir ekki strandveiðum. Meðferð á fiski við veiðar, hann er skorinn mjög fljótt sem er mannúðlegast. Miklu minni hvati er til brottkasts á fiski við strandveiðar og þær eru ekki heldur ógn við fiskistofna en fiskistofnum er einfaldlega ekki hægt að eyða með krókaveiðum. Mjög gott eftirlit er með þessum veiðum og slys þekkjast varla. Stjórnmál og efnahagsmál: strandveiðin skilar betri og gegnsærri skilum til samfélagsins, færri leiðum til svindls eða bókhaldsbrellna, meira velsæmi og minni mögulegri spillingu inn í stjórnmál. Þetta þýðir minna gap á milli fólks á Íslandi vegna óeðlilegrar auðsöfnunar fárra og sterkara samfélag. Eru þetta ekki nægar ástæður? Hver styður þetta ekki? Að lokum: það er engin ógn í því ef það ólíklega gerðist að fjölgun verði á þeim sem kaupi sér bát - sem einhverjir virðast óttast mjög - og fari á strandveiðar. Líkurnar á því eru hins vegar ekki miklar. Strandveiðar eru ekki fyrir alla, þetta er erfið vinna. En það á fortakslaust á að virða atvinnufrelsi þeirra okkar sem vilja stunda strandveiðar. Og það á strax, að lágmarki, að standa við það 48 daga viðmið sem var gert samkomulag um á grundvelli mannréttinda og voru sett í lög hér. Það á ekki að drepa því viðmiði á dreif með tæknilegum lagabrellum og undirróðri eða með tilraunum til að spilla á milli fólks eftir því hvar það býr. Horfum saman til heilbrigðara og réttlátara samfélags. Höfundur er strandveiðikona sem vinnur annars sem starfsmaður á heimili fyrir fatlað fólk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Hallgerður Hauksdóttir Mest lesið Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Við nánari umhugsun tel ég að ákvörðun ráðherra um að auka ekki í ár heimildir við okkur strandveiðifólkið reynist gott mál. 1. Ákvörðun ráðherra fær viðbrögð og víðtæka umræðu. Almenningur er bæði orðinn betur meðvitaður um okkur strandveiðifólkið og um ónýta tilhögun við stjórn fiskveiða. Takk fyrir það Svandís. 2. Réttlætisvitund okkar strandveiðifólks er klárlega að fá sameiningarkraft við þessa ákvörðun ráðherra. Svo aftur, takk Svandís fyrir þitt sameinandi framlag. Ég tel að framtíð strandveiða eigi að leiða utan kvótakerfisins, enda ógna þær ekki fiskistofnum. Strandveiðin er þannig einn þáttur sem bæði getur og á að tálga jafnóðum ofan af núverandi fiskveiðikerfi og inn í réttlátari kerfi með tímanum. Með strandveiði sem veiðiaðferð liggja svo margar góðar ástæður. Stóra samhengið er almenn mannréttindi og atvinnufrelsi. Byggðamál, bæði með efnahagslegri grósku inn í sveita- og bæjarsamfélög landsins og út frá almennum möguleikum fólks til að lifa þar sem það kýs og hafa þar vinnu. Sterkari og heilbrigðari fjölskyldur þar með betra mannlíf um allt land. Strandveiðar skapa mýmörg önnur störf við umsjón, flutning, sölu, markaðsmál, vinnslu, o.fl., sem koma öllum til góða. Minni ég hér á fréttir af fregnum af lokunum fiskbúða eftir stöðvun strandveiða í ár. Að ekki fæst nægilegur fiskur – hér á Íslandi – til að hafa þær opnar? Hvað finnst ykkur um það? Nei, strandveiðin tryggir stöðugra aðgengi kaupenda að ferskum fiski, raunar bæði hér á landi og víða erlendis. Umhverfismál: veiðiaðferðin veldur ekki skemmdum á sjávarbotni og þar með skaða á lífríki. Auðvitað er óþarfi að drepa tonnin af lífverum til að veiða nokkur tonn af öðrum eins og dæmi eru um við aðrar veiðiaðferðir. Strandveiðin tekur aðeins til sín þá fiska sem hún miðar að. Strandveiðin er einnig hagstæðari loftslagsmálum enda fara færri lítrar af olíu á hver hundrað veidd kíló við þær veiðar en við aðrar veiðar á sama fisk. Önnur mengun, nefni stórdrasl sem verður eftir óvart eða viljandi úti í hafinu, ónýt net og annað álíka, þetta fylgir ekki strandveiðum. Meðferð á fiski við veiðar, hann er skorinn mjög fljótt sem er mannúðlegast. Miklu minni hvati er til brottkasts á fiski við strandveiðar og þær eru ekki heldur ógn við fiskistofna en fiskistofnum er einfaldlega ekki hægt að eyða með krókaveiðum. Mjög gott eftirlit er með þessum veiðum og slys þekkjast varla. Stjórnmál og efnahagsmál: strandveiðin skilar betri og gegnsærri skilum til samfélagsins, færri leiðum til svindls eða bókhaldsbrellna, meira velsæmi og minni mögulegri spillingu inn í stjórnmál. Þetta þýðir minna gap á milli fólks á Íslandi vegna óeðlilegrar auðsöfnunar fárra og sterkara samfélag. Eru þetta ekki nægar ástæður? Hver styður þetta ekki? Að lokum: það er engin ógn í því ef það ólíklega gerðist að fjölgun verði á þeim sem kaupi sér bát - sem einhverjir virðast óttast mjög - og fari á strandveiðar. Líkurnar á því eru hins vegar ekki miklar. Strandveiðar eru ekki fyrir alla, þetta er erfið vinna. En það á fortakslaust á að virða atvinnufrelsi þeirra okkar sem vilja stunda strandveiðar. Og það á strax, að lágmarki, að standa við það 48 daga viðmið sem var gert samkomulag um á grundvelli mannréttinda og voru sett í lög hér. Það á ekki að drepa því viðmiði á dreif með tæknilegum lagabrellum og undirróðri eða með tilraunum til að spilla á milli fólks eftir því hvar það býr. Horfum saman til heilbrigðara og réttlátara samfélags. Höfundur er strandveiðikona sem vinnur annars sem starfsmaður á heimili fyrir fatlað fólk.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun