Margmenni á Druslugöngunni: „Það var mikið grátið og mikið öskrað“ Kristinn Haukur Guðnason skrifar 22. júlí 2023 17:14 Samstöðufundurinn fór fram á Austurvelli. Steingrímur Dúi Margmenni kom saman í miðborg Reykjavíkur í dag til að ganga hina árlegu Druslugöngu. Á samstöðufundi á Austurvelli greindi fólk frá ofbeldi sem það varð fyrir og skilaði skömminni. „Samstaðan var áþreifanleg. Það var mikið grátið og mikið öskrað. En líka mikið um faðmlög. Þetta var virkilega einstök stund,“ segir Lísa Margrét Gunnarsdóttir, ein af skipuleggjendum Druslugöngunnar sem var gengin í ellefta skiptið í dag. Frá Hallgrímskirkju að Austurvelli. Þegar Vísir náði tali af Lísu Margréti var dagskránni lokið og verið að taka saman. Eins og sjá má á myndunum var gríðarlegur fjöldi saman kominn á göngunni í ár. Gangan hófst við Hallgrímskirkju og gengið var niður Skólavörðustíg og Bankastræti.Steingrímur Dúi „Við höfum enga hugmynd eins og er um hversu margt fólk mætti. Það flaug dróni yfir sem gæti gefið vísbendingar um það. En mætingin fór fram úr okkar björtustu vonum,“ segir Lísa Margrét. Skömminni skilað í ræðu og tónum Meðal þeirra sem fluttu erindi á fundinum voru aktívistahópurinn Öfgar og hin afganska Zahra Hussaini sem starfar sem femínskur sjálfsvarnarþjálfari. Þá var táknmálstúlkurinn Margrét Baldursdóttir að túlka sína síðustu göngu og hélt í kjölfarið ræðu þar sem hún skilaði sinni áratuga gömlu skömm. Að sögn Lísu Margrétar var mikið öskrað og mikið grátið.Steingrímur Dúi Einnig voru flutt tónlistaratriði. Meðal annars frá tónlistarkonunum Lúpínu, Silju Rós og Þórunni Sölku. En Þórunn Salka frumflutti lag sem hún samdi til að vinna úr sínum tilfinningum í kjölfar kynferðisofbeldis. Þá var Mars Proppé kynnir á fundinum. Lísa Margrét segir að allt hafi gengið vel enda sé sjálfboðaliðateymið öflugt. „Þetta stendur okkur mörgum mjög nærri. Þegar þú ert með svona góðan hóp af fólki sem styður þolendur saman þá gerast stórkostlegir hlutir,“ segir hún. Druslugangan Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Finna reiðina og losa hana út í Druslugöngunni Druslugangan fer fram í ellefta skiptið í dag. Hún var fyrst gengin árið 2011 en lá niður í tvö ár í heimsfaraldrinum. Lísa Margrét Gunnarsdóttir, ein af skipuleggjendum göngunnar, segir öll velkomin hvort sem það séu þolendur, aðstandendur eða fólk sem vill styðja við bakið á þeim sem hafa lent í kynferðisofbeldi. 22. júlí 2023 12:46 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira
„Samstaðan var áþreifanleg. Það var mikið grátið og mikið öskrað. En líka mikið um faðmlög. Þetta var virkilega einstök stund,“ segir Lísa Margrét Gunnarsdóttir, ein af skipuleggjendum Druslugöngunnar sem var gengin í ellefta skiptið í dag. Frá Hallgrímskirkju að Austurvelli. Þegar Vísir náði tali af Lísu Margréti var dagskránni lokið og verið að taka saman. Eins og sjá má á myndunum var gríðarlegur fjöldi saman kominn á göngunni í ár. Gangan hófst við Hallgrímskirkju og gengið var niður Skólavörðustíg og Bankastræti.Steingrímur Dúi „Við höfum enga hugmynd eins og er um hversu margt fólk mætti. Það flaug dróni yfir sem gæti gefið vísbendingar um það. En mætingin fór fram úr okkar björtustu vonum,“ segir Lísa Margrét. Skömminni skilað í ræðu og tónum Meðal þeirra sem fluttu erindi á fundinum voru aktívistahópurinn Öfgar og hin afganska Zahra Hussaini sem starfar sem femínskur sjálfsvarnarþjálfari. Þá var táknmálstúlkurinn Margrét Baldursdóttir að túlka sína síðustu göngu og hélt í kjölfarið ræðu þar sem hún skilaði sinni áratuga gömlu skömm. Að sögn Lísu Margrétar var mikið öskrað og mikið grátið.Steingrímur Dúi Einnig voru flutt tónlistaratriði. Meðal annars frá tónlistarkonunum Lúpínu, Silju Rós og Þórunni Sölku. En Þórunn Salka frumflutti lag sem hún samdi til að vinna úr sínum tilfinningum í kjölfar kynferðisofbeldis. Þá var Mars Proppé kynnir á fundinum. Lísa Margrét segir að allt hafi gengið vel enda sé sjálfboðaliðateymið öflugt. „Þetta stendur okkur mörgum mjög nærri. Þegar þú ert með svona góðan hóp af fólki sem styður þolendur saman þá gerast stórkostlegir hlutir,“ segir hún.
Druslugangan Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Finna reiðina og losa hana út í Druslugöngunni Druslugangan fer fram í ellefta skiptið í dag. Hún var fyrst gengin árið 2011 en lá niður í tvö ár í heimsfaraldrinum. Lísa Margrét Gunnarsdóttir, ein af skipuleggjendum göngunnar, segir öll velkomin hvort sem það séu þolendur, aðstandendur eða fólk sem vill styðja við bakið á þeim sem hafa lent í kynferðisofbeldi. 22. júlí 2023 12:46 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira
Finna reiðina og losa hana út í Druslugöngunni Druslugangan fer fram í ellefta skiptið í dag. Hún var fyrst gengin árið 2011 en lá niður í tvö ár í heimsfaraldrinum. Lísa Margrét Gunnarsdóttir, ein af skipuleggjendum göngunnar, segir öll velkomin hvort sem það séu þolendur, aðstandendur eða fólk sem vill styðja við bakið á þeim sem hafa lent í kynferðisofbeldi. 22. júlí 2023 12:46